NBA: Nýliði í svaka stuði þegar Utah Jazz tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. apríl 2018 07:30 Donovan Mitchell. Vísir/AP Utah Jazz varð í nótt fjórða liðið úr Vesturdeildinni til þess að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni í ár en gríðarlega spenna er í baráttunni um fjögur síðustu sætin í lokaleikjum deildarkeppninnar. Philadelphia 76ers vann sinn fjórtánda leik í röð og verður því með heimavallarrétt í fyrstu umferð úrslitakeppninnar.Nýliðinn Donovan Mitchell skoraði 28 stig fyrir Utah Jazz þegar liðið tryggði sér sæti í úrslitakeppninni með 112-97 sigri á Los Angeles Lakers. Þrátt fyrir að lítið sé eftir af deildarkeppninni þá er Utah liðið aðeins það fjórða úr Vesturdeildinni sem nær þessu takmarki. Fimm lið hafa unnið á bilinu 45 til 46 sigra í vetur og berjast því um síðustu fjögur sætin fram á lokadag en deildarkeppninni lýkur á miðvikudagskvöldið. Donovan Mitchell var einnig með 9 fráköst og 8 stoðsendingar en Joe Ingles bætti við 22 stigum og 10 stoðsendingum og Jae Crowder var með 18 stig. Josh Hart var með 25 stig fyrir Lakers liðið sem hefur tapað sex af síðustu átta leikjum sínum.J.J. Redick var stigahæstur með 18 stig þegar Philadelphia 76ers vann sinn fjórtánda leik í röð og jafnaði félagsmetið. Að þessu sinni vann liðið 109-97 sigur á Dallas Mavericks og tryggði sér með því heimavallarrétt í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Ben Simmons bætti við 16 stigum, 9 stoðsendingum og 7 fráköstum og Robert Covington var með 15 stig og 10 fráköst. Sixers liðið hefur nú unnið 50 af 80 leikjum sínum en fyrir tveimur árum vann liðið aðeins 10 af 82 leikjum. Þetta er fyrsti 50 sigra tímabil félagsins frá því veturinn 2000-01 þegar Allen Iverson leiddi liðið alla leið inn í lokaúrslitin. Eina Sixers liðið sem hefur unnið fjórtán leiki í röð var liðið með Dr. J og Moses Malone tímabilið 1982-83 en það lið varð meistari. Klay Thompson skoraði 22 af 34 stigum sínum í fyrsta leikhlutanum þeagr Golden State Warriors vann 117-100 útisigur á Phoenix Suns. Þetta var fimmtándi leikurinn í röð sem Golden State vinnur Phoenix. Kevin Durant var með 17 stig og 9 stoðsendingar.Taurean Prince var með 33 stig þegar Atlanta Hawks vann 112-106 sigur á Boston Celtics en tapið skipti ekki máli því Boston er búið að tryggja sér annað sætið í Austurdeildinni. Brad Stevens, þjálfari Boston, frysti þá Al Horford, Jayson Tatum, Jaylen Brown og Terry Rozier alla á bekknum í fjórða leikhlutanum en þetta var þriðja tap Celtics liðsins í síðustu fjórum leikjum. Jayson Tatum var stigahæstur með 19 stig en Rozier vantaði aðeins 1 stoðsendingu og 2 fráköst í þrennuna.C.J. Miles skoraði 22 stig og OG Anunoby var með 21 stig þegar besta liðið í Austurdeildinni, Toronto Raptors, vann sinn 58. leik á tímabilinu og bætti með því félagsmetið. Liðið var þegar búið að tryggja sér efsta sætið í Austurdeildinni og þeir DeMar DeRozan og Jonas Valanciunas fengu báðir frí í þessum 112-101 sigri á Orlando Magic.Domantas Sabonis skoraði 30 stig og bætti við 27 stigum þegar Indiana Pacers vann 123-117 sigur á Charlotte Hornets. Lance Stephenson var síðan með 10 fráköst, 10 stoðsendingar og 8 stig í sjöunda sigri Indiana í síðustu níu leikjum.Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Phoenix Suns - Golden State Warriors 100-117 Los Angeles Lakers - Utah Jazz 97-112 Toronto Raptors - Orlando Magic 112-101 Memphis Grizzlies - Detroit Pistons 130-117 Boston Celtics - Atlanta Hawks 106-112 Charlotte Hornets - Indiana Pacers 117-123 Philadelphia 76ers - Dallas Mavericks 109-97 NBA Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Fótbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Körfubolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fleiri fréttir „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Sjá meira
Utah Jazz varð í nótt fjórða liðið úr Vesturdeildinni til þess að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni í ár en gríðarlega spenna er í baráttunni um fjögur síðustu sætin í lokaleikjum deildarkeppninnar. Philadelphia 76ers vann sinn fjórtánda leik í röð og verður því með heimavallarrétt í fyrstu umferð úrslitakeppninnar.Nýliðinn Donovan Mitchell skoraði 28 stig fyrir Utah Jazz þegar liðið tryggði sér sæti í úrslitakeppninni með 112-97 sigri á Los Angeles Lakers. Þrátt fyrir að lítið sé eftir af deildarkeppninni þá er Utah liðið aðeins það fjórða úr Vesturdeildinni sem nær þessu takmarki. Fimm lið hafa unnið á bilinu 45 til 46 sigra í vetur og berjast því um síðustu fjögur sætin fram á lokadag en deildarkeppninni lýkur á miðvikudagskvöldið. Donovan Mitchell var einnig með 9 fráköst og 8 stoðsendingar en Joe Ingles bætti við 22 stigum og 10 stoðsendingum og Jae Crowder var með 18 stig. Josh Hart var með 25 stig fyrir Lakers liðið sem hefur tapað sex af síðustu átta leikjum sínum.J.J. Redick var stigahæstur með 18 stig þegar Philadelphia 76ers vann sinn fjórtánda leik í röð og jafnaði félagsmetið. Að þessu sinni vann liðið 109-97 sigur á Dallas Mavericks og tryggði sér með því heimavallarrétt í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Ben Simmons bætti við 16 stigum, 9 stoðsendingum og 7 fráköstum og Robert Covington var með 15 stig og 10 fráköst. Sixers liðið hefur nú unnið 50 af 80 leikjum sínum en fyrir tveimur árum vann liðið aðeins 10 af 82 leikjum. Þetta er fyrsti 50 sigra tímabil félagsins frá því veturinn 2000-01 þegar Allen Iverson leiddi liðið alla leið inn í lokaúrslitin. Eina Sixers liðið sem hefur unnið fjórtán leiki í röð var liðið með Dr. J og Moses Malone tímabilið 1982-83 en það lið varð meistari. Klay Thompson skoraði 22 af 34 stigum sínum í fyrsta leikhlutanum þeagr Golden State Warriors vann 117-100 útisigur á Phoenix Suns. Þetta var fimmtándi leikurinn í röð sem Golden State vinnur Phoenix. Kevin Durant var með 17 stig og 9 stoðsendingar.Taurean Prince var með 33 stig þegar Atlanta Hawks vann 112-106 sigur á Boston Celtics en tapið skipti ekki máli því Boston er búið að tryggja sér annað sætið í Austurdeildinni. Brad Stevens, þjálfari Boston, frysti þá Al Horford, Jayson Tatum, Jaylen Brown og Terry Rozier alla á bekknum í fjórða leikhlutanum en þetta var þriðja tap Celtics liðsins í síðustu fjórum leikjum. Jayson Tatum var stigahæstur með 19 stig en Rozier vantaði aðeins 1 stoðsendingu og 2 fráköst í þrennuna.C.J. Miles skoraði 22 stig og OG Anunoby var með 21 stig þegar besta liðið í Austurdeildinni, Toronto Raptors, vann sinn 58. leik á tímabilinu og bætti með því félagsmetið. Liðið var þegar búið að tryggja sér efsta sætið í Austurdeildinni og þeir DeMar DeRozan og Jonas Valanciunas fengu báðir frí í þessum 112-101 sigri á Orlando Magic.Domantas Sabonis skoraði 30 stig og bætti við 27 stigum þegar Indiana Pacers vann 123-117 sigur á Charlotte Hornets. Lance Stephenson var síðan með 10 fráköst, 10 stoðsendingar og 8 stig í sjöunda sigri Indiana í síðustu níu leikjum.Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Phoenix Suns - Golden State Warriors 100-117 Los Angeles Lakers - Utah Jazz 97-112 Toronto Raptors - Orlando Magic 112-101 Memphis Grizzlies - Detroit Pistons 130-117 Boston Celtics - Atlanta Hawks 106-112 Charlotte Hornets - Indiana Pacers 117-123 Philadelphia 76ers - Dallas Mavericks 109-97
NBA Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Fótbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Körfubolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fleiri fréttir „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Sjá meira