Segir hækkunina langt frá því að vera næga kjarabót fyrir stúdenta Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 31. mars 2018 13:00 Flóttafólk mun öðlast rétt á námslánum hjá LÍN samkvæmt nýjum úthlutunarreglum sjóðsins. Þá verður framfærslugrunnur námsmanna innanlands hækkaður í 96% en fulltrúi stúdenta í stjórn lánasjóðsins segir hækkunina vera langt frá því að vera næga kjarabót fyrir stúdenta.Sjá einnig: Framfærslugrunnur LÍN hækkar og flóttafólk öðlast rétt á námslánumMenntamálaráðuneytið birti nýjar úthlutunarreglur Lánasjóðs íslenskra námsmanna fyrir námsárið 2018-2019 í dag. Með breytingunum eiga einstaklingar sem njóta alþjóðlegrar verndar eða hafa dvalarleyfi á Íslandi vegna mannúðarsjónarmiða, nú rétt á námslánum hjá LÍN. Er það þeim skilyrðum háð aðviðkomandi sé kominn til landsins og að staðfesting Útlendingastofnunar á réttarstöðu þeirra eða dvalarleyfi liggi fyrir.Ekki eins mikil kjarabót og óskað var eftir Þá hækkar framfærslugrunnur námsmanna innanlands úr 92% af reiknaðri framfærslu í 96%. Þannig er ráðgert að ráðstöfunartekjur námsmanna standi aðeins undir 4% af reiknaðri framfærsluþörf þeirra á námstímanum í stað 8% áður að því er fram kemur í tilkynningu frá ráðuneytinu. Ragnar Auðun Árnason situr í Stjórn LÍN sem fulltrúi Stúdentaráðs Háskóla Íslands. „Það er náttúrlega mjög gott að það sé verið að breyta námslánunum eitthvað en þetta er ekki eins mikil kjarabót og við hefðum óskað okkur, við fulltrúar stúdenta í stjórn LÍN sem og bara stúdentahreyfingarnar yfir höfuð. Og þó svo það sé verið að hækka framfærslugrunninn um 4% þá er það ekki almennileg kjarabót fyrir stúdenta,“ segir Ragnar.Fagnar því er snýr að flóttafólki Stúdentar vilji að framfærslugrunnurinn verði hækkaður í 100% auk þess sem hann gerir athugasemd við að frítekjumarkið hafi haldist óbreytt í 930.000 krónum í nokkur ár, á sama tíma og laun hafi hækkað í landinu. Ragnar fagnar þó þeim breytingum er snúa að veitingu námslána til flóttafólks en sú breyting sé meðal þeirra umbóta á lánasjóðskerfinu sem stúdentar hafi kallað eftir. „Við ræddum það að þetta ætti að vera möguleiki fyrir flóttafólk sem kemur til landsins og á erfitt með að fóta sig í samfélaginu að þá gæti LÍN verið einn kostur fyrir þau en þetta er náttúrlega bara eitt af mörgu sem að við höfum bent á að væri hægt að breyta í úthlutunarreglum,“ segir Ragnar. Mikilvægt og jákvætt skref LÍS – Landssamtök íslenskra stúdenta fagnar því jafnframt að með nýjum úthlutunarreglum öðlist flóttafólk rétt á námslánum hjá LÍN. „Þetta er mjög mikilvægt og jákvætt skref í átt að því að gæta þess að aðgengi þeirra að háskólanámi sé tryggt,” segir í tilkynningu frá samtökunum. Þá sé einnig skref í rétta átt að framfærslan hækki úr 92% í 96% af reiknaðri framfærsluþörf. „Þó hafa LÍS talað fyrir því að hún sé hækkuð í að minnsta kosti 100% enda ekki ásættanlegt að stúdentar standi undir reiknaðri framfærsluþörf. Þá krefjast LÍS einnig að markvisst sé unnið að því að hækka framfærslu í samræmi við framfærslu annarra samfélagshópa eða lágmarkslaun,” segir ennfremur. Samtökin koma til með að rýna betur í nýjar úthlutunarreglur og má vænta ýtarlegrar umsagnar í dag eða fyrramálið.” Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Leggja til skattaafslátt á móti afborgunum af námslánum Lántakar hjá LÍN munu geta nýtt sér sérstakan skattaafslátt fyrir að greiða af námslánum sínum verði nýtt frumvarp Viðreisnar að veruleika. Aðalflutningsmaður frumvarpsins segir markmiðið að auka heimtur hjá lánasjóðnum og bæta stöðu þeirra sem sækja sér langt háskólanám. 18. mars 2018 13:15 Framfærslugrunnur LÍN hækkar og flóttafólk öðlast rétt á námslánum Lilja Alfreðsdóttir staðfesti úthlutunarreglur sjóðsins. 31. mars 2018 10:30 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Erlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Sjá meira
