Sýndi mótþróa og gekk laus mínútum síðar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. mars 2018 10:28 Sveinn Gestur ásamt verjanda sínum, Þorgils Þorgilssyni, í dómsal. Vísir/Ernir Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að Sveinn Gestur Tryggvason skuli sæta gæsluvarðhaldi þar til dómur gengur í Landsrétti í máli ákæurvaldsins á hendur honum, en þó ekki lengur en til föstudagsins 15. júní. Sveinn Gestur var í héraðsdómi í desember dæmdur til sex ára fangelsisvistar fyrir stórfellda líkamsárás sem leiddi til dauða Arnars Jónssonar Aspar í Mosfellsdal á síðasta ári, Sveinn hefur áfrýjað dómnum til Landsréttar þar sem málið bíður meðferðar. Það er ekki enn komið á dagskrá Landsréttar.Neitaði að koma fyrir dóminn Sveinn Gestur hefur sætt gæsluvarðhaldi frá 8. júní í fyrra og var síðast gert að sæta gæsluvarðhaldi með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur sem kveðinn var upp sama dag og fyrrgreindur dómur. Var gæsluvarðhald markaður tími til 12. mars 2018 klukkan 16 og undi Sveinn þeim úrskurði. Þann 12. mars klukkan 15:45 krafðist saksóknari áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir Sveini Gesti og var verjandi Sveins Gests mættur fyrir hans hönd í héraðsdóm. Dóminum höfðu borist þær upplýsingar að Sveinn hefði sýnt mótþróa þegar færa átti hann fyrir dóminn, hann hefði neitað að koma fyrir dóminn. Óskaði verjandi eftir stuttum fresti til að hægt væri að koma Sveini Gesti úr fangelsinu á Hólmsheiði í héraðsdóm til að vera viðstaddur uppkvaðningu úrskurðarins. Klukkan 16 rann hins vegar gæsluvarðhaldið yfir Sveini Gesti út án þess að það hefði verið framlengt, enda dómari, verjandi og saksóknari í dómsal að bíða komu Sveins Gests.Skapaði aðstæðurnar sjálfur Kemur fram í gögnum að Sveinn Gestur hafi gengið laus í innan við fimm mínútur áður en hann var handtekinn aftur og færður í dómsal þar sem krafan um gæsluvarðhald var tekin fyrir klukkan 17. Var Sveinn Gestur úrskurðaður í gæsluvarðhald þar til dómur í máli hans fellur í Landsrétti, þó ekki síður en 15. júní. Þennan úrskurð kærði verjandi Sveins Gests til Landsréttar á þeirri forsendu að varðhald hefði runnið út án þess að krafa hefði verið sett fram um frekara varðhald. Landsréttur benti á að ástæða þess að krafan hefði ekki verið tekin fyrir hefði verið vegna aðstæðna sem Sveinn Gestur hefði sjálfur skapað. „Þótt sakborningur eigi ávallt rétt til þess að koma fyrir dóm þegar krafist er framlengingar á gæsluvarðhaldi, standa lög ekki til þess að vísa beri frá slíkri kröfu, þegar ekki reynist unnt að kynna hana fyrir sakborningi áður en fyrra gæsluvarðhaldi lýkur vegna ástæðna sem raktar verða til sakbornings sjálfs.“ Var kröfu verjanda hans því hafnað og úrskurðurinn úr héraði staðfestur. Stórfelld líkamsárás í Mosfellsdal Tengdar fréttir Sveinn Gestur gekk laus fyrir mistök Sveinn Gestur Tryggvason, sem dæmdur var í sex ára fangelsi fyrir líkamsárás sem leiddi til dauða Arnars Jónssonar Aspar í Mosfellsdal á síðasta ári, var óvænt sleppt úr haldi í gær. 13. mars 2018 05:56 Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Innlent Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Innlent Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Erlent Enginn Íslendingur í haldi ICE Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Braut húsaleigulög með litavalinu Stefnuræðu frestað til mánudags Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Sjá meira
Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að Sveinn Gestur Tryggvason skuli sæta gæsluvarðhaldi þar til dómur gengur í Landsrétti í máli ákæurvaldsins á hendur honum, en þó ekki lengur en til föstudagsins 15. júní. Sveinn Gestur var í héraðsdómi í desember dæmdur til sex ára fangelsisvistar fyrir stórfellda líkamsárás sem leiddi til dauða Arnars Jónssonar Aspar í Mosfellsdal á síðasta ári, Sveinn hefur áfrýjað dómnum til Landsréttar þar sem málið bíður meðferðar. Það er ekki enn komið á dagskrá Landsréttar.Neitaði að koma fyrir dóminn Sveinn Gestur hefur sætt gæsluvarðhaldi frá 8. júní í fyrra og var síðast gert að sæta gæsluvarðhaldi með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur sem kveðinn var upp sama dag og fyrrgreindur dómur. Var gæsluvarðhald markaður tími til 12. mars 2018 klukkan 16 og undi Sveinn þeim úrskurði. Þann 12. mars klukkan 15:45 krafðist saksóknari áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir Sveini Gesti og var verjandi Sveins Gests mættur fyrir hans hönd í héraðsdóm. Dóminum höfðu borist þær upplýsingar að Sveinn hefði sýnt mótþróa þegar færa átti hann fyrir dóminn, hann hefði neitað að koma fyrir dóminn. Óskaði verjandi eftir stuttum fresti til að hægt væri að koma Sveini Gesti úr fangelsinu á Hólmsheiði í héraðsdóm til að vera viðstaddur uppkvaðningu úrskurðarins. Klukkan 16 rann hins vegar gæsluvarðhaldið yfir Sveini Gesti út án þess að það hefði verið framlengt, enda dómari, verjandi og saksóknari í dómsal að bíða komu Sveins Gests.Skapaði aðstæðurnar sjálfur Kemur fram í gögnum að Sveinn Gestur hafi gengið laus í innan við fimm mínútur áður en hann var handtekinn aftur og færður í dómsal þar sem krafan um gæsluvarðhald var tekin fyrir klukkan 17. Var Sveinn Gestur úrskurðaður í gæsluvarðhald þar til dómur í máli hans fellur í Landsrétti, þó ekki síður en 15. júní. Þennan úrskurð kærði verjandi Sveins Gests til Landsréttar á þeirri forsendu að varðhald hefði runnið út án þess að krafa hefði verið sett fram um frekara varðhald. Landsréttur benti á að ástæða þess að krafan hefði ekki verið tekin fyrir hefði verið vegna aðstæðna sem Sveinn Gestur hefði sjálfur skapað. „Þótt sakborningur eigi ávallt rétt til þess að koma fyrir dóm þegar krafist er framlengingar á gæsluvarðhaldi, standa lög ekki til þess að vísa beri frá slíkri kröfu, þegar ekki reynist unnt að kynna hana fyrir sakborningi áður en fyrra gæsluvarðhaldi lýkur vegna ástæðna sem raktar verða til sakbornings sjálfs.“ Var kröfu verjanda hans því hafnað og úrskurðurinn úr héraði staðfestur.
Stórfelld líkamsárás í Mosfellsdal Tengdar fréttir Sveinn Gestur gekk laus fyrir mistök Sveinn Gestur Tryggvason, sem dæmdur var í sex ára fangelsi fyrir líkamsárás sem leiddi til dauða Arnars Jónssonar Aspar í Mosfellsdal á síðasta ári, var óvænt sleppt úr haldi í gær. 13. mars 2018 05:56 Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Innlent Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Innlent Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Erlent Enginn Íslendingur í haldi ICE Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Braut húsaleigulög með litavalinu Stefnuræðu frestað til mánudags Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Sjá meira
Sveinn Gestur gekk laus fyrir mistök Sveinn Gestur Tryggvason, sem dæmdur var í sex ára fangelsi fyrir líkamsárás sem leiddi til dauða Arnars Jónssonar Aspar í Mosfellsdal á síðasta ári, var óvænt sleppt úr haldi í gær. 13. mars 2018 05:56