Lækkuðu laun framkvæmdastjórans um 9 prósent Birgir Olgeirsson skrifar 22. mars 2018 10:09 Lífeyrissjóður verslunarmanna er til húsa í Húsi verslunarinnar. Vísir/Hanna Stjórn Lífeyrissjóðs verslunarmanna hefur lækkað laun framkvæmdastjóra sjóðsins um níu prósent og hefur sú lækkun þegar tekið gildi. Þetta kom fram í ræðu Guðrúnar Hafsteinsdóttur, formanns stjórnar Lífeyrissjóðs verslunarmanna, á ársfundi sjóðsins sem haldinn var á Grand Hótel í gær. Sagði hún að miðað við launaþróun hefðu laun framkvæmdastjórans í raun lækkað um 20 prósent eftir að ákvörðun var tekin um að frysta þau á vormánuðum árið 2016. Í ræðunni sagði Guðrún frá því að töluverðar umræður um launamál sjóðsins hefðu átt sér stað á síðasta aðalfundi sjóðsins og þá sérstaklega launakjör framkvæmdastjóra sjóðsins.Guðmundur Þ. Þórhallsson, framkvæmdastjóri Lífeyrissjóð verslunarmanna.Var í efri mörkum miðað við önnur laun Tók stjórnin þær ábendingar til sín og ákvað á síðasta ári að fela óháðum ráðgjöfum að meta launakjör framkvæmdastjóra sjóðsins, Guðmundar Þ. Þórhallssonar, í samanburði við aðra. Fékk Intellecta það verkefni en það fyrirtæki gerir árlega launakönnun sem nær til um fjögur þúsund sérfræðinga, meðal annars þeirra sem starfa á fjármálamarkaði. Var niðurstaða þeirrar könnunar að laun framkvæmdastjóra sjóðsins var í efri mörkum miðað við laun framkvæmdastjóra annarra lífeyrissjóða. Tók stjórnin ákvörðun í framhaldinu um að lækka laun framkvæmdastjóra sjóðsins um níu prósent og sagði Guðrún í ræðu sinni að sú lækkun hefði þegar tekið gildi.Lækkar um 307 þúsund á mánuði Guðrún tók fram að laun framkvæmdastjórans hefðu staðið í stað síðan á vormánuðum 2016 eftir að ákvörðun hafði verið tekin um að frysta þau.Guðrún Hafsteinsdóttir formaður Lífeyrissjóðs verslunarmanna.Vísir/Ernir„Ef tekið er mið af launaþróun síðan 2016 til dagsins í dag og þessarar 9% launalækkunar má segja að laun framkvæmdastjóra hafi lækkað um 20%,“ sagði Guðrún.Í frétt Ríkisútvarpsins árið 2016 kom fram að laun Guðmundar sem framkvæmdastjóra sjóðsins hefðu hækkað um 19,11 milljónir króna frá árinu 2009 til ársins 2015, eða um 104,4 prósent. Þar kom fram að árslaun Guðmundar árið 2015 hefðu verið 37,7 milljónir króna.Samkvæmt ársskýrslu Lífeyrissjóðs verslunarmanna fyrir árið 2017 var Guðmundur með 40,9 milljónir króna í heildarárslaun árið 2017. Það eru um það bil 3,4 milljónir króna á mánuði. Lækkunin um 9 prósent er því um 307 þúsund krónur. Árið 2016 voru heildarárslaun hans 39,6 milljónir króna samkvæmt upplýsingum úr sömu ársskýrslu. Mest lesið Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Viðskipti innlent Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Viðskipti innlent Siggi til Varist Viðskipti innlent Frábært ár að baki hjá Bylgjunni Samstarf Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Fleiri fréttir Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Sjá meira
Stjórn Lífeyrissjóðs verslunarmanna hefur lækkað laun framkvæmdastjóra sjóðsins um níu prósent og hefur sú lækkun þegar tekið gildi. Þetta kom fram í ræðu Guðrúnar Hafsteinsdóttur, formanns stjórnar Lífeyrissjóðs verslunarmanna, á ársfundi sjóðsins sem haldinn var á Grand Hótel í gær. Sagði hún að miðað við launaþróun hefðu laun framkvæmdastjórans í raun lækkað um 20 prósent eftir að ákvörðun var tekin um að frysta þau á vormánuðum árið 2016. Í ræðunni sagði Guðrún frá því að töluverðar umræður um launamál sjóðsins hefðu átt sér stað á síðasta aðalfundi sjóðsins og þá sérstaklega launakjör framkvæmdastjóra sjóðsins.Guðmundur Þ. Þórhallsson, framkvæmdastjóri Lífeyrissjóð verslunarmanna.Var í efri mörkum miðað við önnur laun Tók stjórnin þær ábendingar til sín og ákvað á síðasta ári að fela óháðum ráðgjöfum að meta launakjör framkvæmdastjóra sjóðsins, Guðmundar Þ. Þórhallssonar, í samanburði við aðra. Fékk Intellecta það verkefni en það fyrirtæki gerir árlega launakönnun sem nær til um fjögur þúsund sérfræðinga, meðal annars þeirra sem starfa á fjármálamarkaði. Var niðurstaða þeirrar könnunar að laun framkvæmdastjóra sjóðsins var í efri mörkum miðað við laun framkvæmdastjóra annarra lífeyrissjóða. Tók stjórnin ákvörðun í framhaldinu um að lækka laun framkvæmdastjóra sjóðsins um níu prósent og sagði Guðrún í ræðu sinni að sú lækkun hefði þegar tekið gildi.Lækkar um 307 þúsund á mánuði Guðrún tók fram að laun framkvæmdastjórans hefðu staðið í stað síðan á vormánuðum 2016 eftir að ákvörðun hafði verið tekin um að frysta þau.Guðrún Hafsteinsdóttir formaður Lífeyrissjóðs verslunarmanna.Vísir/Ernir„Ef tekið er mið af launaþróun síðan 2016 til dagsins í dag og þessarar 9% launalækkunar má segja að laun framkvæmdastjóra hafi lækkað um 20%,“ sagði Guðrún.Í frétt Ríkisútvarpsins árið 2016 kom fram að laun Guðmundar sem framkvæmdastjóra sjóðsins hefðu hækkað um 19,11 milljónir króna frá árinu 2009 til ársins 2015, eða um 104,4 prósent. Þar kom fram að árslaun Guðmundar árið 2015 hefðu verið 37,7 milljónir króna.Samkvæmt ársskýrslu Lífeyrissjóðs verslunarmanna fyrir árið 2017 var Guðmundur með 40,9 milljónir króna í heildarárslaun árið 2017. Það eru um það bil 3,4 milljónir króna á mánuði. Lækkunin um 9 prósent er því um 307 þúsund krónur. Árið 2016 voru heildarárslaun hans 39,6 milljónir króna samkvæmt upplýsingum úr sömu ársskýrslu.
Mest lesið Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Viðskipti innlent Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Viðskipti innlent Siggi til Varist Viðskipti innlent Frábært ár að baki hjá Bylgjunni Samstarf Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Fleiri fréttir Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Sjá meira