Flóttafólk mun öðlast rétt á námslánum hjá LÍN samkvæmt nýjum úthlutunarreglum sjóðsins. Þá verður framfærslugrunnur námsmanna innanlands hækkaður í 96% en fulltrúi stúdenta í stjórn lánasjóðsins segir hækkunina vera langt frá því að vera næga kjarabót fyrir stúdenta.Sjá einnig: Framfærslugrunnur LÍN hækkar og flóttafólk öðlast rétt á námslánumMenntamálaráðuneytið birti nýjar úthlutunarreglur Lánasjóðs íslenskra námsmanna fyrir námsárið 2018-2019 í dag. Með breytingunum eiga einstaklingar sem njóta alþjóðlegrar verndar eða hafa dvalarleyfi á Íslandi vegna mannúðarsjónarmiða, nú rétt á námslánum hjá LÍN. Er það þeim skilyrðum háð aðviðkomandi sé kominn til landsins og að staðfesting Útlendingastofnunar á réttarstöðu þeirra eða dvalarleyfi liggi fyrir.Ekki eins mikil kjarabót og óskað var eftir Þá hækkar framfærslugrunnur námsmanna innanlands úr 92% af reiknaðri framfærslu í 96%. Þannig er ráðgert að ráðstöfunartekjur námsmanna standi aðeins undir 4% af reiknaðri framfærsluþörf þeirra á námstímanum í stað 8% áður að því er fram kemur í tilkynningu frá ráðuneytinu. Ragnar Auðun Árnason situr í Stjórn LÍN sem fulltrúi Stúdentaráðs Háskóla Íslands. „Það er náttúrlega mjög gott að það sé verið að breyta námslánunum eitthvað en þetta er ekki eins mikil kjarabót og við hefðum óskað okkur, við fulltrúar stúdenta í stjórn LÍN sem og bara stúdentahreyfingarnar yfir höfuð. Og þó svo það sé verið að hækka framfærslugrunninn um 4% þá er það ekki almennileg kjarabót fyrir stúdenta,“ segir Ragnar.Fagnar því er snýr að flóttafólki Stúdentar vilji að framfærslugrunnurinn verði hækkaður í 100% auk þess sem hann gerir athugasemd við að frítekjumarkið hafi haldist óbreytt í 930.000 krónum í nokkur ár, á sama tíma og laun hafi hækkað í landinu. Ragnar fagnar þó þeim breytingum er snúa að veitingu námslána til flóttafólks en sú breyting sé meðal þeirra umbóta á lánasjóðskerfinu sem stúdentar hafi kallað eftir. „Við ræddum það að þetta ætti að vera möguleiki fyrir flóttafólk sem kemur til landsins og á erfitt með að fóta sig í samfélaginu að þá gæti LÍN verið einn kostur fyrir þau en þetta er náttúrlega bara eitt af mörgu sem að við höfum bent á að væri hægt að breyta í úthlutunarreglum,“ segir Ragnar. Mikilvægt og jákvætt skref LÍS – Landssamtök íslenskra stúdenta fagnar því jafnframt að með nýjum úthlutunarreglum öðlist flóttafólk rétt á námslánum hjá LÍN. „Þetta er mjög mikilvægt og jákvætt skref í átt að því að gæta þess að aðgengi þeirra að háskólanámi sé tryggt,” segir í tilkynningu frá samtökunum. Þá sé einnig skref í rétta átt að framfærslan hækki úr 92% í 96% af reiknaðri framfærsluþörf. „Þó hafa LÍS talað fyrir því að hún sé hækkuð í að minnsta kosti 100% enda ekki ásættanlegt að stúdentar standi undir reiknaðri framfærsluþörf. Þá krefjast LÍS einnig að markvisst sé unnið að því að hækka framfærslu í samræmi við framfærslu annarra samfélagshópa eða lágmarkslaun,” segir ennfremur. Samtökin koma til með að rýna betur í nýjar úthlutunarreglur og má vænta ýtarlegrar umsagnar í dag eða fyrramálið.”
Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Leggja til skattaafslátt á móti afborgunum af námslánum Lántakar hjá LÍN munu geta nýtt sér sérstakan skattaafslátt fyrir að greiða af námslánum sínum verði nýtt frumvarp Viðreisnar að veruleika. Aðalflutningsmaður frumvarpsins segir markmiðið að auka heimtur hjá lánasjóðnum og bæta stöðu þeirra sem sækja sér langt háskólanám. 18. mars 2018 13:15 Framfærslugrunnur LÍN hækkar og flóttafólk öðlast rétt á námslánum Lilja Alfreðsdóttir staðfesti úthlutunarreglur sjóðsins. 31. mars 2018 10:30 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Erlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Sjá meira
Leggja til skattaafslátt á móti afborgunum af námslánum Lántakar hjá LÍN munu geta nýtt sér sérstakan skattaafslátt fyrir að greiða af námslánum sínum verði nýtt frumvarp Viðreisnar að veruleika. Aðalflutningsmaður frumvarpsins segir markmiðið að auka heimtur hjá lánasjóðnum og bæta stöðu þeirra sem sækja sér langt háskólanám. 18. mars 2018 13:15
Framfærslugrunnur LÍN hækkar og flóttafólk öðlast rétt á námslánum Lilja Alfreðsdóttir staðfesti úthlutunarreglur sjóðsins. 31. mars 2018 10:30