Hátt hlutfall háskólanema skilgreinir sig með fötlun, hömlun eða langvarandi heilsufarsvandamál Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 8. apríl 2018 11:21 Aðalbygging Háskóla Íslands. Vísir/Anton Íslenskir háskólanemar eru ánægðir með gæði kennslu, skipulag náms og námsaðstöðu en þeir vinna mikið í samanburði við aðra háskólanemendur samkvæmt nýrri samevrópskri könnun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu. EUROSTUDENT er samanburðarkönnun á högum um 320.000 háskólanema í 28 löndum á evrópska háskólasvæðinu Þetta er í fyrsta sinn sem Ísland tekur þátt í könnuninni og mögulegt er að nálgast upplýsingar um hagi, efnahag, hindranir, aðgengi og fjölskylduaðstæður íslenskra háskólanema og bera þær saman við upplýsingar um nemendur annars staðar í Evrópu. Könnunin náði til háskólanema í grunn- og meistaranámi við alla háskóla á Íslandi og er byggð á ítarlegum svörum tæplega 2.000 þátttakenda. Íslenski hluti könnunarinnar var unnin af mennta- og menningarmálaráðuneyti í samstarfi við Landssamtök íslenskra stúdenta, Rannsóknamiðstöð Íslands og Háskóla Íslands. Maskína annaðist framkvæmd verkefnisins hér á landi. Það vekur athygli að hlutfall nemenda á Íslandi sem skilgreina sig með með fötlun, hömlun eða langvarandi heilsufarsvandamál var 39 prósent svarenda í þessari könnun. Þetta er með því mesta sem gerist í EUROSTUDENT löndunum þar sem meðaltalið er 18 prósent og mun hærra en á hinum Norðurlöndunum þar sem hlutfallið er 25 prósent. Konur glíma aðallega við andleg veikindi en karlar við sértæka námsörðugleika. Athygli vekur að 15 prósent íslenskra svarenda glíma við andleg veikindi en meðaltalið er 4 prósent í EUROSTUDENT löndunumþ Þá segjast 18 prósent íslenskra svarenda vera með sértæka námsörðugleika en meðaltal EUROSTUDENT landanna er aðeins þrjú prósent. Einungis 26 prósent þeirra sem skilgreindu sig með fötlun, hömlun eða langvarandi heilsubrest í könnuninni töldu hana hafa mikil áhrif á námið. Nemendur ánægðir með gæði kennslu Niðurstöður könnunarinnar sýna meðal annars að meðalaldur íslenskra háskólanema er hærri en á Norðurlöndunum og í öðrum EUROSTUDENT löndum. Einnig átti ekkert annað þátttökuland er með jafn hátt hlutfall nemenda yfir þrítugu. Samkvæmt niðurstöðunum var meðalaldurinn háskólanema hér á landi 29,7 ár en 27,8 ár á Norðurlöndunum og 25 í öðrum könnunarlöndum EUROSTUDENT. Þriðjungur svarenda á Íslandi átti eitt barn eða fleiri, sem er hæsta hlutfall meðal þáttökulandanna og 41,2 prósent af yngstu börnum háskólanema á Íslandi eru undir þriggja ára aldri. Konur eru meirihluti háskólanema hér á landi. Háskólanemar á Íslandi vinna mikið og telja fjárhagsstöðu sína erfiða samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar. Þeir verja samkvæmt könnuninni meira en 50 stundum á viku í launaða vinnu og nám, meira en í nokkru öðru landi. Mestu munar þar um sjálfstætt nám utan stundatöflu, en nemar á Íslandi verja miklum tíma í sjálfstætt nám, þótt skipulagt nám sé engu minna hér en annars staðar. Háskólanemar á Íslandi vildu þó geta varið enn meiri tíma í námið en þeir gera nú. Þótt ráðstöfunartekjur íslenskra háskólanema séu yfir meðaltali EUROSTUDENT landanna er húsnæðiskostnaður hár og tveir af hverjum þremur sem reiða sig á námslán hafa áhyggjur af fjárhag sínum. Meirihluti háskólanema í íslensku könnuninni segist vera ánægður með skipulag og stundatöflu námsins, námsaðstöðu og gæði kennslunnar og er það mun meiri ánægja en hjá nemendum í EUROSTUDENT löndunum. Íslenskir háskólanemar eru sérstaklega ánægðir með nemendagarða, bæði hvað varðar staðsetningu og aðbúnað. Skóla - og menntamál Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Sjá meira
Íslenskir háskólanemar eru ánægðir með gæði kennslu, skipulag náms og námsaðstöðu en þeir vinna mikið í samanburði við aðra háskólanemendur samkvæmt nýrri samevrópskri könnun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu. EUROSTUDENT er samanburðarkönnun á högum um 320.000 háskólanema í 28 löndum á evrópska háskólasvæðinu Þetta er í fyrsta sinn sem Ísland tekur þátt í könnuninni og mögulegt er að nálgast upplýsingar um hagi, efnahag, hindranir, aðgengi og fjölskylduaðstæður íslenskra háskólanema og bera þær saman við upplýsingar um nemendur annars staðar í Evrópu. Könnunin náði til háskólanema í grunn- og meistaranámi við alla háskóla á Íslandi og er byggð á ítarlegum svörum tæplega 2.000 þátttakenda. Íslenski hluti könnunarinnar var unnin af mennta- og menningarmálaráðuneyti í samstarfi við Landssamtök íslenskra stúdenta, Rannsóknamiðstöð Íslands og Háskóla Íslands. Maskína annaðist framkvæmd verkefnisins hér á landi. Það vekur athygli að hlutfall nemenda á Íslandi sem skilgreina sig með með fötlun, hömlun eða langvarandi heilsufarsvandamál var 39 prósent svarenda í þessari könnun. Þetta er með því mesta sem gerist í EUROSTUDENT löndunum þar sem meðaltalið er 18 prósent og mun hærra en á hinum Norðurlöndunum þar sem hlutfallið er 25 prósent. Konur glíma aðallega við andleg veikindi en karlar við sértæka námsörðugleika. Athygli vekur að 15 prósent íslenskra svarenda glíma við andleg veikindi en meðaltalið er 4 prósent í EUROSTUDENT löndunumþ Þá segjast 18 prósent íslenskra svarenda vera með sértæka námsörðugleika en meðaltal EUROSTUDENT landanna er aðeins þrjú prósent. Einungis 26 prósent þeirra sem skilgreindu sig með fötlun, hömlun eða langvarandi heilsubrest í könnuninni töldu hana hafa mikil áhrif á námið. Nemendur ánægðir með gæði kennslu Niðurstöður könnunarinnar sýna meðal annars að meðalaldur íslenskra háskólanema er hærri en á Norðurlöndunum og í öðrum EUROSTUDENT löndum. Einnig átti ekkert annað þátttökuland er með jafn hátt hlutfall nemenda yfir þrítugu. Samkvæmt niðurstöðunum var meðalaldurinn háskólanema hér á landi 29,7 ár en 27,8 ár á Norðurlöndunum og 25 í öðrum könnunarlöndum EUROSTUDENT. Þriðjungur svarenda á Íslandi átti eitt barn eða fleiri, sem er hæsta hlutfall meðal þáttökulandanna og 41,2 prósent af yngstu börnum háskólanema á Íslandi eru undir þriggja ára aldri. Konur eru meirihluti háskólanema hér á landi. Háskólanemar á Íslandi vinna mikið og telja fjárhagsstöðu sína erfiða samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar. Þeir verja samkvæmt könnuninni meira en 50 stundum á viku í launaða vinnu og nám, meira en í nokkru öðru landi. Mestu munar þar um sjálfstætt nám utan stundatöflu, en nemar á Íslandi verja miklum tíma í sjálfstætt nám, þótt skipulagt nám sé engu minna hér en annars staðar. Háskólanemar á Íslandi vildu þó geta varið enn meiri tíma í námið en þeir gera nú. Þótt ráðstöfunartekjur íslenskra háskólanema séu yfir meðaltali EUROSTUDENT landanna er húsnæðiskostnaður hár og tveir af hverjum þremur sem reiða sig á námslán hafa áhyggjur af fjárhag sínum. Meirihluti háskólanema í íslensku könnuninni segist vera ánægður með skipulag og stundatöflu námsins, námsaðstöðu og gæði kennslunnar og er það mun meiri ánægja en hjá nemendum í EUROSTUDENT löndunum. Íslenskir háskólanemar eru sérstaklega ánægðir með nemendagarða, bæði hvað varðar staðsetningu og aðbúnað.
Skóla - og menntamál Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Sjá meira