„Allir skuli vera jafnir….” Nichole Leigh Mosty skrifar 21. mars 2018 10:02 Fyrir 70 árum, þann 10. desember 1948 var mannréttindalöggjöfin svonefnda samþykkt (The Universal Declaration of Human Rights), eða alhliða mannréttindayfirlýsingin, fyrsta yfirlýsingin af þessu tagi. Síðan var lögð vinna í alþjóðasamningana tvo, þar sem ákvæði hennar voru nánar útfærð, þ.e. alþjóðasamninginn um borgaraleg- og stjórnmálaleg réttindi og alþjóðasamninginn um efnahagsleg-, félagsleg- og menningarleg réttindi. Báðir samningarnir voru samþykktir á Alsherjarþinginu í desember 1966 og gengu í gildi árið 1976 (fullgiltir á Íslandi árið 1979). Réttur til jafnræðis og bann við mismunun er eitt af grundvallarhugtökum alþjóðlegu mannréttindalaganna. Ég deili hér nokkrum greinum úr sáttmálanum sem skýra vel þessi grunvallarhugtök. 1. grein: Allir eru bornir frjálsir og jafnir öðrum að virðingu og réttindum. Allir eru gæddir skynsemi og samvisku og ber að breyta bróðurlega hverjum við annan. 2. grein: Allir eiga kröfu á réttindum þeim og því frelsi sem fólgin eru í yfirlýsingu þessari og skal þar engan greinarmun gera vegna kynþáttar, litarháttar, kynferðis, tungu, trúar, stjórnmálaskoðana eða annarra skoðana, þjóðernis, uppruna, eigna, ætternis eða annarra aðstæðna. Eigi má heldur gera greinarmun á mönnum fyrir sakir stjórnskipulags lands þeirra eða landsvæðis, þjóðréttarstöðu þess eða lögsögu yfir því, hvort sem landið er sjálfstætt ríki, umráðasvæði, sjálfstjórnarlaust eða á annan hátt háð takmörkunum á fullveldi sínu. 3. grein: Allir eiga rétt til lífs, frelsis og mannhelgi. 7. grein: Allir skulu jafnir fyrir lögunum og eiga rétt á jafnri vernd þeirra, án nokkurrar mismununar. Ber öllum jafn réttur til verndar gegn hvers konar mismunun, sem í bága brýtur við yfirlýsingu þessa, svo og gagnvart hvers konar áeggjan til slíkrar mismununar. Í dag, 21. mars er alþjóðleg dagur gegn kynþáttamisrétti (International Day for the Elemination of Racial Discrimination). Í ár er áhersla lögð á að stuðla að umburðarlyndi, samþættingu, samheldni og virðingu fyrir margbreytileika, í þeim tilgangi að sporna gegn kynþáttamisrétti. Frásagnir kvenna af erlendum uppruna sem birtust þjóðinni í tengslum við #MEtoo byltinguna segja okkur að við eigum langt í land að sækja í að standa við okkar alþjóðlegu skuldbindingu fullgilds samnings. Kannski er best að ég taki fram hér að frásagnirnar sem birtust okkur eru bara hluti af fordómunum og þeirri mismunun sem innflytjendur mæta á vinnustaðnum, í kerfum og í íslensku samfélagi almennt. Ég ætla að vera svo djörf að fullyrða hér að fólk sem hingað flytur, sem er með litaða húð, mætir verstu mismununinni og fordómunum og það er ekki einungis sorglegt, það er til skammar. Ég furða mig á þessu í ljósi þess að þegar mannréttindaákvæði stjórnarskrárinnar voru endurskoðuð árið 1995, var almenn jafnréttisregla lögfest, ásamt sérreglu um jafnrétti á grundvelli kynferðis. Hljómar 65. grein stjórnarskrárinnar á eftirfarandi hátt; Allir skuli vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti. Konur og karlar skulu njóta jafns réttar í hvívetna. Svo er það þannig að í almennum lögum má víða finna ákvæði sem stefna að því að vernda jafnrétti. Helst eru það jafnréttislögin nr. 10/2008 og jafnræðisregla stjórnsýsluréttar, sbr. 11. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Jafnframt má víða finna einstök lagaákvæði sem leggja bann við mismunun eða leitast við að tryggja ákveðin réttindi. Við hljótum öll að staldra við hér og spyrja hvað við viljum gera og hvort við viljum ekki koma í veg fyrir fleiri sögur sem lýsa augljósum brotum á okkar alþjóðlegu skuldbindingum, okkar eigin lögum og gildum sem samfélag og þjóð. Við þurfum einnig að spyrja hvað við getum gert til þess að sporna gegn og útrýma mismunun og alvarlegum mannréttindabrotum, sem kynþáttamismunun svo sannarlega er. Við getum öll, hvert og eitt okkar , spornað gegn kynþáttamisrétti, fordómum og umburðarlausum viðhorfum sem eru undirliggjandi í samfélaginu. Stöndum með okkur núna á 70 ára afmæli Alhliða Mannréttindayfirlýsingarinnar. Í tilefni dagsins munum við mæta klukkan 17:00 við Hallgrímskirkju og ganga saman gegn kynþáttamisrétti, -mismunun og -fordómum. Sameinist okkur og standið upp fyrir mannréttindum! