Dele Alli: Tapið á móti Íslandi á EM 2016 gerði okkur sterkari Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. mars 2018 09:30 Dele Alli og félagar sitja niðurbrotnir í grasinu eftir tapið á móti Íslandi á EM 2016. Íslensku strákarnir fagna sigri. Vísir/Getty Fyrsta stórmót Dele Alli, stjörnuleikmanns Tottenham og enska landsliðsins, endaði á vandræðalegu tapi á móti Íslandi í sextán liða úrslitum EM í Frakklandi 2016. Enska landsliðið tryggði sig inn á HM í Rússlandi með sannfærandi hætti og þar verður pressa á enska landsliðinu að gera miklu betur en á Evrópumótinu. Dele Alli telur að niðurlægingin á móti litla Íslandi fyrir að verða tveimur árum síðar hafi styrkt enska landsliðið fyrir komandi átök á HM í Rússlandi. Hann viðurkennir þó jafnframt að tapið á móti Íslandi hafi verið ein versta stund ferilsins til þessa. Blaðamaður Telegraph ræddi við Dele Alli sem er nú að æfa með enska landsliðnu fyrir vináttulandsleiki í þessari viku. „Evrópukeppnin var ein besta lífsreynslan á ferlinum en einnig ein sú versta á sama tíma. Allt fer þetta samt í reynslubankann og maður lærir af þessu,“ sagði Dele Alli við Telegraph.Dele Alli: Losing to Iceland at Euro 2016 has made us stronger | @Matt_Law_DThttps://t.co/dl4Vk0sMyE — Telegraph Football (@TeleFootball) March 21, 2018 „Það var svo ótrúlega stórt að fá að taka þátt í svona móti fyrir þjóð þína eftir að hafa horft á öll landsliðin í gegnum tíðina í sjónvarpinu. Maður sér alla fánana í gluggum húsanna og veit hvað þetta skiptir þjóðina miklu máli. Það var því risastórt fyrir mig að fá að taka þátt en endirinn var mikil vonbrigði,“ sagði Alli. Íslenskan landsliðið vann það enska 2-1 í Nice í lok júní og sendi ensku stórstjörnurnar heim með skottið á milli lappanna. Ragnar Sigurðsson og Kolbeinn Sigþórsson skoruðu mörkin. „Sem lið þá hefði það verið mun auðveldara að reyna bara að gleyma þessu en það er mikilvægara að við nýtum þessa reynslu til að sjá til þess að þetta gerist ekki aftur. Ég tel að liðið og við leikmennirnir séum sterkari eftir að hafa farið í gegnum svona risa vonbrigði,“ sagði Alli. „Þetta var sorgartími fyrir mig og alla leikmennina. Okkur fannst við hafa brugðist allri þjóðinni og ekki síst okkur sjálfum,“ sagði Alli. „Maður veit aldrei hvað gerist á stórmóti en okkur sem lið finnst við vera sterkari í dag. Þetta er orðið samheldnara lið og við lærðum af tapinu á móti Íslandi,“ sagði Alli. EM 2016 í Frakklandi HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Sjá meira
Fyrsta stórmót Dele Alli, stjörnuleikmanns Tottenham og enska landsliðsins, endaði á vandræðalegu tapi á móti Íslandi í sextán liða úrslitum EM í Frakklandi 2016. Enska landsliðið tryggði sig inn á HM í Rússlandi með sannfærandi hætti og þar verður pressa á enska landsliðinu að gera miklu betur en á Evrópumótinu. Dele Alli telur að niðurlægingin á móti litla Íslandi fyrir að verða tveimur árum síðar hafi styrkt enska landsliðið fyrir komandi átök á HM í Rússlandi. Hann viðurkennir þó jafnframt að tapið á móti Íslandi hafi verið ein versta stund ferilsins til þessa. Blaðamaður Telegraph ræddi við Dele Alli sem er nú að æfa með enska landsliðnu fyrir vináttulandsleiki í þessari viku. „Evrópukeppnin var ein besta lífsreynslan á ferlinum en einnig ein sú versta á sama tíma. Allt fer þetta samt í reynslubankann og maður lærir af þessu,“ sagði Dele Alli við Telegraph.Dele Alli: Losing to Iceland at Euro 2016 has made us stronger | @Matt_Law_DThttps://t.co/dl4Vk0sMyE — Telegraph Football (@TeleFootball) March 21, 2018 „Það var svo ótrúlega stórt að fá að taka þátt í svona móti fyrir þjóð þína eftir að hafa horft á öll landsliðin í gegnum tíðina í sjónvarpinu. Maður sér alla fánana í gluggum húsanna og veit hvað þetta skiptir þjóðina miklu máli. Það var því risastórt fyrir mig að fá að taka þátt en endirinn var mikil vonbrigði,“ sagði Alli. Íslenskan landsliðið vann það enska 2-1 í Nice í lok júní og sendi ensku stórstjörnurnar heim með skottið á milli lappanna. Ragnar Sigurðsson og Kolbeinn Sigþórsson skoruðu mörkin. „Sem lið þá hefði það verið mun auðveldara að reyna bara að gleyma þessu en það er mikilvægara að við nýtum þessa reynslu til að sjá til þess að þetta gerist ekki aftur. Ég tel að liðið og við leikmennirnir séum sterkari eftir að hafa farið í gegnum svona risa vonbrigði,“ sagði Alli. „Þetta var sorgartími fyrir mig og alla leikmennina. Okkur fannst við hafa brugðist allri þjóðinni og ekki síst okkur sjálfum,“ sagði Alli. „Maður veit aldrei hvað gerist á stórmóti en okkur sem lið finnst við vera sterkari í dag. Þetta er orðið samheldnara lið og við lærðum af tapinu á móti Íslandi,“ sagði Alli.
EM 2016 í Frakklandi HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Sjá meira