Árni Björn slær nýtt met Telma Tómasson skrifar 7. apríl 2018 21:15 Afreksknapinn Árni Björn Pálsson gerði sér lítið fyrir og varð sigurvegari Meistaradeildar Cintamani í hestaíþróttum í fjórða sinn eftir hörkuspennandi úrslitakvöld í TM reiðhöllinni í Víðidal í Reykjavík. Hann innsiglaði sigurinn með góðu gengi í töltkeppni og úrvals spretti í flugskeiði. Með þessu slær Árni Björn nýtt met en enginn hefur áður unnið einstaklingskeppnina í Meistaradeildinni jafn oft. Keppt var í tveimur greinum í gærkvöldi á lokamóti Meistaradeildar Cintamani í hestaíþróttum, tölti og flugskeiði í gegnum höllina. Árni Björn mætti með Ljúf frá Torfunesi í töltið, sýningin í forkeppni ekki hnökralaus, en góð einkunn, 7,80, og fjórða sætið. Árni Björn er þekktur fyrir keppnisskap og áræðni, setti meiri kraft í sýningu sína í A-úrslitum og uppskar annað sætið með 8,25 í aðaleinkunn. Sýnt var beint frá keppninni á Stöð 2 Sport og má sjá brot úr sýningu Árna Björns í úrslitunum í meðfylgjandi myndskeiði. Fyrirséð var að Árni Björn og Jakob Svavar Sigurðsson myndu berjast um efsta sætið í einstaklingskeppninni, enda skildu aðeins eitt og hálft stig þá að fyrir lokagreinarnar tvær. Munurinn jókst lítillega eftir töltið, þrjú og hálft stig var á milli þeirra og leiddi Jakob Svavar, en hann sigraði töltkeppnina glæsilega á Júlíu frá Hamarsey. Þá var einungis flugskeiðið eftir, einföld tímataka og fljótasti sprettur myndi ráða úrslitum. Og það kom á daginn. Spennan magnaðist enn meir eftir fyrsta sprett en hann mistókst bæði hjá Jakobi Svavari og Árna Birni. Síðari spretturinn tókst hins vegar frábærlega hjá Árna Birni, flaug hann í gegnum höllina á Skykkju frá Breiðholti í Flóa á 4,88 sekúndum og uppskar þriðja sætið í keppnisgreininni og vann sér inn átta dýrmæt stig með því. Jakobi Svavari fataðist hins vegar flugið aftur, hestur hans lá ekki á skeiði og fór hann stigalaus út úr keppnisgreininni. Þessi niðurstaða varð til þess að Árni Björn skaust í heildarstigum upp fyrir Jakob Svavar, endaði með 52,5 stig og sigraði þar með Meistaradeildina í ár. Jakob Svavar varð annar með 48 stig og Viðar Ingólfsson þriðji með 35 stig. Sjá má úrslitasprett Árna Björns í meðfylgjandi myndskeiði.Niðurstöður í A-úrslitum í tölti: 1 Jakob Svavar Sigurðsson Júlía frá Hamarsey 8.78 2 Árni Björn Pálsson Ljúfur frá Torfunesi 8.25 3 Viðar Ingólfsson Pixi frá Mið-Fossum 8.17 4 Hulda Gústafsdóttir Draupnir frá Brautarholti 7.61 5 Guðmundur F. Björgvinsson Austri frá Úlfsstöðum 7.50 6 Teitur Árnason Sólroði frá Reykjavík 7.06Bestu tímar í flugskeiði: 1 Konráð Valur Sveinsson Kjarkur frá Árbæjarhjáleigu II 4.73sek 2 Guðmundur F. Björgvinsson Glúmur frá Þóroddsstöðum 4.75sek 3 Árni Björn Pálsson Skykkja frá Breiðholti í Flóa 4.88sek 4 Bjarni Bjarnason Randver frá Þóroddsstöðum 4.96sek 5 Þórarinn Ragnarsson Hákon frá Sámsstöðum 4.97sek 6 Davíð Jónsson Irpa frá Borgarnesi 5.09sek Hestar Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Stólarnir fastir í München Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Körfubolti Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Semenya hættir baráttu sinni Sport Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Ísak og félagar upp í fjórða sætið og endurkoma hjá Brynjólfi Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Diljá lagði upp í níu marka sigri Martin með nítján stig í fyrsta leik Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Börnin mikilvægari en NFL Bjóða upp á Frank Booker-árskort Semenya hættir baráttu sinni Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ „Það var smá stress og drama“ Sjá meira
Afreksknapinn Árni Björn Pálsson gerði sér lítið fyrir og varð sigurvegari Meistaradeildar Cintamani í hestaíþróttum í fjórða sinn eftir hörkuspennandi úrslitakvöld í TM reiðhöllinni í Víðidal í Reykjavík. Hann innsiglaði sigurinn með góðu gengi í töltkeppni og úrvals spretti í flugskeiði. Með þessu slær Árni Björn nýtt met en enginn hefur áður unnið einstaklingskeppnina í Meistaradeildinni jafn oft. Keppt var í tveimur greinum í gærkvöldi á lokamóti Meistaradeildar Cintamani í hestaíþróttum, tölti og flugskeiði í gegnum höllina. Árni Björn mætti með Ljúf frá Torfunesi í töltið, sýningin í forkeppni ekki hnökralaus, en góð einkunn, 7,80, og fjórða sætið. Árni Björn er þekktur fyrir keppnisskap og áræðni, setti meiri kraft í sýningu sína í A-úrslitum og uppskar annað sætið með 8,25 í aðaleinkunn. Sýnt var beint frá keppninni á Stöð 2 Sport og má sjá brot úr sýningu Árna Björns í úrslitunum í meðfylgjandi myndskeiði. Fyrirséð var að Árni Björn og Jakob Svavar Sigurðsson myndu berjast um efsta sætið í einstaklingskeppninni, enda skildu aðeins eitt og hálft stig þá að fyrir lokagreinarnar tvær. Munurinn jókst lítillega eftir töltið, þrjú og hálft stig var á milli þeirra og leiddi Jakob Svavar, en hann sigraði töltkeppnina glæsilega á Júlíu frá Hamarsey. Þá var einungis flugskeiðið eftir, einföld tímataka og fljótasti sprettur myndi ráða úrslitum. Og það kom á daginn. Spennan magnaðist enn meir eftir fyrsta sprett en hann mistókst bæði hjá Jakobi Svavari og Árna Birni. Síðari spretturinn tókst hins vegar frábærlega hjá Árna Birni, flaug hann í gegnum höllina á Skykkju frá Breiðholti í Flóa á 4,88 sekúndum og uppskar þriðja sætið í keppnisgreininni og vann sér inn átta dýrmæt stig með því. Jakobi Svavari fataðist hins vegar flugið aftur, hestur hans lá ekki á skeiði og fór hann stigalaus út úr keppnisgreininni. Þessi niðurstaða varð til þess að Árni Björn skaust í heildarstigum upp fyrir Jakob Svavar, endaði með 52,5 stig og sigraði þar með Meistaradeildina í ár. Jakob Svavar varð annar með 48 stig og Viðar Ingólfsson þriðji með 35 stig. Sjá má úrslitasprett Árna Björns í meðfylgjandi myndskeiði.Niðurstöður í A-úrslitum í tölti: 1 Jakob Svavar Sigurðsson Júlía frá Hamarsey 8.78 2 Árni Björn Pálsson Ljúfur frá Torfunesi 8.25 3 Viðar Ingólfsson Pixi frá Mið-Fossum 8.17 4 Hulda Gústafsdóttir Draupnir frá Brautarholti 7.61 5 Guðmundur F. Björgvinsson Austri frá Úlfsstöðum 7.50 6 Teitur Árnason Sólroði frá Reykjavík 7.06Bestu tímar í flugskeiði: 1 Konráð Valur Sveinsson Kjarkur frá Árbæjarhjáleigu II 4.73sek 2 Guðmundur F. Björgvinsson Glúmur frá Þóroddsstöðum 4.75sek 3 Árni Björn Pálsson Skykkja frá Breiðholti í Flóa 4.88sek 4 Bjarni Bjarnason Randver frá Þóroddsstöðum 4.96sek 5 Þórarinn Ragnarsson Hákon frá Sámsstöðum 4.97sek 6 Davíð Jónsson Irpa frá Borgarnesi 5.09sek
Hestar Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Stólarnir fastir í München Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Körfubolti Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Semenya hættir baráttu sinni Sport Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Ísak og félagar upp í fjórða sætið og endurkoma hjá Brynjólfi Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Diljá lagði upp í níu marka sigri Martin með nítján stig í fyrsta leik Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Börnin mikilvægari en NFL Bjóða upp á Frank Booker-árskort Semenya hættir baráttu sinni Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ „Það var smá stress og drama“ Sjá meira