Átta atvinnukylfingar fá úthlutað úr afrekssjóði kylfinga Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. mars 2018 17:00 Flottur hópur íslenskra kylfinga. Forskot.is Íslenskir kylfingar hafa verið að gera það gott á síðustu árum og þeir eiga líka góðan að í afrekssjóði kylfinga. Nýverið var úthlutað úr Forskoti afrekssjóði kylfinga en alls átta atvinnukylfingar styrk úr sjóðnum að þessu sinni. Þetta er í sjöunda sinn sem íslenskir kylfingar fá úthlutað úr Forskoti afrekssjóði sem var stofnaður árið 2012. Forskot styrkir að þessu sinni fimm karla og þrjár konur. Kylfingarnir sem fá styrk að þessu sinni eru: Andri Þór Björnsson (GR) Axel Bóasson (GK) Birgir Leifur Hafþórsson (GKG) Guðrún Brá Björgvinsdóttir (GK). Guðmundur Ágúst Kristjánsson GR) Haraldur Franklín Magnús (GR) Ólafía Þórunn Kristinsdóttir (GR) Valdís Þóra Jónsdóttir (GL) Aðstandendur sjóðsins segja í frétt á forskot.is að þeir séu ánægðir með að íslenskt afreksgolf hefur verið í stöðugri framför frá stofnun hans. Árið 2018 eru tveir íslenskir atvinnukylfingar, leika á sterkustu mótaröðunum en það eru konurnar Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Valdís Þóra Jónsdóttir. Þetta er annað árið í röð þar sem þær tvær eru á sterkustu atvinnumótaröðunum. Ólafía er með keppnisrétt á LPGA mótaröðinni í Bandaríkjunum og Valdís á LET Evrópumótaröðinni. Birgir Leifur Hafþórsson og Axel Bóasson eru báðir með keppnisrétt á næst sterkustu mótaröð Evrópu, Áskorendamótaröðinni (Challenge Tour). Þetta er í fyrsta sinn sem tveir íslenskir karlar eru með keppnisrétt á þessari mótaröð á sama tíma. Stofnendur Forskots afrekssjóðs eru Eimskip, Valitor, Golfsamband Íslands, Íslandsbanki og Icelandair Group. Vörður tryggingar bættist í hópinn árið 2016 og Bláa Lónið árið 2017. Sjóðurinn hefur frá upphafi haft það að markmiði að styðja við þá kylfinga, atvinnumenn sem og áhugamenn, sem stefna á að komast í fremstu röð í heiminum í golfíþróttinni. Golf Mest lesið Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Álftanes - Tindastóll | Heimamenn í harðindum en gestirnir á góðu skriði Körfubolti Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Íslenskir kylfingar hafa verið að gera það gott á síðustu árum og þeir eiga líka góðan að í afrekssjóði kylfinga. Nýverið var úthlutað úr Forskoti afrekssjóði kylfinga en alls átta atvinnukylfingar styrk úr sjóðnum að þessu sinni. Þetta er í sjöunda sinn sem íslenskir kylfingar fá úthlutað úr Forskoti afrekssjóði sem var stofnaður árið 2012. Forskot styrkir að þessu sinni fimm karla og þrjár konur. Kylfingarnir sem fá styrk að þessu sinni eru: Andri Þór Björnsson (GR) Axel Bóasson (GK) Birgir Leifur Hafþórsson (GKG) Guðrún Brá Björgvinsdóttir (GK). Guðmundur Ágúst Kristjánsson GR) Haraldur Franklín Magnús (GR) Ólafía Þórunn Kristinsdóttir (GR) Valdís Þóra Jónsdóttir (GL) Aðstandendur sjóðsins segja í frétt á forskot.is að þeir séu ánægðir með að íslenskt afreksgolf hefur verið í stöðugri framför frá stofnun hans. Árið 2018 eru tveir íslenskir atvinnukylfingar, leika á sterkustu mótaröðunum en það eru konurnar Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Valdís Þóra Jónsdóttir. Þetta er annað árið í röð þar sem þær tvær eru á sterkustu atvinnumótaröðunum. Ólafía er með keppnisrétt á LPGA mótaröðinni í Bandaríkjunum og Valdís á LET Evrópumótaröðinni. Birgir Leifur Hafþórsson og Axel Bóasson eru báðir með keppnisrétt á næst sterkustu mótaröð Evrópu, Áskorendamótaröðinni (Challenge Tour). Þetta er í fyrsta sinn sem tveir íslenskir karlar eru með keppnisrétt á þessari mótaröð á sama tíma. Stofnendur Forskots afrekssjóðs eru Eimskip, Valitor, Golfsamband Íslands, Íslandsbanki og Icelandair Group. Vörður tryggingar bættist í hópinn árið 2016 og Bláa Lónið árið 2017. Sjóðurinn hefur frá upphafi haft það að markmiði að styðja við þá kylfinga, atvinnumenn sem og áhugamenn, sem stefna á að komast í fremstu röð í heiminum í golfíþróttinni.
Golf Mest lesið Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Álftanes - Tindastóll | Heimamenn í harðindum en gestirnir á góðu skriði Körfubolti Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira