Langflestir hafa veðjað á sigur Tiger Woods á Mastersmótinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. apríl 2018 16:00 Tiger Woods. Vísir/Getty Tiger Woods er til alls líklegur á Mastersmótinu í golfi og það eru margir sem hreinlega búast við sigri hjá kappanum. Tiger hefur ekki unnið risamót í tíu ár og vann Mastersmótið í fjórða og síðasta skiptið árið 2005. Hjá 108 William Hill veðbankanum í Las Vegas þá eru næstum því tvöfalt fleiri sem hafa sett peningana á Tiger Woods en næsta mann. Alls hafa ellefu prósent veðmála á sigurvegara á Mastersmótinu verið sett á Tiger Woods. Næstir koma þeir Jordan Spieth og Rory McIlroy með sex prósent hlut en það má sjá efstu menn hér fyrir neðan.Breakdown: Most heavily bet golfers to win the Masters at the 108 William Hill sportsbooks in Nevada. pic.twitter.com/dfbFZLA3K8 — Darren Rovell (@darrenrovell) April 4, 2018 Tiger Woods glímdi við mjög erfið bakmeiðsli í langan tíma og fór í sína fjórðu bakaðgerð 20. apríl í fyrra. Flestir voru búnir að afskrifa það að hann gæti komist aftur í hóp bestu kylfinga heims. Tiger hefur þegar afskrifað þær hrakspár með frábærri frammistöðu á síðustu mótum sínum og þó hann hafi ekki unnið mót ennþá þá hefur hann verið nálægt efstu mönnum. Nú er komið að fyrsta risamóti ársins og fyrsta risamótinu eftir að Tiger náði sér af bakmeiðslunum. Hann hefur unnið fjórtán risamót á ferlinum og vantar fjóra sigra til að jafna met Jack Nicklaus. Fyrsti hringur Mastersmótsins í ár fer fram í dag en útsending Golfstöðvarinnar hefst síðan klukkan 19.00. Golf Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Fótbolti Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Íslenski boltinn Brazell ráðinn til Vals Íslenski boltinn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Tiger Woods er til alls líklegur á Mastersmótinu í golfi og það eru margir sem hreinlega búast við sigri hjá kappanum. Tiger hefur ekki unnið risamót í tíu ár og vann Mastersmótið í fjórða og síðasta skiptið árið 2005. Hjá 108 William Hill veðbankanum í Las Vegas þá eru næstum því tvöfalt fleiri sem hafa sett peningana á Tiger Woods en næsta mann. Alls hafa ellefu prósent veðmála á sigurvegara á Mastersmótinu verið sett á Tiger Woods. Næstir koma þeir Jordan Spieth og Rory McIlroy með sex prósent hlut en það má sjá efstu menn hér fyrir neðan.Breakdown: Most heavily bet golfers to win the Masters at the 108 William Hill sportsbooks in Nevada. pic.twitter.com/dfbFZLA3K8 — Darren Rovell (@darrenrovell) April 4, 2018 Tiger Woods glímdi við mjög erfið bakmeiðsli í langan tíma og fór í sína fjórðu bakaðgerð 20. apríl í fyrra. Flestir voru búnir að afskrifa það að hann gæti komist aftur í hóp bestu kylfinga heims. Tiger hefur þegar afskrifað þær hrakspár með frábærri frammistöðu á síðustu mótum sínum og þó hann hafi ekki unnið mót ennþá þá hefur hann verið nálægt efstu mönnum. Nú er komið að fyrsta risamóti ársins og fyrsta risamótinu eftir að Tiger náði sér af bakmeiðslunum. Hann hefur unnið fjórtán risamót á ferlinum og vantar fjóra sigra til að jafna met Jack Nicklaus. Fyrsti hringur Mastersmótsins í ár fer fram í dag en útsending Golfstöðvarinnar hefst síðan klukkan 19.00.
Golf Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Fótbolti Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Íslenski boltinn Brazell ráðinn til Vals Íslenski boltinn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira