Staðan í borginni Guðmundur Steingrímsson skrifar 31. mars 2018 09:45 Ég get ekki sagt að ég sé brjálaður yfir neinu sérstöku í Reykjavík. Í aðdraganda borgarstjórnarkosninga hefur maður svolítið verið að skoða hug sinn og velta fyrir sér hvaða mál það eru sem brenna á manni. Það sem ég hef einkum komist að er það, að ég er alla vega ekki brjálaður yfir málum sem margir aðrir virðast brjálaðir yfir. Fínn veggur Ég segi kannski ekki að fólk sé snælduvitlaust. En það eru stór orð látin falla og ég er ekki alltaf að tengja. Kári Stefánsson er til dæmis reiður út af veggnum við Klambratún og skrifaði um það harðorða grein hér í blaðinu á dögunum. Mér er fyrirmunað að láta þennan vegg fara í taugarnar á mér. Mér finnst þetta fínn veggur. Hann aðskilur túnið, útivistarsvæðið, frá bílaumferðinni. Að líkja Degi við Donald Trump út af þessum vegg finnst mér hlægilega ofsafengið. Svo eru aðrir brjálaðir yfir ferðamönnunum í miðbænum. Ég er mjög ánægður með þá. Reykjavík er svo margfalt skemmtilegri borg að mínu mati eftir að ferðamenn fóru að setja svip sinn á miðbæinn. Að fara niður í miðbæ á laugardegi er nánast eins og að fara til útlanda. Mér finnst það frábært. Ódýr leið til að fara til útlanda. Stóru málin Þó nokkuð af fólki er brjálað yfir því að áformað skuli að spítalinn skuli vaxa og byggjast upp á þeim stað þar sem hann er núna. Það vill hafa hann annars staðar. Hér er ég ekki með á nótunum. Mér finnst fullt af góðum rökum mæla með núverandi staðsetningu. Almennt séð finnst mér það líka góð stefna að reyna að hafa stóra vinnustaði í nálægð við svæði þar sem flestir búa. Það er umhverfisvænt. Svo finnst mér líka auðveldara að treysta staðarvali sem er fengið með ígrundaðri skoðun margra kosta — eins og búið er að gera nokkrum sinnum — heldur en staðarvali sem virðist í mesta lagi byggt á kroti besserwissers á servíettu. Þétt byggð er minn bolli af te. Kem ég þá auðvitað að máli málanna, deiluefninu sem virðist gera fólk raunverulega snælduvitlaust. Ég hef orðið vitni að fundum leysast upp í skæting og dólgslæti út af því máli. Fólk froðufellir. Hér á ég að sjálfsögðu við Reykjavíkurflugvöll. Mér finnst það sallafín hugmynd að byggja frekar íbúðir og hafa fagurt mannlíf með alls konar atvinnulífi og afþreyingu á þeim stað þar sem hann er núna. Ég er því ekki brjálaður yfir því að hann eigi að fara. Eitt og annað Er ég þá bara sáttur? Nei, ekki alveg. Eitt og annað myndi ég vilja sjá lagað. Mér finnst að þjónusta við fólk sem vill endurvinna meira og flokka rusl megi vera betri. Mér finnst fjölbreytni í tómstundastarfi fyrir börn og unglinga mega vera mun meiri. Það mætti koma með fleiri valkosti við allar þessar keppnisíþróttir. Mér finnst líka sorglegt að bernska barna líði hjá án þess að þau komist lengra en á biðlista eftir listnámi, eins og tónlist og myndlist. Svo fannst mér ekki ánægjulegt að eiga viðskipti við skrifstofu Skipulagssviðs þegar við hjónin fórum í endurbætur á húsinu okkar. Þjónustulundin og sveigjanleikinn gagnvart íbúum borgarinnar, sem vilja leggja vinnu á sig við að gera húsin sín fallegri eða jafnvel byggja ný, mætti vera töluvert meiri. Svo fannst mér það líka arfaslakt þegar lítill, sætur veitingastaður í hverfinu okkar fékk ekki leyfi frá borginni til að selja rautt og hvítt til klukkan ellefu á kvöldin. Það fer í taugarnar á mér. Að öðru leyti er ég bara nokkuð góður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Steingrímsson Mest lesið Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Sjá meira
