Alltaf verið að minna hann á hækkandi aldurinn Guðný Hrönn skrifar 22. mars 2018 06:00 Grínistinn Rökkvi Vésteinsson er fertugur í dag en er ekki beint hoppandi kátur með þennan merkilega áfanga. Skemmtikrafturinn og uppistandarinn Rökkvi Vésteinsson fagnar 40 ára afmæli í dag. Hann er ekki mikið afmælisbarn að eigin sögn og ætlar ekki að halda upp á stórafmælið. „Nei, ég ákvað að gera það ekki, ég ætla frekar að reyna að gleyma því að ég sé orðinn svona gamall,“ segir Rökkvi og hlær þegar hann er spurður út í hvort hann ætli ekki að halda afmælisveislu í tilefni dagsins. „Ég meina, ef bíll myndi keyra yfir mig í dag þá myndi koma frétt um að maður á fimmtugsaldri hefði látist. Hugsaðu þér.“ Rökkvi ætlar þó að halda uppistand undir yfirskriftinni Fertugur gamall fauskur reynir að vera fyndinn á laugardaginn sem hann segir vera hálfgert afmælisuppistand. Í uppistandinu mun hann koma inn á hræðslu sína við aldurinn. „Ég verð með uppistand á Akranesi á laugardaginn í Dularfullu búðinni, það má segja að ég sé pínu að halda upp á hvað ég er orðinn gamall með því. Ég ætla meðal annars að segja frá því þegar manni fór að finnast maður gamall fyrst. Það var þegar maður fór að horfa á eftir einhverjum sætum gellum en þær voru allar að ýta á undan sér barnavögnum. Og það eru 20 ár síðan, og þetta verður alltaf verra og verra,“ segir Rökkvi og hlær. „Svo eru núna að koma til mín einhverjir fullorðnir menn og segjast hafa verið aðdáendur einhvers sem ég gerði þegar þeir voru krakkar. Það er alltaf verið að minna mann á aldurinn.“ Spurður út í hvort hann hafi alltaf verið svona hræddur við aldurinn segir Rökkvi: „Ég held að maður reyni bara að hugsa sem minnst út í það. En þegar maður er fertugur grínisti þá fer maður að hugsa með sér hvort maður ætti ekki að fara að hegða sér eins og maður.“ Rökkvi er minna spenntur fyrir þessum tímamótum sem hann stendur á og meira spenntur fyrir helginni. „Akranes er í miklu uppáhaldi hjá mér, Skagamenn hlæja nefnilega bara að öllu, líka hlutum sem flestir myndu bara hneykslast á,“ segir hann kíminn. Birtist í Fréttablaðinu Uppistand Mest lesið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Herra Hnetusmjör og Sara keyptu draumahúsið Lífið Fleiri fréttir Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Sjá meira
Skemmtikrafturinn og uppistandarinn Rökkvi Vésteinsson fagnar 40 ára afmæli í dag. Hann er ekki mikið afmælisbarn að eigin sögn og ætlar ekki að halda upp á stórafmælið. „Nei, ég ákvað að gera það ekki, ég ætla frekar að reyna að gleyma því að ég sé orðinn svona gamall,“ segir Rökkvi og hlær þegar hann er spurður út í hvort hann ætli ekki að halda afmælisveislu í tilefni dagsins. „Ég meina, ef bíll myndi keyra yfir mig í dag þá myndi koma frétt um að maður á fimmtugsaldri hefði látist. Hugsaðu þér.“ Rökkvi ætlar þó að halda uppistand undir yfirskriftinni Fertugur gamall fauskur reynir að vera fyndinn á laugardaginn sem hann segir vera hálfgert afmælisuppistand. Í uppistandinu mun hann koma inn á hræðslu sína við aldurinn. „Ég verð með uppistand á Akranesi á laugardaginn í Dularfullu búðinni, það má segja að ég sé pínu að halda upp á hvað ég er orðinn gamall með því. Ég ætla meðal annars að segja frá því þegar manni fór að finnast maður gamall fyrst. Það var þegar maður fór að horfa á eftir einhverjum sætum gellum en þær voru allar að ýta á undan sér barnavögnum. Og það eru 20 ár síðan, og þetta verður alltaf verra og verra,“ segir Rökkvi og hlær. „Svo eru núna að koma til mín einhverjir fullorðnir menn og segjast hafa verið aðdáendur einhvers sem ég gerði þegar þeir voru krakkar. Það er alltaf verið að minna mann á aldurinn.“ Spurður út í hvort hann hafi alltaf verið svona hræddur við aldurinn segir Rökkvi: „Ég held að maður reyni bara að hugsa sem minnst út í það. En þegar maður er fertugur grínisti þá fer maður að hugsa með sér hvort maður ætti ekki að fara að hegða sér eins og maður.“ Rökkvi er minna spenntur fyrir þessum tímamótum sem hann stendur á og meira spenntur fyrir helginni. „Akranes er í miklu uppáhaldi hjá mér, Skagamenn hlæja nefnilega bara að öllu, líka hlutum sem flestir myndu bara hneykslast á,“ segir hann kíminn.
Birtist í Fréttablaðinu Uppistand Mest lesið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Herra Hnetusmjör og Sara keyptu draumahúsið Lífið Fleiri fréttir Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Sjá meira