„Putin mun nota HM í sumar eins og Hitler notaði Ólympíuleikana 1936“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. mars 2018 08:30 Gianni Infantino, forseti FIFA og Vladimir Putin, forseti Rússlands. Vísir/Getty Utanríkisráðherra Breta, Boris Johnson, líkti Vladimir Putin, forseta Rússlands, við Adolf Hitler í gær og það má búast við því að deilur Breta og Rússa magnist upp enn frekar eftir þessa yfirlýsingu hjá háttsettum ráðamanni í Bretlandi. Heimsmeistarakeppnin í Rússlandi er framundan en þar mun íslenska fótboltalandsliðið taka þátt í fyrsta sinn. Það verður þó engin lognmolla í kringum þetta heimsmeistaramóti á pólítíska sviðinu og ráðamenn þjóða þegar farnir að lýsa því yfir að þeir ætli ekki að mæta til Rússlands í sumar. Boris Johnson, áðurnefndur utanríkisráðherra Breta, hefur verið óhræddur að ráðast á Rússa í orði eftir að í ljós kom að eitrað hafði verið fyrir Sergei Skripal á enskri grundu. Skripal er maður sem hafði njósnað hjá Rússum á árum áður og hafði um tíma setið í fangelsi fyrir það í Rússlandi.Boris Johnson says President Putin will use the 2018 World Cup as a 'PR exercise', similar to how Hitler used the 1936 Olympics https://t.co/GvY2ra7xKVpic.twitter.com/iXf7OzML8h — BBC Sport (@BBCSport) March 21, 2018 Adolf Hitler notaði Ólympíuleikanna í Berlín 1936 sem áróðurstæki en þýski einræðisherran hóf í kjölfarið að yfirtaka löndin í kringum Þýskaland sem endaði með að seinni heimsstyrjöldin hófst þremur árum seinna. Hitler bar ábyrgð á dauða milljóna manna og er eitt mesta illmenni sögunnar. Boris Johnson tók þarna undir orð þingmannsins Ian Austin og sagði það vera fullkomlega rétt hjá honum að segja það að Putin muni nota HM í Rússlandi sumar eins og Hitler notaði Ólympíuleikana 1936. BBC segir frá. Johnson telur líka þörf á því að hefja viðræður strax við Rússa um öryggi breskra stuðningsmanna á HM í Rússlandi í sumar. Talsmaður rússneska sendiráðsins svaraði orðum breska utanríkisráðherrans með því að segja að hann hugsaði ekki skýrt fyrir hatri.UK Foreign Secretary Boris Johnson compares World Cup in Russia to Hitler’s Olympics pic.twitter.com/QdlPyMZhOH — Ruptly (@Ruptly) March 21, 2018 „Aðeins“ 24 þúsund Englendingar sóttu um miða á leiki á HM í Rússlandi sem er lítil tala miðað við það að 94 þúsund vildu fá miða á HM í Brasilíu 2014. „Þetta eru mun færri en áður en það breytir ekki því að við höfum miklar áhyggjur af því hvernig tekið verður á móti okkar fólki,“ sagði Boris Johnson. Bretar brugðust mjög hart við því þegar eitrað var fyrir rússneska njósnararnum Sergei Skripal og dóttir hans með taugaeitri í Bretlandi. Bretar sökuðu Rússa um að standa fyrir árásinni og vísuðu 23 rússneskum erindrekum úr landi. Rússar svöruðu síðan í sömu mynt eða með því að vísa breskum erindrekum úr landi. Sergei Skripal var fangelsaður í Rússlandi árið 2006 fyrir að hafa útvegað leyniþjónustu Bretlands nöfn útsendara Rússa í Evrópu. Hann var leystur úr haldi árið 2010 þegar Bandaríkin og Rússland skiptust á njósnurum sem höfðu verið handsamaðir. Rússar slepptu fjórum njósnurum og Bandaríkin tíu. Rússnesk yfirvöld hafa þvertekið fyrir að eiga nokkra hlutdeild í tilræðinu en Boris Johnson, utanríkisráðherra Breta, hefur áður ýjað að því að England muni mögulega draga sig úr HM í fótbolta. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Fleiri fréttir Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Sjá meira
Utanríkisráðherra Breta, Boris Johnson, líkti Vladimir Putin, forseta Rússlands, við Adolf Hitler í gær og það má búast við því að deilur Breta og Rússa magnist upp enn frekar eftir þessa yfirlýsingu hjá háttsettum ráðamanni í Bretlandi. Heimsmeistarakeppnin í Rússlandi er framundan en þar mun íslenska fótboltalandsliðið taka þátt í fyrsta sinn. Það verður þó engin lognmolla í kringum þetta heimsmeistaramóti á pólítíska sviðinu og ráðamenn þjóða þegar farnir að lýsa því yfir að þeir ætli ekki að mæta til Rússlands í sumar. Boris Johnson, áðurnefndur utanríkisráðherra Breta, hefur verið óhræddur að ráðast á Rússa í orði eftir að í ljós kom að eitrað hafði verið fyrir Sergei Skripal á enskri grundu. Skripal er maður sem hafði njósnað hjá Rússum á árum áður og hafði um tíma setið í fangelsi fyrir það í Rússlandi.Boris Johnson says President Putin will use the 2018 World Cup as a 'PR exercise', similar to how Hitler used the 1936 Olympics https://t.co/GvY2ra7xKVpic.twitter.com/iXf7OzML8h — BBC Sport (@BBCSport) March 21, 2018 Adolf Hitler notaði Ólympíuleikanna í Berlín 1936 sem áróðurstæki en þýski einræðisherran hóf í kjölfarið að yfirtaka löndin í kringum Þýskaland sem endaði með að seinni heimsstyrjöldin hófst þremur árum seinna. Hitler bar ábyrgð á dauða milljóna manna og er eitt mesta illmenni sögunnar. Boris Johnson tók þarna undir orð þingmannsins Ian Austin og sagði það vera fullkomlega rétt hjá honum að segja það að Putin muni nota HM í Rússlandi sumar eins og Hitler notaði Ólympíuleikana 1936. BBC segir frá. Johnson telur líka þörf á því að hefja viðræður strax við Rússa um öryggi breskra stuðningsmanna á HM í Rússlandi í sumar. Talsmaður rússneska sendiráðsins svaraði orðum breska utanríkisráðherrans með því að segja að hann hugsaði ekki skýrt fyrir hatri.UK Foreign Secretary Boris Johnson compares World Cup in Russia to Hitler’s Olympics pic.twitter.com/QdlPyMZhOH — Ruptly (@Ruptly) March 21, 2018 „Aðeins“ 24 þúsund Englendingar sóttu um miða á leiki á HM í Rússlandi sem er lítil tala miðað við það að 94 þúsund vildu fá miða á HM í Brasilíu 2014. „Þetta eru mun færri en áður en það breytir ekki því að við höfum miklar áhyggjur af því hvernig tekið verður á móti okkar fólki,“ sagði Boris Johnson. Bretar brugðust mjög hart við því þegar eitrað var fyrir rússneska njósnararnum Sergei Skripal og dóttir hans með taugaeitri í Bretlandi. Bretar sökuðu Rússa um að standa fyrir árásinni og vísuðu 23 rússneskum erindrekum úr landi. Rússar svöruðu síðan í sömu mynt eða með því að vísa breskum erindrekum úr landi. Sergei Skripal var fangelsaður í Rússlandi árið 2006 fyrir að hafa útvegað leyniþjónustu Bretlands nöfn útsendara Rússa í Evrópu. Hann var leystur úr haldi árið 2010 þegar Bandaríkin og Rússland skiptust á njósnurum sem höfðu verið handsamaðir. Rússar slepptu fjórum njósnurum og Bandaríkin tíu. Rússnesk yfirvöld hafa þvertekið fyrir að eiga nokkra hlutdeild í tilræðinu en Boris Johnson, utanríkisráðherra Breta, hefur áður ýjað að því að England muni mögulega draga sig úr HM í fótbolta.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Fleiri fréttir Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Sjá meira