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nichole Leigh Mosty Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Fyrir 70 árum, þann 10. desember 1948 var mannréttindalöggjöfin svonefnda samþykkt (The Universal Declaration of Human Rights), eða alhliða mannréttindayfirlýsingin, fyrsta yfirlýsingin af þessu tagi. Síðan var lögð vinna í alþjóðasamningana tvo, þar sem ákvæði hennar voru nánar útfærð, þ.e. alþjóðasamninginn um borgaraleg- og stjórnmálaleg réttindi og alþjóðasamninginn um efnahagsleg-, félagsleg- og menningarleg réttindi. Báðir samningarnir voru samþykktir á Alsherjarþinginu í desember 1966 og gengu í gildi árið 1976 (fullgiltir á Íslandi árið 1979). Réttur til jafnræðis og bann við mismunun er eitt af grundvallarhugtökum alþjóðlegu mannréttindalaganna. Ég deili hér nokkrum greinum úr sáttmálanum sem skýra vel þessi grunvallarhugtök. 1. grein: Allir eru bornir frjálsir og jafnir öðrum að virðingu og réttindum. Allir eru gæddir skynsemi og samvisku og ber að breyta bróðurlega hverjum við annan. 2. grein: Allir eiga kröfu á réttindum þeim og því frelsi sem fólgin eru í yfirlýsingu þessari og skal þar engan greinarmun gera vegna kynþáttar, litarháttar, kynferðis, tungu, trúar, stjórnmálaskoðana eða annarra skoðana, þjóðernis, uppruna, eigna, ætternis eða annarra aðstæðna. Eigi má heldur gera greinarmun á mönnum fyrir sakir stjórnskipulags lands þeirra eða landsvæðis, þjóðréttarstöðu þess eða lögsögu yfir því, hvort sem landið er sjálfstætt ríki, umráðasvæði, sjálfstjórnarlaust eða á annan hátt háð takmörkunum á fullveldi sínu. 3. grein: Allir eiga rétt til lífs, frelsis og mannhelgi. 7. grein: Allir skulu jafnir fyrir lögunum og eiga rétt á jafnri vernd þeirra, án nokkurrar mismununar. Ber öllum jafn réttur til verndar gegn hvers konar mismunun, sem í bága brýtur við yfirlýsingu þessa, svo og gagnvart hvers konar áeggjan til slíkrar mismununar. Í dag, 21. mars er alþjóðleg dagur gegn kynþáttamisrétti (International Day for the Elemination of Racial Discrimination). Í ár er áhersla lögð á að stuðla að umburðarlyndi, samþættingu, samheldni og virðingu fyrir margbreytileika, í þeim tilgangi að sporna gegn kynþáttamisrétti. Frásagnir kvenna af erlendum uppruna sem birtust þjóðinni í tengslum við #MEtoo byltinguna segja okkur að við eigum langt í land að sækja í að standa við okkar alþjóðlegu skuldbindingu fullgilds samnings. Kannski er best að ég taki fram hér að frásagnirnar sem birtust okkur eru bara hluti af fordómunum og þeirri mismunun sem innflytjendur mæta á vinnustaðnum, í kerfum og í íslensku samfélagi almennt. Ég ætla að vera svo djörf að fullyrða hér að fólk sem hingað flytur, sem er með litaða húð, mætir verstu mismununinni og fordómunum og það er ekki einungis sorglegt, það er til skammar. Ég furða mig á þessu í ljósi þess að þegar mannréttindaákvæði stjórnarskrárinnar voru endurskoðuð árið 1995, var almenn jafnréttisregla lögfest, ásamt sérreglu um jafnrétti á grundvelli kynferðis. Hljómar 65. grein stjórnarskrárinnar á eftirfarandi hátt; Allir skuli vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti. Konur og karlar skulu njóta jafns réttar í hvívetna. Svo er það þannig að í almennum lögum má víða finna ákvæði sem stefna að því að vernda jafnrétti. Helst eru það jafnréttislögin nr. 10/2008 og jafnræðisregla stjórnsýsluréttar, sbr. 11. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Jafnframt má víða finna einstök lagaákvæði sem leggja bann við mismunun eða leitast við að tryggja ákveðin réttindi. Við hljótum öll að staldra við hér og spyrja hvað við viljum gera og hvort við viljum ekki koma í veg fyrir fleiri sögur sem lýsa augljósum brotum á okkar alþjóðlegu skuldbindingum, okkar eigin lögum og gildum sem samfélag og þjóð. Við þurfum einnig að spyrja hvað við getum gert til þess að sporna gegn og útrýma mismunun og alvarlegum mannréttindabrotum, sem kynþáttamismunun svo sannarlega er. Við getum öll, hvert og eitt okkar , spornað gegn kynþáttamisrétti, fordómum og umburðarlausum viðhorfum sem eru undirliggjandi í samfélaginu. Stöndum með okkur núna á 70 ára afmæli Alhliða Mannréttindayfirlýsingarinnar. Í tilefni dagsins munum við mæta klukkan 17:00 við Hallgrímskirkju og ganga saman gegn kynþáttamisrétti, -mismunun og -fordómum. Sameinist okkur og standið upp fyrir mannréttindum!
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun