Um 20 börnum verið vísað frá Stuðlum Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 6. apríl 2018 18:48 Í vikunni þurfti að vista 14 og 15 ára börn í miklum fíkniefnavanda í fangaklefa því engin önnur úrræði voru í boði. Á Stuðlum eru sex pláss á neyðarvistun þar sem lögregla og barnavernd geta komið með börnin en þar var allt fullt. Funi Sigurðsson, forstöðumaður Stuðla, segir þó yfirleitt reynt að hliðra til í svona tilfellum. „Það tókst ekki þarna. Það var þannig ástand. Það var bara stútfullt og einstaklingar í mjög vondum málum.“ Það hefur þurft að vísa um það bil tuttugu börnum frá á þessu ári vegna plássleysis. Funi segir neyslu ungmenna vera alvarlegri en áður og álagið á Stuðlum sé eftir því. „Við erum að sjá að þau eru að taka allt mögulegt í ofboðslega miklum mæli. Svo eru einhver í sprautunotkun og þá eru þau orðin ansi illa stödd og langt leidd.“ Þar að auki sé mikill fjöldi barna síendurtekið að koma á neyðarvistun og ekki sé um mikla nýliðun að ræða. „Það virðist vera að þeir krakkar sem eru í vanda séu í alvarlegri vanda, en ekki endilega að það sé að fjölga í hópnum.“ Vegna ástandsins síðustu vikur og mánuði hefur verið ákveðið að opna vistheimili í Reykjavík fyrir ungmenni á átjánda ári sem eiga við mjög alvarlegan vímuefnavanda að stríða og hafa ítrekað farið í meðferð án árangurs. Heimilið mun opna á næstu vikum og verða ungmennin studd til að fóta sig í daglegu lífi. „Konseptið gengur út á að styðja þau til að halda heimili og venja þau við enda að verða fullorðin. Einnig hjálpa þeim að fara aftur í skóla eða vinnu en fyrst og fremst styðja þau til edrúmennsku. Þetta eru einstaklingar sem eru í hættu að deyja fyrir aldur fram vegna neyslu.“ Tengdar fréttir Tíu meðhöndlaðir vegna ofneyslu um páskahelgina Tíu voru meðhöndlaðir á bráðadeild Landspítalans um helgina vegna ofneyslu á fíkniefnum. Þar af voru fimm alvarleg tilvik þar sem tveir lentu í öndunarstoppi en var bjargað með móteitri. 2. apríl 2018 18:51 Umboðsmaður barna kannar hversvegna börn voru vistuð í fangageymslum Salvör Nordal, umboðsmaður barna, segir það grafalverlegt mál að neyðarúrræði séu ekki til staðar fyrir börn með fíknivanda. 5. apríl 2018 13:15 Unglingstúlkur vistaðar í fangaklefa því engin önnur úrræði voru í boði Vista þurfti fjórtán og fimmtán ára stúlkur í fangaklefum í gær því neyðarvistun Stuðla var yfirfull. Guðmundur Fylkisson aðalvarðstjóri í lögreglunni á Höfuðborgarsvæðinu og Berglind Hólm Harðardóttir stjórnarkona í Olnbogabörnum gagnrýna harðlega úrræðaleysi í málefnum ungmenna með fíknivanda. 4. apríl 2018 18:30 Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Fleiri fréttir Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Sjá meira
Í vikunni þurfti að vista 14 og 15 ára börn í miklum fíkniefnavanda í fangaklefa því engin önnur úrræði voru í boði. Á Stuðlum eru sex pláss á neyðarvistun þar sem lögregla og barnavernd geta komið með börnin en þar var allt fullt. Funi Sigurðsson, forstöðumaður Stuðla, segir þó yfirleitt reynt að hliðra til í svona tilfellum. „Það tókst ekki þarna. Það var þannig ástand. Það var bara stútfullt og einstaklingar í mjög vondum málum.“ Það hefur þurft að vísa um það bil tuttugu börnum frá á þessu ári vegna plássleysis. Funi segir neyslu ungmenna vera alvarlegri en áður og álagið á Stuðlum sé eftir því. „Við erum að sjá að þau eru að taka allt mögulegt í ofboðslega miklum mæli. Svo eru einhver í sprautunotkun og þá eru þau orðin ansi illa stödd og langt leidd.“ Þar að auki sé mikill fjöldi barna síendurtekið að koma á neyðarvistun og ekki sé um mikla nýliðun að ræða. „Það virðist vera að þeir krakkar sem eru í vanda séu í alvarlegri vanda, en ekki endilega að það sé að fjölga í hópnum.“ Vegna ástandsins síðustu vikur og mánuði hefur verið ákveðið að opna vistheimili í Reykjavík fyrir ungmenni á átjánda ári sem eiga við mjög alvarlegan vímuefnavanda að stríða og hafa ítrekað farið í meðferð án árangurs. Heimilið mun opna á næstu vikum og verða ungmennin studd til að fóta sig í daglegu lífi. „Konseptið gengur út á að styðja þau til að halda heimili og venja þau við enda að verða fullorðin. Einnig hjálpa þeim að fara aftur í skóla eða vinnu en fyrst og fremst styðja þau til edrúmennsku. Þetta eru einstaklingar sem eru í hættu að deyja fyrir aldur fram vegna neyslu.“
Tengdar fréttir Tíu meðhöndlaðir vegna ofneyslu um páskahelgina Tíu voru meðhöndlaðir á bráðadeild Landspítalans um helgina vegna ofneyslu á fíkniefnum. Þar af voru fimm alvarleg tilvik þar sem tveir lentu í öndunarstoppi en var bjargað með móteitri. 2. apríl 2018 18:51 Umboðsmaður barna kannar hversvegna börn voru vistuð í fangageymslum Salvör Nordal, umboðsmaður barna, segir það grafalverlegt mál að neyðarúrræði séu ekki til staðar fyrir börn með fíknivanda. 5. apríl 2018 13:15 Unglingstúlkur vistaðar í fangaklefa því engin önnur úrræði voru í boði Vista þurfti fjórtán og fimmtán ára stúlkur í fangaklefum í gær því neyðarvistun Stuðla var yfirfull. Guðmundur Fylkisson aðalvarðstjóri í lögreglunni á Höfuðborgarsvæðinu og Berglind Hólm Harðardóttir stjórnarkona í Olnbogabörnum gagnrýna harðlega úrræðaleysi í málefnum ungmenna með fíknivanda. 4. apríl 2018 18:30 Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Fleiri fréttir Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Sjá meira
Tíu meðhöndlaðir vegna ofneyslu um páskahelgina Tíu voru meðhöndlaðir á bráðadeild Landspítalans um helgina vegna ofneyslu á fíkniefnum. Þar af voru fimm alvarleg tilvik þar sem tveir lentu í öndunarstoppi en var bjargað með móteitri. 2. apríl 2018 18:51
Umboðsmaður barna kannar hversvegna börn voru vistuð í fangageymslum Salvör Nordal, umboðsmaður barna, segir það grafalverlegt mál að neyðarúrræði séu ekki til staðar fyrir börn með fíknivanda. 5. apríl 2018 13:15
Unglingstúlkur vistaðar í fangaklefa því engin önnur úrræði voru í boði Vista þurfti fjórtán og fimmtán ára stúlkur í fangaklefum í gær því neyðarvistun Stuðla var yfirfull. Guðmundur Fylkisson aðalvarðstjóri í lögreglunni á Höfuðborgarsvæðinu og Berglind Hólm Harðardóttir stjórnarkona í Olnbogabörnum gagnrýna harðlega úrræðaleysi í málefnum ungmenna með fíknivanda. 4. apríl 2018 18:30