Þrír látnir eftir árás í Þýskalandi Margrét Helga Erlingsdóttir, Samúel Karl Ólason og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 7. apríl 2018 19:45 Mikill viðbúnaður er á vettvangi. Staðfest er að allavega þrír létust þegar maður ók inn í mannfjölda. Vísir/AFP Ökumaður pallbíls myrti minnst tvo þegar hann ók á hóp sitjandi fólks við veitingastað í miðbæ Münster í Þýskalandi í dag. Hann svipti sig svo lífi með skotvopni. Minnst tuttugu eru slasaðir og þar af eru sex sagðir í lífshættu. Fregnir hafa borist af því að tveir aðilar til viðbótar hafi verið í bílnum en lögreglan segir það ekki rétt. Ekki standi yfir leit að frekari sökudólgum og hættan sé liðin hjá samkvæmt frétt Spiegel. Upprunalega var gefið út að þrír sem urðu fyrir bílnum hefðu dáið. Lögreglan segir nú að um misskilning hafi verið að ræða. Einungis tveir hafi dáið. Spiegel hefur heimildir fyrir því að árásarmaðurinn hafi verið 48 ára gamall Þjóðverji sem hafi átt við geðræn vandamál að stríða. Jens Spahn, heilbrigðismálaráðherra Þýskalands, hefur gefið út að maðurinn hafi verið þýskur ríkisborgari og ekkert bendi til að hann hafi tengingu við íslamista. Maðurinn er sagður hafa heitið Jens R. og bjó hann í Münster.Maðurinn ók á hóp fólks fyrir utan veitingastaðinn Grosser Kiepenkerl.visir/afpÞá stendur yfir leit að sprengjum. Lögreglan mun hafa fundið grunsamlegan hlut í bílnum og hefur svæðið verið girt af. Árásin mun hafa átt sér stað fyrir utan veitingastaðinn Grosser Kiepenkerl í elsta hluta Münster þar sem götur eru mjög þröngar. Lögreglan hefur beðið fólk um halda sig frá vettvangi. Talsmaður Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, hefur eftir Merkel sem sendir aðstandendum huggunarorð: „Hugur minn er allur hjá fórnarlömunum og fjölskyldum þeirra.“ Sérsveit lögreglunnar framkvæmdi leit í íbúð árásarmannsins nú í kvöld. Öðrum íbúum hússins var gert að yfirgefa íbúðir sínar en hár hvellur heyrðist frá íbúðinni. Lögreglan segir að grunsamlegur hlutur hafi verið sprengdur í loft upp áður en rannsakendum var hleypt þar inn.Fréttin var síðast uppfærð 19:45.Münster stands together!Long queues for blood donation #Kiepenkerl pic.twitter.com/irt2rkqVix— Daniel Heithorn aka Schnittgemuese (@DanielHeithorn) April 7, 2018 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Sjá meira
Ökumaður pallbíls myrti minnst tvo þegar hann ók á hóp sitjandi fólks við veitingastað í miðbæ Münster í Þýskalandi í dag. Hann svipti sig svo lífi með skotvopni. Minnst tuttugu eru slasaðir og þar af eru sex sagðir í lífshættu. Fregnir hafa borist af því að tveir aðilar til viðbótar hafi verið í bílnum en lögreglan segir það ekki rétt. Ekki standi yfir leit að frekari sökudólgum og hættan sé liðin hjá samkvæmt frétt Spiegel. Upprunalega var gefið út að þrír sem urðu fyrir bílnum hefðu dáið. Lögreglan segir nú að um misskilning hafi verið að ræða. Einungis tveir hafi dáið. Spiegel hefur heimildir fyrir því að árásarmaðurinn hafi verið 48 ára gamall Þjóðverji sem hafi átt við geðræn vandamál að stríða. Jens Spahn, heilbrigðismálaráðherra Þýskalands, hefur gefið út að maðurinn hafi verið þýskur ríkisborgari og ekkert bendi til að hann hafi tengingu við íslamista. Maðurinn er sagður hafa heitið Jens R. og bjó hann í Münster.Maðurinn ók á hóp fólks fyrir utan veitingastaðinn Grosser Kiepenkerl.visir/afpÞá stendur yfir leit að sprengjum. Lögreglan mun hafa fundið grunsamlegan hlut í bílnum og hefur svæðið verið girt af. Árásin mun hafa átt sér stað fyrir utan veitingastaðinn Grosser Kiepenkerl í elsta hluta Münster þar sem götur eru mjög þröngar. Lögreglan hefur beðið fólk um halda sig frá vettvangi. Talsmaður Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, hefur eftir Merkel sem sendir aðstandendum huggunarorð: „Hugur minn er allur hjá fórnarlömunum og fjölskyldum þeirra.“ Sérsveit lögreglunnar framkvæmdi leit í íbúð árásarmannsins nú í kvöld. Öðrum íbúum hússins var gert að yfirgefa íbúðir sínar en hár hvellur heyrðist frá íbúðinni. Lögreglan segir að grunsamlegur hlutur hafi verið sprengdur í loft upp áður en rannsakendum var hleypt þar inn.Fréttin var síðast uppfærð 19:45.Münster stands together!Long queues for blood donation #Kiepenkerl pic.twitter.com/irt2rkqVix— Daniel Heithorn aka Schnittgemuese (@DanielHeithorn) April 7, 2018
Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Sjá meira