Kallar fram fallegar minningar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. mars 2018 08:30 Christian Karembeu smellir kossi á HM-bikarinn sem hann hjálpaði Frökkum að vinna árið 1998. Vísir/HARI HM-bikarinn glæsilegi, sem Ísland keppir um ásamt 31 annarri þjóð á heimsmeistaramótinu í Rússlandi í sumar, kom á Klakann í gær á vegum Coca-Cola. Með í för var Christian Karembeu sem varð heimsmeistari með Frökkum á heimavelli fyrir 20 árum. „Bikarinn kallar bara fram fallegar minningar því við unnum hann 1998. Það er ástæðan fyrir því að ég er hér. Það er frábært að geta deilt minningunum með fólki og færa bikarinn nær aðdáendunum,“ segir Karembeu við Fréttablaðið. Karembeu var einnig hluti af franska liðinu sem varð Evrópumeistari árið 2000. Síðan þá hefur Frakkland ekki unnið stóran titil. Margir spá að það geti breyst í Rússlandi í sumar enda hafa Frakkar á að skipa gríðarlega sterku liði. Karembeu kveðst bjartsýnn fyrir hönd franska liðsins en þjálfari þess er Didier Deschamps sem var fyrirliði Frakka þegar þeir urðu heims- og Evrópumeistarar í um aldamótin. „Á Evrópumótinu fyrir tveimur árum fóru Frakkar í úrslit. Það var frábært fyrir okkur að vinna heimsmeistara Þjóðverja [í undanúrslitunum]. Í 8 liða úrslitunum unnum við gott lið Íslands 5-2. Deschamps er að búa til lið sem á að geta komist í úrslit í Rússlandi og unnið heimsmeistaratitilinn, 20 árum á eftir okkur,“ segir Karembeu. Eins og áður segir eiga Frakkar marga frábæra leikmenn sem spila með bestu félagsliðum Evrópu. „Það hefur verið unnið gott grasrótarstarf í Frakklandi og félögin eru með góðar akademíur. Þau hafa búið til marga hæfileikaríka leikmenn,“ segir Karembeu. Hann viðurkennir að það sé hausverkur fyrir sinn gamla félaga, Deschamps, að velja franska liðið. „Stundum er erfitt fyrir hann að velja einn góðan leikmann fram yfir annan. Það er ekki auðvelt að þurfa að gera upp á milli manna.“ Karembeu, sem varð tvisvar Evrópumeistari með Real Madrid, hefur áður komið til Íslands, árið 1998. Þá mættu Frakkar Íslendingum á Laugardalsvelli, í fyrsta leik þeirra eftir að þeir urðu heimsmeistarar. Leikurinn var í undankeppni EM 2000 og endaði með 1-1 jafntefli. Ríkharður Daðason skoraði mark Íslands en Christophe Dugarry jafnaði fyrir Frakkland og bjargaði stigi fyrir heimsmeistarana. Karembeu var í byrjunarliði Frakka þennan dag, 5. september, og man vel eftir leiknum. „Þetta var ekki auðveldur leikur fyrir okkur. Ísland komst yfir en við komum til baka og leikurinn endaði með jafntefli. Þetta var langt frá því létt fyrir okkur,“ segir Karembeu. En hvaða möguleika telur hann að Ísland eigi á HM í sumar? „Öll liðin eiga möguleika. Ísland komst í 8 liða úrslit á EM en Frakkland í úrslit. Núna ættuð þið að komast í úrslit og við að verða heimsmeistarar,“ segir Karembeu og skellir upp úr. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Fleiri fréttir Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjá meira
HM-bikarinn glæsilegi, sem Ísland keppir um ásamt 31 annarri þjóð á heimsmeistaramótinu í Rússlandi í sumar, kom á Klakann í gær á vegum Coca-Cola. Með í för var Christian Karembeu sem varð heimsmeistari með Frökkum á heimavelli fyrir 20 árum. „Bikarinn kallar bara fram fallegar minningar því við unnum hann 1998. Það er ástæðan fyrir því að ég er hér. Það er frábært að geta deilt minningunum með fólki og færa bikarinn nær aðdáendunum,“ segir Karembeu við Fréttablaðið. Karembeu var einnig hluti af franska liðinu sem varð Evrópumeistari árið 2000. Síðan þá hefur Frakkland ekki unnið stóran titil. Margir spá að það geti breyst í Rússlandi í sumar enda hafa Frakkar á að skipa gríðarlega sterku liði. Karembeu kveðst bjartsýnn fyrir hönd franska liðsins en þjálfari þess er Didier Deschamps sem var fyrirliði Frakka þegar þeir urðu heims- og Evrópumeistarar í um aldamótin. „Á Evrópumótinu fyrir tveimur árum fóru Frakkar í úrslit. Það var frábært fyrir okkur að vinna heimsmeistara Þjóðverja [í undanúrslitunum]. Í 8 liða úrslitunum unnum við gott lið Íslands 5-2. Deschamps er að búa til lið sem á að geta komist í úrslit í Rússlandi og unnið heimsmeistaratitilinn, 20 árum á eftir okkur,“ segir Karembeu. Eins og áður segir eiga Frakkar marga frábæra leikmenn sem spila með bestu félagsliðum Evrópu. „Það hefur verið unnið gott grasrótarstarf í Frakklandi og félögin eru með góðar akademíur. Þau hafa búið til marga hæfileikaríka leikmenn,“ segir Karembeu. Hann viðurkennir að það sé hausverkur fyrir sinn gamla félaga, Deschamps, að velja franska liðið. „Stundum er erfitt fyrir hann að velja einn góðan leikmann fram yfir annan. Það er ekki auðvelt að þurfa að gera upp á milli manna.“ Karembeu, sem varð tvisvar Evrópumeistari með Real Madrid, hefur áður komið til Íslands, árið 1998. Þá mættu Frakkar Íslendingum á Laugardalsvelli, í fyrsta leik þeirra eftir að þeir urðu heimsmeistarar. Leikurinn var í undankeppni EM 2000 og endaði með 1-1 jafntefli. Ríkharður Daðason skoraði mark Íslands en Christophe Dugarry jafnaði fyrir Frakkland og bjargaði stigi fyrir heimsmeistarana. Karembeu var í byrjunarliði Frakka þennan dag, 5. september, og man vel eftir leiknum. „Þetta var ekki auðveldur leikur fyrir okkur. Ísland komst yfir en við komum til baka og leikurinn endaði með jafntefli. Þetta var langt frá því létt fyrir okkur,“ segir Karembeu. En hvaða möguleika telur hann að Ísland eigi á HM í sumar? „Öll liðin eiga möguleika. Ísland komst í 8 liða úrslit á EM en Frakkland í úrslit. Núna ættuð þið að komast í úrslit og við að verða heimsmeistarar,“ segir Karembeu og skellir upp úr.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Fleiri fréttir Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjá meira