Mögulegt að Neyðarlínan taki við rekstri sjúkrabíla Jóhann K. Jóhannsson skrifar 21. mars 2018 19:15 Velferðarráðuneytið á í viðræðum við tvo aðila um yfirtöku og rekstur sjúkrabílaflotans á Íslandi en stjórnvöld slitu nýverið samstarfssamningi um verkefnið við Rauða kross Íslands, sem hefur sinnt því í áratugi. Velferðarráðuneytið og heilbrigðisráðherra telja reksturinn í betri höndum hjá hinu opinbera. Þeir opinberu aðilar sem ráðuneytið hefur átt í viðræðum við, hafa bæði áhuga og getu til þess til þess að taka við rekstri sjúkrabílaflotans á Íslandi en auk þeirra hafa einstakir rekstraraðilar lýst yfir áhuga á að koma með markvissari hætti að rekstrinum. Samkvæmt heimildum fréttastofu er annar þessara aðila Neyðarlínan ohf. sem á og rekur meðal annars neyðarnúmerið Einn-einn-tveir. Frá árinu 1996 hefur fyrirtækið, sem er opinbert einkahlutafélag, séð um flæðistýringu sjúkraflutninga um allt land og innheimtu vegna þeirra í mörg ár. Eigendur Neyðarlínunnar ohf. eru ríkissjóður, Reykjavíkurborg, Landsvirkjun og Orkuveita Reykjavíkur og var málið tekið fyrir á stjórnarfundi hjá fyrirtækinu í dag. Rauði kross Íslands hefur séð um rekstur sjúkrabílaflotans en samningur um reksturinn við ríkið, rann út fyrir þremur árum og síðan þá hefur verið samið til eins mánaðar í einu. Velferðarráðuneytið tók svo ákvörðun um að hætta samstarfinu og vildi gera það í þrepaskiptum áföngum á þremur árum. Rauði krossinn, sem vildi halda samstarfinu og rekstrinum áfram, sá hins vegar ekki hag sinn í að gera það og vill hætt strax og gaf ráðuneytinu mánuð til þess að koma með tillögur að yfirtöku á rekstrinum. Vegna þessa hefur sjúkrabílaflotinn elst hratt og tafir orðið á endurnýjun. Í svari ráðuneytisins við fyrirspurn fréttastofu kemur fram að til séu nægir fjármunir í bílakaupasjóði sem nýttir verða í fyrsta áfanga fyrirhugaðrar endurnýjunar. Unnið sé að gerð útboðsgagna og því hraðað eins og kostur er. Til að tryggja öryggi bílaflotans verður tafarlaust farið í fyrirbyggjandi viðhald eldri bíla þar til nýir bílar verða tilbúnir. Athygli vekur að ríkið hættir áratuga löngu samstarfi við Rauða krossinn án formlegra skýringa, annarra en þeirra að Velferðarráðuneytið og heilbrigðisráðherra telja reksturinn betur kominn í höndum opinberra aðila, rekstri sem Rauði krossinn hefur sinnt í næstum 90 ár.Uppfært klukkan 21:27Í kvöldfréttum Stöðvar 2 kom fram að Neyðarlínan ohf. hafi séð um innheimtu sjúkraflutninga í mörg ár. Jón Brynjar Birgisson, sviðsstjóri innanlandssviðs hjá Rauða krossinum á Íslandi segir það ekki alveg rétt. Hið rétta er að Neyðarlínan safnar saman upplýsingum um þá sem nota þjónustuna og er þeim upplýsingum komið til RKÍ sem sjá alfarið um innheimtu vegna sjúkraflutninga og hafa alltaf gert. Leiðréttist þetta hér með. Tengdar fréttir Rekstur sjúkrabíla á Íslandi í uppnámi Ríkið ákvað að yfirtaka reksturinn. Rauði krossinn hefði viljað halda áfram. 16. mars 2018 18:30 Sjúkraflutningar áfram tryggðir Rauði kross Íslands mun annast sjúkraflutninga áfram á meðan unnið er að finna framtíðar lausn fyrir rekstur þeirra. 17. mars 2018 19:04 Segjast olnbogabarn í kerfinu og vilja ríkisrekstur Formaður Landsambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna segir að einfalda þurfi rekstrarmódel sjúkrabíla á Íslandi. 17. mars 2018 13:46 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa leysi ráðherravesen Flokks Fólksins Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sjá meira
