Siggi segir fastari jörð í pólitíkinni en veðrinu Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 24. mars 2018 07:45 Sigurður leiðir lista Miðflokksins í Hafnarfirði. Vísir/Valli „Spáveðurfræðin gengur út á að spá fyrir um hið ókomna. Stjórnmálin eru oft að takast á við óvænta hluti. Það er þó fastari jörð undir stjórnmálunum heldur en í veðurfræðinni,“ segir Sigurður Þ. Ragnarsson, oft kallaður Siggi stormur, en tilkynnt var um að hann yrði oddviti Miðflokksins í bæjarstjórnarkosningunum í Hafnarfirði þann 26. maí næstkomandi. Listi Miðflokksins var kynntur í gær og segir Sigurður vinnu við smíði hans hafa staðið yfir undanfarnar fjórar vikur. Helsta einkenni listans, að sögn Sigurðar, er breiddin. Segir hann hafa verið horft til kynjajafnvægis, aldurs, stöðu og starfa, reynslu og áhugamála. Sigurður hefur áður verið viðriðinn íslensk stjórnmál, þótt hann sé eflaust þekktari fyrir veðurfræðistörf. Í febrúar 2012 stóð til að hann færi í framboð fyrir Samstöðu, flokk Lilju Mósesdóttur. Það gekk þó ekki eftir en mánuði síðar hætti Sigurður í flokknum. „Það er kannski ótímabært að tjá sig mikið nú um næstu skref mín, en ég er í það minnsta ekki að fara að stofna nýjan flokk að svo stöddu,“ sagði Sigurður við Pressuna í mars 2012. En nú, sex árum síðar, er veðurfræðingurinn mættur aftur og kveðst mjög bjartsýnn. „Miðflokkurinn er á góðri siglingu. Samkvæmt skoðanakönunnum hefur fylgi hans verið að aukast. Við höfum fundið fyrir miklum áhuga á þessu í Hafnarfirði,“ segir Sigurður sem stefnir á að ná þremur mönnum inn í ellefu manna bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Um áherslur framboðsins segir Sigurður að skynsemisjónarmið þurfi að ráða, ekki flokkslínur. „Þegar við höfum náð inn þessum þremur mönnum útilokum við ekki samstarf við neinn og ekki neinar hugmyndir heldur. Ef þær eru skynsamlegar og góðar viljum við styðja við þær.“ Segist Sigurður til að mynda vilja setja skipulagsmálin í forgang. Þar hafi verið óstöðugleiki undanfarin ár. „Það þarf að vinna þessa skipulagsvinnu af miklu meiri yfirvegun en hefur verið gert.“ Þá nefnir hann einnig skólamálin. Gríðarlegir fjármunir fari í skólamálin í Hafnarfirði en bærinn sé ekki að uppskera eins og hann sáir. „Það þarf að fara í gegnum það mjög ítarlega. Til dæmis skóla án aðgreiningar. Fyrir hverja er það gert? Er það fyrir þá sem eiga undir högg að sækja? Ég segi nei. Er þetta fyrir þá sem eru á fljúgandi siglingu? Hefur þetta skilað því sem við viljum að þetta skili?“ segir Sigurður enn fremur. Birtist í Fréttablaðinu Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fleiri fréttir Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Sjá meira
„Spáveðurfræðin gengur út á að spá fyrir um hið ókomna. Stjórnmálin eru oft að takast á við óvænta hluti. Það er þó fastari jörð undir stjórnmálunum heldur en í veðurfræðinni,“ segir Sigurður Þ. Ragnarsson, oft kallaður Siggi stormur, en tilkynnt var um að hann yrði oddviti Miðflokksins í bæjarstjórnarkosningunum í Hafnarfirði þann 26. maí næstkomandi. Listi Miðflokksins var kynntur í gær og segir Sigurður vinnu við smíði hans hafa staðið yfir undanfarnar fjórar vikur. Helsta einkenni listans, að sögn Sigurðar, er breiddin. Segir hann hafa verið horft til kynjajafnvægis, aldurs, stöðu og starfa, reynslu og áhugamála. Sigurður hefur áður verið viðriðinn íslensk stjórnmál, þótt hann sé eflaust þekktari fyrir veðurfræðistörf. Í febrúar 2012 stóð til að hann færi í framboð fyrir Samstöðu, flokk Lilju Mósesdóttur. Það gekk þó ekki eftir en mánuði síðar hætti Sigurður í flokknum. „Það er kannski ótímabært að tjá sig mikið nú um næstu skref mín, en ég er í það minnsta ekki að fara að stofna nýjan flokk að svo stöddu,“ sagði Sigurður við Pressuna í mars 2012. En nú, sex árum síðar, er veðurfræðingurinn mættur aftur og kveðst mjög bjartsýnn. „Miðflokkurinn er á góðri siglingu. Samkvæmt skoðanakönunnum hefur fylgi hans verið að aukast. Við höfum fundið fyrir miklum áhuga á þessu í Hafnarfirði,“ segir Sigurður sem stefnir á að ná þremur mönnum inn í ellefu manna bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Um áherslur framboðsins segir Sigurður að skynsemisjónarmið þurfi að ráða, ekki flokkslínur. „Þegar við höfum náð inn þessum þremur mönnum útilokum við ekki samstarf við neinn og ekki neinar hugmyndir heldur. Ef þær eru skynsamlegar og góðar viljum við styðja við þær.“ Segist Sigurður til að mynda vilja setja skipulagsmálin í forgang. Þar hafi verið óstöðugleiki undanfarin ár. „Það þarf að vinna þessa skipulagsvinnu af miklu meiri yfirvegun en hefur verið gert.“ Þá nefnir hann einnig skólamálin. Gríðarlegir fjármunir fari í skólamálin í Hafnarfirði en bærinn sé ekki að uppskera eins og hann sáir. „Það þarf að fara í gegnum það mjög ítarlega. Til dæmis skóla án aðgreiningar. Fyrir hverja er það gert? Er það fyrir þá sem eiga undir högg að sækja? Ég segi nei. Er þetta fyrir þá sem eru á fljúgandi siglingu? Hefur þetta skilað því sem við viljum að þetta skili?“ segir Sigurður enn fremur.
Birtist í Fréttablaðinu Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fleiri fréttir Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Sjá meira