Biðja leikara The Crown afsökunar Birgir Olgeirsson skrifar 20. mars 2018 16:25 Claire Foy í hlutverki Englandsdrottningar en fyrir aftan hana stendur Matt Smith í hlutverki eiginmanns drottningarinnar. Netflix Framleiðslufyrirtæki Netflix-seríunnar The Crown hefur beðið aðalleikarar fyrstu tveggja þáttaraðanna afsökunar á að hafa gefið upp að karlinn í aðalhlutverki hefði fengið meira borgað en konan í aðalhlutverki. Framleiðslufyrirtækið heitir Left Bank Pictures en það sendi frá sér yfirlýsingu þar sem þau Claire Foy og Matt Smith eru beðin afsökunar á því að hafa verið skilin eftir í fjölmiðlastormi vegna ummæla framleiðendanna.The Crown fjallar um ævi Elísabetar Englandsdrottningar en Claire Foy lék hana í fyrstu tveimur þáttaröðunum. Matt Smith lék Filipus prins eiginmann Englandsdrottningar í þáttunum. Framleiðendur þáttanna sóttu málþing í Jerúsalem í síðustu viku þar sem Suzanne Mackie upplýsti að Foy hefði fengið minna borgað en Smith. Var ástæðan sögð sú að Smith var mun þekktari leikari vegna hlutverks hans í þáttunum Dr Who. Viðbrögðin létu ekki á sér standa og var skorað á Smith að gefa launamismuninn til Time´s Up hreyfingarinnar. Í yfirlýsingunni sem barst fjölmiðlum ytra fyrr í dag segir að framleiðslufyrirtækið beri alla ábyrgð á þessum launamun og er tekið fram að leikararnir hafi ekki vitað af honum. Fyrirtækið segist sýna þessari baráttu fyrir jöfnum launum kynjanna fullan stuðning og muni gera allt sem hægt er til að tryggja að svo verði í framtíðinni. Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Claire Foy fékk minna borgað en mótleikari hennar í The Crown Framleiðendurnir segja frægð Matt Smith hafa átt þátt í því. 13. mars 2018 21:54 Mest lesið Saga sagði já við Sturlu Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Lífið Arnarsson mætti rétt fyrir árslok Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Framleiðslufyrirtæki Netflix-seríunnar The Crown hefur beðið aðalleikarar fyrstu tveggja þáttaraðanna afsökunar á að hafa gefið upp að karlinn í aðalhlutverki hefði fengið meira borgað en konan í aðalhlutverki. Framleiðslufyrirtækið heitir Left Bank Pictures en það sendi frá sér yfirlýsingu þar sem þau Claire Foy og Matt Smith eru beðin afsökunar á því að hafa verið skilin eftir í fjölmiðlastormi vegna ummæla framleiðendanna.The Crown fjallar um ævi Elísabetar Englandsdrottningar en Claire Foy lék hana í fyrstu tveimur þáttaröðunum. Matt Smith lék Filipus prins eiginmann Englandsdrottningar í þáttunum. Framleiðendur þáttanna sóttu málþing í Jerúsalem í síðustu viku þar sem Suzanne Mackie upplýsti að Foy hefði fengið minna borgað en Smith. Var ástæðan sögð sú að Smith var mun þekktari leikari vegna hlutverks hans í þáttunum Dr Who. Viðbrögðin létu ekki á sér standa og var skorað á Smith að gefa launamismuninn til Time´s Up hreyfingarinnar. Í yfirlýsingunni sem barst fjölmiðlum ytra fyrr í dag segir að framleiðslufyrirtækið beri alla ábyrgð á þessum launamun og er tekið fram að leikararnir hafi ekki vitað af honum. Fyrirtækið segist sýna þessari baráttu fyrir jöfnum launum kynjanna fullan stuðning og muni gera allt sem hægt er til að tryggja að svo verði í framtíðinni.
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Claire Foy fékk minna borgað en mótleikari hennar í The Crown Framleiðendurnir segja frægð Matt Smith hafa átt þátt í því. 13. mars 2018 21:54 Mest lesið Saga sagði já við Sturlu Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Lífið Arnarsson mætti rétt fyrir árslok Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Claire Foy fékk minna borgað en mótleikari hennar í The Crown Framleiðendurnir segja frægð Matt Smith hafa átt þátt í því. 13. mars 2018 21:54