Eric Cantona: Auðmýktin einkennir íslenska landsliðið Tómas Þór Þórðarson skrifar 21. mars 2018 19:45 Auðmýkt einkennir íslenska landsliðið í fótbolta og er lykill að árangri þess segir goðsögnin Eric Cantona, fyrrverandi leikmaður Manchester United. Fjórfaldi Englandsmeistarinn var hér á landi í síðustu viku að taka upp efni fyrir heimildamynd sína sem ber heitið The Kings Road. Hún fjallar um þrjú öðruvísi lið, ef svo má segja, sem keppa á HM í sumar; Perú, Senegal og Ísland. Cantona fór aðrar leiðir og talaði ekki bara við fótboltamenn og þjálfara heldur hitti hann einnig Hafþór Júlíus Björnsson, kraftajötunn, Jón Gnarr, grínista, og Guðna Th. Jóhannesson, forseta lýðveldisins. „Það er margt sem ég hef lært. Ég hef hitt fólk sem kemur frá öðrum heimi. Þetta var frábært. Við lærðum margt, meira en við bjuggumst við,“ segir Cantona í einkaviðtali við íþróttadeild. Markmið Cantona var að reyna að komast í skilning um hvernig í veröldinni 340.000 manna þjóð, sú minnsta í sögu HM, væri svona öflug og á leið á stærsta fótboltamót heims. Það er allavega eitt sem hann segir einkenna strákana okkar og íslensku þjóðina. „Ég tel það vera auðmýktina og hversu mikið þið leggið á ykkur og auðvitað baráttuandinn. Þetta einkennir liðið. Íslenska liðið veit hvað það er. Það veit að það verður að vinna eftir sínu einkenni. Það virðir mótherjann en virðist sig líka fyrst og fremst,“ segir Cantona Franska goðsögnin var mjög hrifinn af fótboltahöllunum sem Íslendingar hafa byggt og segir þær lykilatriði í að halda áfram uppbyggingunni. „Það er verið að vinna í næstu kynslóð líka. Það er búið að fjárfesta miklu í fótboltahallir þannig að fleiri ungir leikmenn eru að koma upp. Hér eru margir góðir þjálfarar sem vinna í komandi kynslóðum. Ísland er með frábært lið í dag en það er líka verið að passa upp á næstu kynslóð,“ segir hann. Cantona naut dvalarinnar á Íslandi og segir ekki sjá fyrir endann á velgengni strákanna okkar. Íslendingar hugsa vel um ungu fótboltakrakkana og það skiptir öllu máli. „Þið eruð með frábært landslið. Það sem hefur verið áhugavert er að reyna að komast að því hvernig ykkur tókst þetta. Ég tel Ísland líka vera að undirbúa allt fyrir komandi kynslóðir. Það sem skiptir öllu máli er að vera við öllu búinn. Ísland tel ég vera tilbúið fyrir komandi ár,“ segir Eric Cantona.Hér fyrir neðan má sjá upptöku með öllu viðtalinu við Cantona. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport „Vorum búnir að vera miklu betri“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Íslenski boltinn „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Fótbolti Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Fleiri fréttir Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Sjá meira
Auðmýkt einkennir íslenska landsliðið í fótbolta og er lykill að árangri þess segir goðsögnin Eric Cantona, fyrrverandi leikmaður Manchester United. Fjórfaldi Englandsmeistarinn var hér á landi í síðustu viku að taka upp efni fyrir heimildamynd sína sem ber heitið The Kings Road. Hún fjallar um þrjú öðruvísi lið, ef svo má segja, sem keppa á HM í sumar; Perú, Senegal og Ísland. Cantona fór aðrar leiðir og talaði ekki bara við fótboltamenn og þjálfara heldur hitti hann einnig Hafþór Júlíus Björnsson, kraftajötunn, Jón Gnarr, grínista, og Guðna Th. Jóhannesson, forseta lýðveldisins. „Það er margt sem ég hef lært. Ég hef hitt fólk sem kemur frá öðrum heimi. Þetta var frábært. Við lærðum margt, meira en við bjuggumst við,“ segir Cantona í einkaviðtali við íþróttadeild. Markmið Cantona var að reyna að komast í skilning um hvernig í veröldinni 340.000 manna þjóð, sú minnsta í sögu HM, væri svona öflug og á leið á stærsta fótboltamót heims. Það er allavega eitt sem hann segir einkenna strákana okkar og íslensku þjóðina. „Ég tel það vera auðmýktina og hversu mikið þið leggið á ykkur og auðvitað baráttuandinn. Þetta einkennir liðið. Íslenska liðið veit hvað það er. Það veit að það verður að vinna eftir sínu einkenni. Það virðir mótherjann en virðist sig líka fyrst og fremst,“ segir Cantona Franska goðsögnin var mjög hrifinn af fótboltahöllunum sem Íslendingar hafa byggt og segir þær lykilatriði í að halda áfram uppbyggingunni. „Það er verið að vinna í næstu kynslóð líka. Það er búið að fjárfesta miklu í fótboltahallir þannig að fleiri ungir leikmenn eru að koma upp. Hér eru margir góðir þjálfarar sem vinna í komandi kynslóðum. Ísland er með frábært lið í dag en það er líka verið að passa upp á næstu kynslóð,“ segir hann. Cantona naut dvalarinnar á Íslandi og segir ekki sjá fyrir endann á velgengni strákanna okkar. Íslendingar hugsa vel um ungu fótboltakrakkana og það skiptir öllu máli. „Þið eruð með frábært landslið. Það sem hefur verið áhugavert er að reyna að komast að því hvernig ykkur tókst þetta. Ég tel Ísland líka vera að undirbúa allt fyrir komandi kynslóðir. Það sem skiptir öllu máli er að vera við öllu búinn. Ísland tel ég vera tilbúið fyrir komandi ár,“ segir Eric Cantona.Hér fyrir neðan má sjá upptöku með öllu viðtalinu við Cantona.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport „Vorum búnir að vera miklu betri“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Íslenski boltinn „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Fótbolti Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Fleiri fréttir Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Sjá meira