Ég get ekki sagt að ég sé brjálaður yfir neinu sérstöku í Reykjavík. Í aðdraganda borgarstjórnarkosninga hefur maður svolítið verið að skoða hug sinn og velta fyrir sér hvaða mál það eru sem brenna á manni. Það sem ég hef einkum komist að er það, að ég er alla vega ekki brjálaður yfir málum sem margir aðrir virðast brjálaðir yfir. Fínn veggur Ég segi kannski ekki að fólk sé snælduvitlaust. En það eru stór orð látin falla og ég er ekki alltaf að tengja. Kári Stefánsson er til dæmis reiður út af veggnum við Klambratún og skrifaði um það harðorða grein hér í blaðinu á dögunum. Mér er fyrirmunað að láta þennan vegg fara í taugarnar á mér. Mér finnst þetta fínn veggur. Hann aðskilur túnið, útivistarsvæðið, frá bílaumferðinni. Að líkja Degi við Donald Trump út af þessum vegg finnst mér hlægilega ofsafengið. Svo eru aðrir brjálaðir yfir ferðamönnunum í miðbænum. Ég er mjög ánægður með þá. Reykjavík er svo margfalt skemmtilegri borg að mínu mati eftir að ferðamenn fóru að setja svip sinn á miðbæinn. Að fara niður í miðbæ á laugardegi er nánast eins og að fara til útlanda. Mér finnst það frábært. Ódýr leið til að fara til útlanda. Stóru málin Þó nokkuð af fólki er brjálað yfir því að áformað skuli að spítalinn skuli vaxa og byggjast upp á þeim stað þar sem hann er núna. Það vill hafa hann annars staðar. Hér er ég ekki með á nótunum. Mér finnst fullt af góðum rökum mæla með núverandi staðsetningu. Almennt séð finnst mér það líka góð stefna að reyna að hafa stóra vinnustaði í nálægð við svæði þar sem flestir búa. Það er umhverfisvænt. Svo finnst mér líka auðveldara að treysta staðarvali sem er fengið með ígrundaðri skoðun margra kosta — eins og búið er að gera nokkrum sinnum — heldur en staðarvali sem virðist í mesta lagi byggt á kroti besserwissers á servíettu. Þétt byggð er minn bolli af te. Kem ég þá auðvitað að máli málanna, deiluefninu sem virðist gera fólk raunverulega snælduvitlaust. Ég hef orðið vitni að fundum leysast upp í skæting og dólgslæti út af því máli. Fólk froðufellir. Hér á ég að sjálfsögðu við Reykjavíkurflugvöll. Mér finnst það sallafín hugmynd að byggja frekar íbúðir og hafa fagurt mannlíf með alls konar atvinnulífi og afþreyingu á þeim stað þar sem hann er núna. Ég er því ekki brjálaður yfir því að hann eigi að fara. Eitt og annað Er ég þá bara sáttur? Nei, ekki alveg. Eitt og annað myndi ég vilja sjá lagað. Mér finnst að þjónusta við fólk sem vill endurvinna meira og flokka rusl megi vera betri. Mér finnst fjölbreytni í tómstundastarfi fyrir börn og unglinga mega vera mun meiri. Það mætti koma með fleiri valkosti við allar þessar keppnisíþróttir. Mér finnst líka sorglegt að bernska barna líði hjá án þess að þau komist lengra en á biðlista eftir listnámi, eins og tónlist og myndlist. Svo fannst mér ekki ánægjulegt að eiga viðskipti við skrifstofu Skipulagssviðs þegar við hjónin fórum í endurbætur á húsinu okkar. Þjónustulundin og sveigjanleikinn gagnvart íbúum borgarinnar, sem vilja leggja vinnu á sig við að gera húsin sín fallegri eða jafnvel byggja ný, mætti vera töluvert meiri. Svo fannst mér það líka arfaslakt þegar lítill, sætur veitingastaður í hverfinu okkar fékk ekki leyfi frá borginni til að selja rautt og hvítt til klukkan ellefu á kvöldin. Það fer í taugarnar á mér. Að öðru leyti er ég bara nokkuð góður.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun