Kemur með sjúkraflugi til Íslands á morgun og fer á Grensás í endurhæfingu Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 8. apríl 2018 13:16 Sunna Elvíra á sjúkrahúsinu á Malaga. Vísir/Egill Sunna Elvíra Þorkelsdóttir er væntanleg til landsins á morgun og fer í endurhæfingu á Grensás. Hún tekst nú á við áfallið sem hún varð fyrir þegar hún lamaðist við fall á Spáni að sögn lögmanns hennar. Sunna Elvíra var sett í farbann á Spáni þegar eiginmaður hennar Sigurður Kristinsson var handtekinn í janúar hér á landi grunaður um aðild að fíkniefnainnflutningi. Páll Kristjánsson Lögmaður hennar segir að farbanninu hafi verið aflétt í vikunni og hún komi heim á morgun. „Hún hefur fengið það staðfest að það sé laust pláss inni á Grensás. Hún er búin að vera núna úti á Spáni á sambærilegri endurhæfingardeild sem hefur bara gengið vel. Hún heldur bara áfram sinni endurhæfingu hér heima,“ segir Páll Kristjánsson lögmaður Sunnu Elvíru í samtali við fréttastofu. Páll telur að hún komi heim með sjúkraflugi. En á sínum tíma var safnað fyrir sjúkraflugi, en kostnaðurinn við það var áætlaður um 5,5 milljónir íslenskra króna. „Náttúrulega á sínum tíma þegar hún lendir í slysinu þá lá önnur staða uppi. Þá lá hún stórslösuð úti og fékk ekki viðeigandi læknismeðferð og þá var unnið að því að fá hana heim. Það var keypt þessi sjúkraflugvél og ég veit ekki betur en að slíkt standi ennþá til. Auðvitað er náttúrulega allt önnur staða uppi hjá henni núna en var á þeim tíma.“Bjartara yfir henni Fjölskyldan hefur ekki gefið upplýsingar um það hversu miklu var safnað eða hvað flugið á morgun muni kosta. Páll segir að Sunna Elvíra takist nú á við það áfall að lamast varanlega. „Henni líður betur í dag heldur en á sínum tíma. Þetta er í rétta átt, endurhæfing gengur vel en hún er náttúrlega bara að takast á við það áfall að vera varanlega slösuð, búa við varanlegar afleiðingar þessa slyss. Það er bara næsta skref að byggja sig upp og halda áfram en það er bjartara yfir henni en fyrst allavega.“ Hann segir að ekkert mál sé í gangi á hendur Sunnu Elvíru hvorki hér á landi né á Spáni. Mál Sunnu Elvíru er í ferli hjá lögreglunni á Höfuðborgarsvæðinu. En samkvæmt upplýsingum þaðan hafa spænsk yfirvöld sýnt jákvæð viðbrögð varðandi afhendingu gagna. Málið sé hins vegar ekki komið formlega í hendur lögreglunnar hér á landi. Réttarstaða hennar hér muni skýrast þegar öll gögn að utan liggi fyrir. Eiginmaður Sunnu Elvíru situr enn í gæsluvarðhaldi. Mál Sunnu Elviru Tengdar fréttir Hafa ekki fengið formlegt svar um yfirtöku á máli Sunnu Elvíru Síðastliðinn fimmtudag var greint frá því að farbanni yfir Sunnu Elvíru hefði verið aflétt og undirbúningur hafinn við að flytja hana til Íslands. 2. apríl 2018 12:13 Sunna Elvíra er væntanleg til landsins á næstu dögum Páll Kristjánsson lögmaður Sunnu segir að lögregla hafi lokið skoðun á hennar máli. 29. mars 2018 08:29 Áfram í gæsluvarðhaldi vegna „Skáksambandsmálsins“ Verður í haldi til 18. apríl á grundvelli almannahagsmuna. 4. apríl 2018 11:20 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Sunna Elvíra Þorkelsdóttir er væntanleg til landsins á morgun og fer í endurhæfingu á Grensás. Hún tekst nú á við áfallið sem hún varð fyrir þegar hún lamaðist við fall á Spáni að sögn lögmanns hennar. Sunna Elvíra var sett í farbann á Spáni þegar eiginmaður hennar Sigurður Kristinsson var handtekinn í janúar hér á landi grunaður um aðild að fíkniefnainnflutningi. Páll Kristjánsson Lögmaður hennar segir að farbanninu hafi verið aflétt í vikunni og hún komi heim á morgun. „Hún hefur fengið það staðfest að það sé laust pláss inni á Grensás. Hún er búin að vera núna úti á Spáni á sambærilegri endurhæfingardeild sem hefur bara gengið vel. Hún heldur bara áfram sinni endurhæfingu hér heima,“ segir Páll Kristjánsson lögmaður Sunnu Elvíru í samtali við fréttastofu. Páll telur að hún komi heim með sjúkraflugi. En á sínum tíma var safnað fyrir sjúkraflugi, en kostnaðurinn við það var áætlaður um 5,5 milljónir íslenskra króna. „Náttúrulega á sínum tíma þegar hún lendir í slysinu þá lá önnur staða uppi. Þá lá hún stórslösuð úti og fékk ekki viðeigandi læknismeðferð og þá var unnið að því að fá hana heim. Það var keypt þessi sjúkraflugvél og ég veit ekki betur en að slíkt standi ennþá til. Auðvitað er náttúrulega allt önnur staða uppi hjá henni núna en var á þeim tíma.“Bjartara yfir henni Fjölskyldan hefur ekki gefið upplýsingar um það hversu miklu var safnað eða hvað flugið á morgun muni kosta. Páll segir að Sunna Elvíra takist nú á við það áfall að lamast varanlega. „Henni líður betur í dag heldur en á sínum tíma. Þetta er í rétta átt, endurhæfing gengur vel en hún er náttúrlega bara að takast á við það áfall að vera varanlega slösuð, búa við varanlegar afleiðingar þessa slyss. Það er bara næsta skref að byggja sig upp og halda áfram en það er bjartara yfir henni en fyrst allavega.“ Hann segir að ekkert mál sé í gangi á hendur Sunnu Elvíru hvorki hér á landi né á Spáni. Mál Sunnu Elvíru er í ferli hjá lögreglunni á Höfuðborgarsvæðinu. En samkvæmt upplýsingum þaðan hafa spænsk yfirvöld sýnt jákvæð viðbrögð varðandi afhendingu gagna. Málið sé hins vegar ekki komið formlega í hendur lögreglunnar hér á landi. Réttarstaða hennar hér muni skýrast þegar öll gögn að utan liggi fyrir. Eiginmaður Sunnu Elvíru situr enn í gæsluvarðhaldi.
Mál Sunnu Elviru Tengdar fréttir Hafa ekki fengið formlegt svar um yfirtöku á máli Sunnu Elvíru Síðastliðinn fimmtudag var greint frá því að farbanni yfir Sunnu Elvíru hefði verið aflétt og undirbúningur hafinn við að flytja hana til Íslands. 2. apríl 2018 12:13 Sunna Elvíra er væntanleg til landsins á næstu dögum Páll Kristjánsson lögmaður Sunnu segir að lögregla hafi lokið skoðun á hennar máli. 29. mars 2018 08:29 Áfram í gæsluvarðhaldi vegna „Skáksambandsmálsins“ Verður í haldi til 18. apríl á grundvelli almannahagsmuna. 4. apríl 2018 11:20 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Hafa ekki fengið formlegt svar um yfirtöku á máli Sunnu Elvíru Síðastliðinn fimmtudag var greint frá því að farbanni yfir Sunnu Elvíru hefði verið aflétt og undirbúningur hafinn við að flytja hana til Íslands. 2. apríl 2018 12:13
Sunna Elvíra er væntanleg til landsins á næstu dögum Páll Kristjánsson lögmaður Sunnu segir að lögregla hafi lokið skoðun á hennar máli. 29. mars 2018 08:29
Áfram í gæsluvarðhaldi vegna „Skáksambandsmálsins“ Verður í haldi til 18. apríl á grundvelli almannahagsmuna. 4. apríl 2018 11:20