Langflestir hafa veðjað á sigur Tiger Woods á Mastersmótinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. apríl 2018 16:00 Tiger Woods. Vísir/Getty Tiger Woods er til alls líklegur á Mastersmótinu í golfi og það eru margir sem hreinlega búast við sigri hjá kappanum. Tiger hefur ekki unnið risamót í tíu ár og vann Mastersmótið í fjórða og síðasta skiptið árið 2005. Hjá 108 William Hill veðbankanum í Las Vegas þá eru næstum því tvöfalt fleiri sem hafa sett peningana á Tiger Woods en næsta mann. Alls hafa ellefu prósent veðmála á sigurvegara á Mastersmótinu verið sett á Tiger Woods. Næstir koma þeir Jordan Spieth og Rory McIlroy með sex prósent hlut en það má sjá efstu menn hér fyrir neðan.Breakdown: Most heavily bet golfers to win the Masters at the 108 William Hill sportsbooks in Nevada. pic.twitter.com/dfbFZLA3K8 — Darren Rovell (@darrenrovell) April 4, 2018 Tiger Woods glímdi við mjög erfið bakmeiðsli í langan tíma og fór í sína fjórðu bakaðgerð 20. apríl í fyrra. Flestir voru búnir að afskrifa það að hann gæti komist aftur í hóp bestu kylfinga heims. Tiger hefur þegar afskrifað þær hrakspár með frábærri frammistöðu á síðustu mótum sínum og þó hann hafi ekki unnið mót ennþá þá hefur hann verið nálægt efstu mönnum. Nú er komið að fyrsta risamóti ársins og fyrsta risamótinu eftir að Tiger náði sér af bakmeiðslunum. Hann hefur unnið fjórtán risamót á ferlinum og vantar fjóra sigra til að jafna met Jack Nicklaus. Fyrsti hringur Mastersmótsins í ár fer fram í dag en útsending Golfstöðvarinnar hefst síðan klukkan 19.00. Golf Mest lesið Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Tiger Woods er til alls líklegur á Mastersmótinu í golfi og það eru margir sem hreinlega búast við sigri hjá kappanum. Tiger hefur ekki unnið risamót í tíu ár og vann Mastersmótið í fjórða og síðasta skiptið árið 2005. Hjá 108 William Hill veðbankanum í Las Vegas þá eru næstum því tvöfalt fleiri sem hafa sett peningana á Tiger Woods en næsta mann. Alls hafa ellefu prósent veðmála á sigurvegara á Mastersmótinu verið sett á Tiger Woods. Næstir koma þeir Jordan Spieth og Rory McIlroy með sex prósent hlut en það má sjá efstu menn hér fyrir neðan.Breakdown: Most heavily bet golfers to win the Masters at the 108 William Hill sportsbooks in Nevada. pic.twitter.com/dfbFZLA3K8 — Darren Rovell (@darrenrovell) April 4, 2018 Tiger Woods glímdi við mjög erfið bakmeiðsli í langan tíma og fór í sína fjórðu bakaðgerð 20. apríl í fyrra. Flestir voru búnir að afskrifa það að hann gæti komist aftur í hóp bestu kylfinga heims. Tiger hefur þegar afskrifað þær hrakspár með frábærri frammistöðu á síðustu mótum sínum og þó hann hafi ekki unnið mót ennþá þá hefur hann verið nálægt efstu mönnum. Nú er komið að fyrsta risamóti ársins og fyrsta risamótinu eftir að Tiger náði sér af bakmeiðslunum. Hann hefur unnið fjórtán risamót á ferlinum og vantar fjóra sigra til að jafna met Jack Nicklaus. Fyrsti hringur Mastersmótsins í ár fer fram í dag en útsending Golfstöðvarinnar hefst síðan klukkan 19.00.
Golf Mest lesið Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira