Kolbeinn: Æðislegt að ég eigi enn þann möguleika á að fara á HM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. mars 2018 13:30 Kolbeinn Sigþórsson. Vísir/Getty Kolbeinn Sigþórsson er kominn aftur í íslenska landsliðið en hann er nú staddur í Bandaríkjunum þar sem strákarnir okkar mæta Mexíkó á föstudagskvöldið. Kolbeinn er bjartsýnn á það að komast í HM hóp Íslands í sumar. Kolbeinn Sigþórsson er næst markahæsti landsliðsmaður í sögu Íslands en hann hefur ekki spilað með landsliðinu síðan í júlíbyrjun 2016. Kolbeinn ræddi stöðuna á sér og framhaldið við Elvar Geir Magnússon á vefsíðunni fótbolti.net. „Það hefur verið mikil óvissa um framhaldið hjá mér í marga mánuði. Það voru mörg spurningamerki þegar ég fór aftur út til Nantes í síðasta mánuði. Hvernig höndla ég álagið að byrja æfa með liðinu? Svo náttúrulega stærsta spurningin: Get ég eitthvað lengur? Það kom sjálfum mér pínu á óvart hversu gott standið á mér var, miðað við hvað ég var búinn að vera lengi frá,“ sagði Kolbeinn við fótbolti.net. Það er ljóst á öllu að um tíma var útlitið alls ekki gott. „Fyrir ári síðan, eftir fyrstu aðgerðina, fór ég í læknisskoðun hjá Nantes og hitti aðra lækna. Sumir þeirra sögðu mér að íhuga það alvarlega að leggja skóna á hilluna. Það var að sjálfsögðu ekki auðvelt að heyra það,“ sagði Kolbeinn en Heimir Hallgrímsson valdi hann aftur í landsliðið fyrir þetta verkefni og nú er HM aftur inn í myndinni. „Það er æðislegt að ég eigi enn þann möguleika á að geta farið á HM," segir Kolbeinn. Elvar Geir spurði hann þá hvernig hann meti möguleika sína á því að vera með á HM í Rússlandi í sumar. „Ég met þá bara góða. Aðalatriðið fyrir mig núna er að haldast heill. Það er hætta á að meiðast eftir svona langa fjarveru. Það er mikilvægt að halda mér heilum og passa mig á að það komi ekki bakslag. Þá er ég með tvo og hálfan mánuð til að byggja mig upp og ná að spila mikilvægar mínútur og að sjálfsögðu skora nokkur mörk. Ég ætla að koma mér í liðið hjá Nantes. Það er markmiðið mitt á þessum tímapunkti,“ sagði Kolbeinn í fyrrnefndu viðtali. Kolbeinn segist finna fyrir því að Claudio Ranieri, stjóri Nantes og fyrrum þjálfari Englandsmeistara Leicester, sé að bíða eftir sér. „Já ég finn mikla jákvæðni frá honum í minn garð. Hann hefur sagt mér að hann sé ánægður með það hvernig ég hef verið síðan ég kom aftur. Hann er mjög góður þjálfari og sanngjarn maður. Ef ég held áfram að banka dyrnar þá mun hann vonandi nota mig, ég er bjartsýnn um framhaldið hjá klúbbnum," sagði Kolbeinn en það má síðan sjá allt viðtalið við hann hér. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Fleiri fréttir Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Sjá meira
Kolbeinn Sigþórsson er kominn aftur í íslenska landsliðið en hann er nú staddur í Bandaríkjunum þar sem strákarnir okkar mæta Mexíkó á föstudagskvöldið. Kolbeinn er bjartsýnn á það að komast í HM hóp Íslands í sumar. Kolbeinn Sigþórsson er næst markahæsti landsliðsmaður í sögu Íslands en hann hefur ekki spilað með landsliðinu síðan í júlíbyrjun 2016. Kolbeinn ræddi stöðuna á sér og framhaldið við Elvar Geir Magnússon á vefsíðunni fótbolti.net. „Það hefur verið mikil óvissa um framhaldið hjá mér í marga mánuði. Það voru mörg spurningamerki þegar ég fór aftur út til Nantes í síðasta mánuði. Hvernig höndla ég álagið að byrja æfa með liðinu? Svo náttúrulega stærsta spurningin: Get ég eitthvað lengur? Það kom sjálfum mér pínu á óvart hversu gott standið á mér var, miðað við hvað ég var búinn að vera lengi frá,“ sagði Kolbeinn við fótbolti.net. Það er ljóst á öllu að um tíma var útlitið alls ekki gott. „Fyrir ári síðan, eftir fyrstu aðgerðina, fór ég í læknisskoðun hjá Nantes og hitti aðra lækna. Sumir þeirra sögðu mér að íhuga það alvarlega að leggja skóna á hilluna. Það var að sjálfsögðu ekki auðvelt að heyra það,“ sagði Kolbeinn en Heimir Hallgrímsson valdi hann aftur í landsliðið fyrir þetta verkefni og nú er HM aftur inn í myndinni. „Það er æðislegt að ég eigi enn þann möguleika á að geta farið á HM," segir Kolbeinn. Elvar Geir spurði hann þá hvernig hann meti möguleika sína á því að vera með á HM í Rússlandi í sumar. „Ég met þá bara góða. Aðalatriðið fyrir mig núna er að haldast heill. Það er hætta á að meiðast eftir svona langa fjarveru. Það er mikilvægt að halda mér heilum og passa mig á að það komi ekki bakslag. Þá er ég með tvo og hálfan mánuð til að byggja mig upp og ná að spila mikilvægar mínútur og að sjálfsögðu skora nokkur mörk. Ég ætla að koma mér í liðið hjá Nantes. Það er markmiðið mitt á þessum tímapunkti,“ sagði Kolbeinn í fyrrnefndu viðtali. Kolbeinn segist finna fyrir því að Claudio Ranieri, stjóri Nantes og fyrrum þjálfari Englandsmeistara Leicester, sé að bíða eftir sér. „Já ég finn mikla jákvæðni frá honum í minn garð. Hann hefur sagt mér að hann sé ánægður með það hvernig ég hef verið síðan ég kom aftur. Hann er mjög góður þjálfari og sanngjarn maður. Ef ég held áfram að banka dyrnar þá mun hann vonandi nota mig, ég er bjartsýnn um framhaldið hjá klúbbnum," sagði Kolbeinn en það má síðan sjá allt viðtalið við hann hér.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Fleiri fréttir Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Sjá meira
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti