Íslendingar eru ekki lengur hamingjusamasta þjóð í heimi Jón Hákon Halldórsson skrifar 20. mars 2018 08:00 Vísbendingar eru um að einmanaleiki sé að aukast. Þeir þættir sem spá helst fyrir um óhamingju eru fjárhagserfiðleikar og einmanaleiki. Í ríki eins og Íslandi getur verið neikvæð fylgni milli hagvaxtar og hamingju. Vísir/Daníel Íslendingar eru ekki lengur hamingjusamasta þjóð í heimi. Þetta eru niðurstöður Alþjóða hamingjurannsóknarinnar, World Happiness Report, fyrir árið 2018. Þar eru Íslendingar í fjórða sæti. Niðurstöður rannsókna á hamingju Íslendinga verða kynntar á málþingi í Hátíðarsal Háskóla Íslands sem haldið er í tilefni af Alþjóðlega hamingjudeginum, sem haldinn er árlega 20. mars. Á málþinginu sem fer fram klukkan hálf eitt í dag verður rætt um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna til ársins 2030 og hvernig þau samræmast áherslum Heilsueflandi samfélags um vellíðan fyrir alla. „Það er ekki mikill munur á okkur og hinum Norðurlöndunum en ástæðan fyrir því að Noregur og Finnland eru komin upp fyrir okkur er að við höfum lækkað. Það er ekki af því að þau hafi hækkað,“ segir Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, sviðstjóri áhrifaþátta heilbrigðis hjá embætti Landlæknis.Dóra Guðrún GuðmundsdóttirDóra segir að verið sé að skoða hvaða þættir það eru sem valdi aukinni vanlíðan, þá sérstaklega meðal ungs fólks. Rannsóknir bendi ítrekað til þess að það sé einkum ungt fólk sem sé ekki eins hamingjusamt og áður. Þó sé ekki hægt að fullyrða að nokkur aldurshópur sé sérstaklega óhamingjusamur. Á fundi með norrænum sérfræðingum um geðheilsu og vellíðan sem fór fram um daginn kom fram að niðurstöður vellíðanarmælinga sýna að líðan ungs fólks á Norðurlöndunum fer almennt versnandi nema í Finnlandi. Nú séu Finnar í fyrsta sinn í fyrsta sæti á World Happiness Report. Dóra Guðrún bendir á að Finnar séu ekki með heimanám og ekki með samræmd próf, en segir þó ekki hægt að fullyrða að það sé ástæða þess að þeir mælist nú efstir. „Við vitum ekki svarið en þetta er hvatning til okkar sem vinnum í lýðheilsustarfi að skoða hvað það er sem orsakar þetta.“ Dóra bendir á að á árunum eftir bankahrun hafi aukin hamingja verið tengd við fleiri samverustundir fjölskyldunnar og minni áherslu á veraldleg gæði. Ekki sé búið að sýna fram á orsakasamhengi á milli hagvaxtar og hamingju en rannsóknir bendi til að þarna kunni að vera neikvæð fylgni á milli í ríku samfélagi eins og á Íslandi. „En þetta er ekki línulegt samband. Það er flóknara en svo. Við vitum nefnilega líka að það er erfitt að eiga ekki í sig og á.“ Dóra Guðrún bendir á að í nýjum Talnabrunni Landlæknis séu vísbendingar um að einmanaleiki sé að aukast. „Þeir þættir sem spá helst fyrir um óhamingju eru fjárhagserfiðleikar og einmanaleiki.“ Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Finnar hamingjusamasta þjóð heims Íslendingar eru fjórða hamingjusamasta þjóðin samkvæmt Heimshamingjuskýrslu Sameinuðu þjóðanna. 15. mars 2018 08:52 Mest lesið „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira
Íslendingar eru ekki lengur hamingjusamasta þjóð í heimi. Þetta eru niðurstöður Alþjóða hamingjurannsóknarinnar, World Happiness Report, fyrir árið 2018. Þar eru Íslendingar í fjórða sæti. Niðurstöður rannsókna á hamingju Íslendinga verða kynntar á málþingi í Hátíðarsal Háskóla Íslands sem haldið er í tilefni af Alþjóðlega hamingjudeginum, sem haldinn er árlega 20. mars. Á málþinginu sem fer fram klukkan hálf eitt í dag verður rætt um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna til ársins 2030 og hvernig þau samræmast áherslum Heilsueflandi samfélags um vellíðan fyrir alla. „Það er ekki mikill munur á okkur og hinum Norðurlöndunum en ástæðan fyrir því að Noregur og Finnland eru komin upp fyrir okkur er að við höfum lækkað. Það er ekki af því að þau hafi hækkað,“ segir Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, sviðstjóri áhrifaþátta heilbrigðis hjá embætti Landlæknis.Dóra Guðrún GuðmundsdóttirDóra segir að verið sé að skoða hvaða þættir það eru sem valdi aukinni vanlíðan, þá sérstaklega meðal ungs fólks. Rannsóknir bendi ítrekað til þess að það sé einkum ungt fólk sem sé ekki eins hamingjusamt og áður. Þó sé ekki hægt að fullyrða að nokkur aldurshópur sé sérstaklega óhamingjusamur. Á fundi með norrænum sérfræðingum um geðheilsu og vellíðan sem fór fram um daginn kom fram að niðurstöður vellíðanarmælinga sýna að líðan ungs fólks á Norðurlöndunum fer almennt versnandi nema í Finnlandi. Nú séu Finnar í fyrsta sinn í fyrsta sæti á World Happiness Report. Dóra Guðrún bendir á að Finnar séu ekki með heimanám og ekki með samræmd próf, en segir þó ekki hægt að fullyrða að það sé ástæða þess að þeir mælist nú efstir. „Við vitum ekki svarið en þetta er hvatning til okkar sem vinnum í lýðheilsustarfi að skoða hvað það er sem orsakar þetta.“ Dóra bendir á að á árunum eftir bankahrun hafi aukin hamingja verið tengd við fleiri samverustundir fjölskyldunnar og minni áherslu á veraldleg gæði. Ekki sé búið að sýna fram á orsakasamhengi á milli hagvaxtar og hamingju en rannsóknir bendi til að þarna kunni að vera neikvæð fylgni á milli í ríku samfélagi eins og á Íslandi. „En þetta er ekki línulegt samband. Það er flóknara en svo. Við vitum nefnilega líka að það er erfitt að eiga ekki í sig og á.“ Dóra Guðrún bendir á að í nýjum Talnabrunni Landlæknis séu vísbendingar um að einmanaleiki sé að aukast. „Þeir þættir sem spá helst fyrir um óhamingju eru fjárhagserfiðleikar og einmanaleiki.“
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Finnar hamingjusamasta þjóð heims Íslendingar eru fjórða hamingjusamasta þjóðin samkvæmt Heimshamingjuskýrslu Sameinuðu þjóðanna. 15. mars 2018 08:52 Mest lesið „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira
Finnar hamingjusamasta þjóð heims Íslendingar eru fjórða hamingjusamasta þjóðin samkvæmt Heimshamingjuskýrslu Sameinuðu þjóðanna. 15. mars 2018 08:52