Velferðarráðuneytið á í viðræðum við tvo aðila um yfirtöku og rekstur sjúkrabílaflotans á Íslandi en stjórnvöld slitu nýverið samstarfssamningi um verkefnið við Rauða kross Íslands, sem hefur sinnt því í áratugi. Velferðarráðuneytið og heilbrigðisráðherra telja reksturinn í betri höndum hjá hinu opinbera. Þeir opinberu aðilar sem ráðuneytið hefur átt í viðræðum við, hafa bæði áhuga og getu til þess til þess að taka við rekstri sjúkrabílaflotans á Íslandi en auk þeirra hafa einstakir rekstraraðilar lýst yfir áhuga á að koma með markvissari hætti að rekstrinum. Samkvæmt heimildum fréttastofu er annar þessara aðila Neyðarlínan ohf. sem á og rekur meðal annars neyðarnúmerið Einn-einn-tveir. Frá árinu 1996 hefur fyrirtækið, sem er opinbert einkahlutafélag, séð um flæðistýringu sjúkraflutninga um allt land og innheimtu vegna þeirra í mörg ár. Eigendur Neyðarlínunnar ohf. eru ríkissjóður, Reykjavíkurborg, Landsvirkjun og Orkuveita Reykjavíkur og var málið tekið fyrir á stjórnarfundi hjá fyrirtækinu í dag. Rauði kross Íslands hefur séð um rekstur sjúkrabílaflotans en samningur um reksturinn við ríkið, rann út fyrir þremur árum og síðan þá hefur verið samið til eins mánaðar í einu. Velferðarráðuneytið tók svo ákvörðun um að hætta samstarfinu og vildi gera það í þrepaskiptum áföngum á þremur árum. Rauði krossinn, sem vildi halda samstarfinu og rekstrinum áfram, sá hins vegar ekki hag sinn í að gera það og vill hætt strax og gaf ráðuneytinu mánuð til þess að koma með tillögur að yfirtöku á rekstrinum. Vegna þessa hefur sjúkrabílaflotinn elst hratt og tafir orðið á endurnýjun. Í svari ráðuneytisins við fyrirspurn fréttastofu kemur fram að til séu nægir fjármunir í bílakaupasjóði sem nýttir verða í fyrsta áfanga fyrirhugaðrar endurnýjunar. Unnið sé að gerð útboðsgagna og því hraðað eins og kostur er. Til að tryggja öryggi bílaflotans verður tafarlaust farið í fyrirbyggjandi viðhald eldri bíla þar til nýir bílar verða tilbúnir. Athygli vekur að ríkið hættir áratuga löngu samstarfi við Rauða krossinn án formlegra skýringa, annarra en þeirra að Velferðarráðuneytið og heilbrigðisráðherra telja reksturinn betur kominn í höndum opinberra aðila, rekstri sem Rauði krossinn hefur sinnt í næstum 90 ár.Uppfært klukkan 21:27Í kvöldfréttum Stöðvar 2 kom fram að Neyðarlínan ohf. hafi séð um innheimtu sjúkraflutninga í mörg ár. Jón Brynjar Birgisson, sviðsstjóri innanlandssviðs hjá Rauða krossinum á Íslandi segir það ekki alveg rétt. Hið rétta er að Neyðarlínan safnar saman upplýsingum um þá sem nota þjónustuna og er þeim upplýsingum komið til RKÍ sem sjá alfarið um innheimtu vegna sjúkraflutninga og hafa alltaf gert. Leiðréttist þetta hér með.
Tengdar fréttir Rekstur sjúkrabíla á Íslandi í uppnámi Ríkið ákvað að yfirtaka reksturinn. Rauði krossinn hefði viljað halda áfram. 16. mars 2018 18:30 Sjúkraflutningar áfram tryggðir Rauði kross Íslands mun annast sjúkraflutninga áfram á meðan unnið er að finna framtíðar lausn fyrir rekstur þeirra. 17. mars 2018 19:04 Segjast olnbogabarn í kerfinu og vilja ríkisrekstur Formaður Landsambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna segir að einfalda þurfi rekstrarmódel sjúkrabíla á Íslandi. 17. mars 2018 13:46 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa leysi ráðherravesen Flokks Fólksins Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sjá meira
Rekstur sjúkrabíla á Íslandi í uppnámi Ríkið ákvað að yfirtaka reksturinn. Rauði krossinn hefði viljað halda áfram. 16. mars 2018 18:30
Sjúkraflutningar áfram tryggðir Rauði kross Íslands mun annast sjúkraflutninga áfram á meðan unnið er að finna framtíðar lausn fyrir rekstur þeirra. 17. mars 2018 19:04
Segjast olnbogabarn í kerfinu og vilja ríkisrekstur Formaður Landsambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna segir að einfalda þurfi rekstrarmódel sjúkrabíla á Íslandi. 17. mars 2018 13:46