Stærri Mathöll, gróðurhús og borðtennisbar á meðal hugmynda fyrir nýtt Hlemmtorg Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. mars 2018 11:00 Tillaga DLD land design gerir ráð fyrir miklum gróðri á svæðinu. Mynd/DLD land design Reykjavíkurborg hefur til skoðunar þrjár tillögur um nýtt skipulag á Hlemmtorgi. Þremur arkitektastofum var boðið að skila inn hugmyndum og liggja tillögur þeirra nú fyrir.Í desember á síðasta ári var efnt til svokallaðrar hugmyndaleitar þar sem leitað var eftir hugmyndum um framtíðarútlit í takt við nýja uppbyggingu og starfsemi á svæðinu í kringum Hlemm. Er stefnt að því að þesar hugmyndir leiði til nýs heildarútlits á svæðinu. Er stefnt að því að Hlemmtorg muni „verða að nútíma borgarrými þar sem gangandi, hjólandi og almenningssamgöngum verður gert hátt undir höfði með mannvænum dvalarsvæðum og iðandi borgarumhverfi.“Frá Mathöllinni við Hlemm.Vísir/EyþórArkitekastofurnar Landslag, DLD land design og Mandaworks skiluðu inn tillögum. Í tillögu Landslags er gert ráð fyrir að Hlemmur og nágrenni verði eitt „líflegasta og mikilvægasta borgarrými Reykjavíkur“.Þar er lagt til að biðstöðvar fyrir Borgarlínuna fyrirhuguðu verði á endum svæðisins en með því sé hægt að skapa grundvöll fyrir „iðandi mannlíf á öllu torginu.“Gert er ráð fyrir svæði í miðjunni fyrir sölutjöld eða skýli sem hægt verði að nota í tengslum við árstíðabundna viðburði. Þá er gert ráð fyrir að Mathöllin á Hlemmi geti stækkað.Stærri Mathöll og útisvæði eru á meðal hugmynda Landslags.LandslagTillaga Mandaworks ber yfirskrifina Líflegi Hlemmur. Þar er gert ráð fyrir yfirbyggðum athafnasvæðum og að Mathöllinn stækki um helming, en í tillögu Mandaworks segir að Mathöllin sé helsti styrkleiki svæðisins. Með því að byggja yfir önnnur rými á svæðinu aukist notagildi torgsins og sá tími árs sem hægt er að nýta á almenningssvæðum lengist. Gert er ráð fyrir gróðurhúsi og borðtennisbar á svæðinu auk rýmis þar sem gera megi við reiðhjól.Borðtennisbarinn er í vinstra horninu.Vísir/MandaworksTillaga DLD, sem sjá má efst í fréttinni, gerir einnig ráð fyrir gróðurhúsum, sem og miklum gróðri á torginu. Auk þess sem að gert er ráð fyrir söluskýlum.Tillögur arkitektastofanna þriggja má nálgast á vef Reykjavíkurborgar. Skipulag Tengdar fréttir Leita að hugmyndum um framtíðarútlit Hlemmtorgs Reykjavíkurborg hefur boðið þremur arkitektastofum: Landslagi, DLD land design, og Mandaworks frá Svíþjóð að leggja fram hugmyndir að nýju skipulagi á Hlemmtorgi. 6. desember 2017 14:20 Mathöllin fær að leigja Hlemm á kostakjörum Samkvæmt leigusamningi greiðir Mathöllin á Hlemmi Reykjavíkurborg rétt rúma milljón á mánuði í leigu fyrir gömlu strætóstoppistöðina. Fermetraverðið er því töluvert undir því sem gengur og gerist fyrir verslunarhúsnæði í miðborginni. 24. janúar 2018 05:30 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Sjá meira
Reykjavíkurborg hefur til skoðunar þrjár tillögur um nýtt skipulag á Hlemmtorgi. Þremur arkitektastofum var boðið að skila inn hugmyndum og liggja tillögur þeirra nú fyrir.Í desember á síðasta ári var efnt til svokallaðrar hugmyndaleitar þar sem leitað var eftir hugmyndum um framtíðarútlit í takt við nýja uppbyggingu og starfsemi á svæðinu í kringum Hlemm. Er stefnt að því að þesar hugmyndir leiði til nýs heildarútlits á svæðinu. Er stefnt að því að Hlemmtorg muni „verða að nútíma borgarrými þar sem gangandi, hjólandi og almenningssamgöngum verður gert hátt undir höfði með mannvænum dvalarsvæðum og iðandi borgarumhverfi.“Frá Mathöllinni við Hlemm.Vísir/EyþórArkitekastofurnar Landslag, DLD land design og Mandaworks skiluðu inn tillögum. Í tillögu Landslags er gert ráð fyrir að Hlemmur og nágrenni verði eitt „líflegasta og mikilvægasta borgarrými Reykjavíkur“.Þar er lagt til að biðstöðvar fyrir Borgarlínuna fyrirhuguðu verði á endum svæðisins en með því sé hægt að skapa grundvöll fyrir „iðandi mannlíf á öllu torginu.“Gert er ráð fyrir svæði í miðjunni fyrir sölutjöld eða skýli sem hægt verði að nota í tengslum við árstíðabundna viðburði. Þá er gert ráð fyrir að Mathöllin á Hlemmi geti stækkað.Stærri Mathöll og útisvæði eru á meðal hugmynda Landslags.LandslagTillaga Mandaworks ber yfirskrifina Líflegi Hlemmur. Þar er gert ráð fyrir yfirbyggðum athafnasvæðum og að Mathöllinn stækki um helming, en í tillögu Mandaworks segir að Mathöllin sé helsti styrkleiki svæðisins. Með því að byggja yfir önnnur rými á svæðinu aukist notagildi torgsins og sá tími árs sem hægt er að nýta á almenningssvæðum lengist. Gert er ráð fyrir gróðurhúsi og borðtennisbar á svæðinu auk rýmis þar sem gera megi við reiðhjól.Borðtennisbarinn er í vinstra horninu.Vísir/MandaworksTillaga DLD, sem sjá má efst í fréttinni, gerir einnig ráð fyrir gróðurhúsum, sem og miklum gróðri á torginu. Auk þess sem að gert er ráð fyrir söluskýlum.Tillögur arkitektastofanna þriggja má nálgast á vef Reykjavíkurborgar.
Skipulag Tengdar fréttir Leita að hugmyndum um framtíðarútlit Hlemmtorgs Reykjavíkurborg hefur boðið þremur arkitektastofum: Landslagi, DLD land design, og Mandaworks frá Svíþjóð að leggja fram hugmyndir að nýju skipulagi á Hlemmtorgi. 6. desember 2017 14:20 Mathöllin fær að leigja Hlemm á kostakjörum Samkvæmt leigusamningi greiðir Mathöllin á Hlemmi Reykjavíkurborg rétt rúma milljón á mánuði í leigu fyrir gömlu strætóstoppistöðina. Fermetraverðið er því töluvert undir því sem gengur og gerist fyrir verslunarhúsnæði í miðborginni. 24. janúar 2018 05:30 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Sjá meira
Leita að hugmyndum um framtíðarútlit Hlemmtorgs Reykjavíkurborg hefur boðið þremur arkitektastofum: Landslagi, DLD land design, og Mandaworks frá Svíþjóð að leggja fram hugmyndir að nýju skipulagi á Hlemmtorgi. 6. desember 2017 14:20
Mathöllin fær að leigja Hlemm á kostakjörum Samkvæmt leigusamningi greiðir Mathöllin á Hlemmi Reykjavíkurborg rétt rúma milljón á mánuði í leigu fyrir gömlu strætóstoppistöðina. Fermetraverðið er því töluvert undir því sem gengur og gerist fyrir verslunarhúsnæði í miðborginni. 24. janúar 2018 05:30