Taugarnar héldu og Reed vann sitt fyrsta risamót Ísak Jasonarson skrifar 8. apríl 2018 22:45 Patrick Reed fagnar sigri í dag. Vísri/Getty Bandaríkjamaðurinn Patrick Reed sigraði á Masters risamótinu eftir æsispennandi lokahring. Reed hafði betur gegn Rickie Fowler og Jordan Spieth á endasprettinum en þetta er fyrsti risatitillinn hans. Reed lék hringina fjóra á samtals 15 höggum undir pari og þann síðasta á höggi undir pari. Alls fékk hann fjóra fugla og þrjá skolla á lokahringnum og fékk mikilvæg pör þegar mest á reyndi. Rickie Fowler endaði í öðru sæti í mótinu, höggi á eftir Reed eftir flottan lokahring upp á 67 högg. Fowler hleypti spennu í mótið með því að ná fugli á átjándu holu og endaði hann þar með á fjórtán höggum undir pari. Það þýddi að Reed þurfti að spila sína lokaholu á pari, sem hann gerði eftir að hafa tvípúttað. Samlandi hans, Spieth, lék besta hring mótsins og kom inn á 64 höggum. Á tímabili stefndi allt í að hann myndi jafna vallarmetið á Augusta National sem er 63 högg en skolli á lokaholunni kom í veg fyrir það. Rory McIlroy, sem lék með Reed í lokahollinu, náði sér ekki á strik á lokahringnum og kom inn á 2 höggum yfir pari. Hann endaði mótið í 5. sæti á 9 höggum undir pari. Fylgst var með lokahring mótsins í beinni textalýsingu Vísis sem má lesa hér fyrir neðan.
Bandaríkjamaðurinn Patrick Reed sigraði á Masters risamótinu eftir æsispennandi lokahring. Reed hafði betur gegn Rickie Fowler og Jordan Spieth á endasprettinum en þetta er fyrsti risatitillinn hans. Reed lék hringina fjóra á samtals 15 höggum undir pari og þann síðasta á höggi undir pari. Alls fékk hann fjóra fugla og þrjá skolla á lokahringnum og fékk mikilvæg pör þegar mest á reyndi. Rickie Fowler endaði í öðru sæti í mótinu, höggi á eftir Reed eftir flottan lokahring upp á 67 högg. Fowler hleypti spennu í mótið með því að ná fugli á átjándu holu og endaði hann þar með á fjórtán höggum undir pari. Það þýddi að Reed þurfti að spila sína lokaholu á pari, sem hann gerði eftir að hafa tvípúttað. Samlandi hans, Spieth, lék besta hring mótsins og kom inn á 64 höggum. Á tímabili stefndi allt í að hann myndi jafna vallarmetið á Augusta National sem er 63 högg en skolli á lokaholunni kom í veg fyrir það. Rory McIlroy, sem lék með Reed í lokahollinu, náði sér ekki á strik á lokahringnum og kom inn á 2 höggum yfir pari. Hann endaði mótið í 5. sæti á 9 höggum undir pari. Fylgst var með lokahring mótsins í beinni textalýsingu Vísis sem má lesa hér fyrir neðan.
Golf Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Fótbolti Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Íslenski boltinn Brazell ráðinn til Vals Íslenski boltinn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira