Mótmæltu fiskveiðistefnu ESB með brottkasti í Thames Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 21. mars 2018 16:45 Harðlínumenn úr röðum Íhaldsflokksins í Bretlandi hóta nú að setja útgönguferli Bretlands úr Evrópusambandinu í uppnám ef Bretland gengur ekki tafarlaust úr sameiginlegri fiskveiðistefnu Evrópusambandsins. Á mánudaginn tilkynntu þeir David Davis, ráðherra útgöngumála í Bretlandi, og Michel Barnier aðalsamningamaður Evrópusambandsins vegna Brexit, að sátt hefði náðst um svokallaðan umskiptasamning. Þar segir meðal annars að Bretland muni vera áfram innan sameiginlegu fiskveiðistefnu Evrópusambandsins út allt ferlið til ársloka 2020 auk þess sem fiskveiðikvótar Bretlands haldist óbreyttir fram að því. The Guardian greinir frá því að 13 þingmenn Íhaldsflokksins og einn þingmaður Norður Írska Lýðræðislega sambandsflokksins hafa krafið Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, um að hafna umskiptasamningnum. Áður hafði eitt af samningsmarkmiðum Bretlands verið að yfirgefa ætti fiskveiðisamstarfið 30. mars 2019 en í síðustu samningalotu í Brussel gaf breska samninganefndin eftir í þeim efnum. Þingmennirnir mótmæla því harðlega og vilja að staðið verði við fyrri samningsmarkmið.Nigel Farage, fyrrverandi leiðtogi UKIP, mætti á svæðið á trillu og tók þátt í mótmælunum.Vísir/EPAÍ bréfi sem þingmennirnir sendu Theresu May segja þeir að ílengd viðvera í fiskveiðisamstarfinu muni stórskaða breska fiskveiðiflotann og muni auka enn á vanda brothættra strandbyggða. Þingmennirnir þykja hafa nokkra vigt í málinu þar sem Íhaldsflokkurinn þarf að treysta á tíu þingmenn til að eiga meirihluta á þinginu. Þingmennirnir telja að á þessu millibilstímabili fram að útgöngunni í lok árs 2020 muni Bretland hafa jafnvel minni stjórn yfir fiskveiðiauðlindinni heldur en áður. Michael Gove, umhverfisráðherra hefur tekið undir mótmælin og sagt umskiptasamninginn vonbrigði en hann fundaði með Ruth Davidson, leiðtoga skoskra Íhaldsmanna, fyrr í vikunni. Sammæltust þau um nauðsyn þess að Bretland hætti sem fyrst í fiskveiðisamstarfi Evrópusambandsins. Í morgun mótmæltu uppreisnarþingmennirnir ásamt sjómönnum. Sigldu þeir fylktu upp Thames og vörpuðu fiski fyrir borð fyrir framan þinghúsið í London. Með í för var Nigel Farage, fyrrverandi formaður UKIP, og einn forsprakka þeirra sem vilja að Bretland gangi úr Evrópusambandinu. „Fiskveiðar eru einn helsti prófsteinninn í Brexit viðræðunum,“ sagði Farage við tækifærið. „Þau lofuðu að klára ferlið 2019 en nú eru þau að segja með óskýrum hætti að þetta klárist 2021. Satt best að segja held ég að þau hafi ekki kjark í að standa með þeim kjósendum sem kusu með Brexit,“ sagði hann áður en hann sturtaði úr kari fullu af fisk í ána. Brexit Tengdar fréttir Segir að Bretar muni iðrast Brexit Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins telur að sú stund eigi eftir að renna upp þegar Bretar sjá eftir því að hafa gengið úr sambandinu. 13. mars 2018 11:27 Breska ríkisstjórnin hafnar tillögu ESB um Norður-Írland ESB lagði til að Norður-Írland yrði áfram hluti af innri markaði þess eftir Brexit ef engin önnur lausn finnst í viðræðum við Breta. 28. febrúar 2018 14:55 Vilja ekki múr á milli Evrópu og Bretlands eftir Brexit Forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins varaði við því að jafnvel með fríverslunarsamningi yrðu viðskipta Breta og Evrópu erfiðari og dýrari eftir Brexit. 7. mars 2018 14:42 Hefja herferð gegn Brexit Nýr flokkur að franskri fyrirmynd ætlar að reyna að sannfæra breska þingmenn um að kjósa gegn því að Bretar segi skilið við Evrópusambandið. 19. febrúar 2018 18:14 Gagnrýnir utanríkisstefnu ríkisstjórnarinnar vegna Brexit Formaður Viðreisnar segir að Bretar muni í krafti stærðar sinnar leitast við að skara eld að eigin köku í tvíhliða fríverslunarsamningum við útgönguna úr Evrópusambandinu, þar á meðal gagnvart Íslandi. 10. mars 2018 20:45 Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent Fleiri fréttir Árið í sögubækurnar sem eitt það hlýjasta á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Sjá meira
Harðlínumenn úr röðum Íhaldsflokksins í Bretlandi hóta nú að setja útgönguferli Bretlands úr Evrópusambandinu í uppnám ef Bretland gengur ekki tafarlaust úr sameiginlegri fiskveiðistefnu Evrópusambandsins. Á mánudaginn tilkynntu þeir David Davis, ráðherra útgöngumála í Bretlandi, og Michel Barnier aðalsamningamaður Evrópusambandsins vegna Brexit, að sátt hefði náðst um svokallaðan umskiptasamning. Þar segir meðal annars að Bretland muni vera áfram innan sameiginlegu fiskveiðistefnu Evrópusambandsins út allt ferlið til ársloka 2020 auk þess sem fiskveiðikvótar Bretlands haldist óbreyttir fram að því. The Guardian greinir frá því að 13 þingmenn Íhaldsflokksins og einn þingmaður Norður Írska Lýðræðislega sambandsflokksins hafa krafið Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, um að hafna umskiptasamningnum. Áður hafði eitt af samningsmarkmiðum Bretlands verið að yfirgefa ætti fiskveiðisamstarfið 30. mars 2019 en í síðustu samningalotu í Brussel gaf breska samninganefndin eftir í þeim efnum. Þingmennirnir mótmæla því harðlega og vilja að staðið verði við fyrri samningsmarkmið.Nigel Farage, fyrrverandi leiðtogi UKIP, mætti á svæðið á trillu og tók þátt í mótmælunum.Vísir/EPAÍ bréfi sem þingmennirnir sendu Theresu May segja þeir að ílengd viðvera í fiskveiðisamstarfinu muni stórskaða breska fiskveiðiflotann og muni auka enn á vanda brothættra strandbyggða. Þingmennirnir þykja hafa nokkra vigt í málinu þar sem Íhaldsflokkurinn þarf að treysta á tíu þingmenn til að eiga meirihluta á þinginu. Þingmennirnir telja að á þessu millibilstímabili fram að útgöngunni í lok árs 2020 muni Bretland hafa jafnvel minni stjórn yfir fiskveiðiauðlindinni heldur en áður. Michael Gove, umhverfisráðherra hefur tekið undir mótmælin og sagt umskiptasamninginn vonbrigði en hann fundaði með Ruth Davidson, leiðtoga skoskra Íhaldsmanna, fyrr í vikunni. Sammæltust þau um nauðsyn þess að Bretland hætti sem fyrst í fiskveiðisamstarfi Evrópusambandsins. Í morgun mótmæltu uppreisnarþingmennirnir ásamt sjómönnum. Sigldu þeir fylktu upp Thames og vörpuðu fiski fyrir borð fyrir framan þinghúsið í London. Með í för var Nigel Farage, fyrrverandi formaður UKIP, og einn forsprakka þeirra sem vilja að Bretland gangi úr Evrópusambandinu. „Fiskveiðar eru einn helsti prófsteinninn í Brexit viðræðunum,“ sagði Farage við tækifærið. „Þau lofuðu að klára ferlið 2019 en nú eru þau að segja með óskýrum hætti að þetta klárist 2021. Satt best að segja held ég að þau hafi ekki kjark í að standa með þeim kjósendum sem kusu með Brexit,“ sagði hann áður en hann sturtaði úr kari fullu af fisk í ána.
Brexit Tengdar fréttir Segir að Bretar muni iðrast Brexit Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins telur að sú stund eigi eftir að renna upp þegar Bretar sjá eftir því að hafa gengið úr sambandinu. 13. mars 2018 11:27 Breska ríkisstjórnin hafnar tillögu ESB um Norður-Írland ESB lagði til að Norður-Írland yrði áfram hluti af innri markaði þess eftir Brexit ef engin önnur lausn finnst í viðræðum við Breta. 28. febrúar 2018 14:55 Vilja ekki múr á milli Evrópu og Bretlands eftir Brexit Forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins varaði við því að jafnvel með fríverslunarsamningi yrðu viðskipta Breta og Evrópu erfiðari og dýrari eftir Brexit. 7. mars 2018 14:42 Hefja herferð gegn Brexit Nýr flokkur að franskri fyrirmynd ætlar að reyna að sannfæra breska þingmenn um að kjósa gegn því að Bretar segi skilið við Evrópusambandið. 19. febrúar 2018 18:14 Gagnrýnir utanríkisstefnu ríkisstjórnarinnar vegna Brexit Formaður Viðreisnar segir að Bretar muni í krafti stærðar sinnar leitast við að skara eld að eigin köku í tvíhliða fríverslunarsamningum við útgönguna úr Evrópusambandinu, þar á meðal gagnvart Íslandi. 10. mars 2018 20:45 Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent Fleiri fréttir Árið í sögubækurnar sem eitt það hlýjasta á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Sjá meira
Segir að Bretar muni iðrast Brexit Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins telur að sú stund eigi eftir að renna upp þegar Bretar sjá eftir því að hafa gengið úr sambandinu. 13. mars 2018 11:27
Breska ríkisstjórnin hafnar tillögu ESB um Norður-Írland ESB lagði til að Norður-Írland yrði áfram hluti af innri markaði þess eftir Brexit ef engin önnur lausn finnst í viðræðum við Breta. 28. febrúar 2018 14:55
Vilja ekki múr á milli Evrópu og Bretlands eftir Brexit Forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins varaði við því að jafnvel með fríverslunarsamningi yrðu viðskipta Breta og Evrópu erfiðari og dýrari eftir Brexit. 7. mars 2018 14:42
Hefja herferð gegn Brexit Nýr flokkur að franskri fyrirmynd ætlar að reyna að sannfæra breska þingmenn um að kjósa gegn því að Bretar segi skilið við Evrópusambandið. 19. febrúar 2018 18:14
Gagnrýnir utanríkisstefnu ríkisstjórnarinnar vegna Brexit Formaður Viðreisnar segir að Bretar muni í krafti stærðar sinnar leitast við að skara eld að eigin köku í tvíhliða fríverslunarsamningum við útgönguna úr Evrópusambandinu, þar á meðal gagnvart Íslandi. 10. mars 2018 20:45