Dóra Björt gagnrýnir aprílgabb um kosningarétt: „Hér makka þau sig saman í yfirlætislegu spaugi“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 3. apríl 2018 20:48 Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í Reykjavík, finnst ekki smekklegt að kýla niður. vísir/Ernir Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í Reykjavík, gagnrýnir harðlega aprílgabb Morgunblaðsins og frambjóðenda Sjálfstæðisflokksins, Samfylkingarinnar og Vinstri grænna í borginni. Aprílgabbið snerist um að ungt fólk á aldrinum 16-18 ára fengju eftir allt saman að kjósa í sveitarstjórnarkosningunum næstkomandi. Í stöðuuppfærslu á Facebook segir Dóra að sér þyki grínið vera yfirlætislegt spaug. „Aldrei hefur mér þótt sérstaklega fínt þegar kýlt er niður eins og gert er í þessu vægast sagt sérstaka „gríni“ Morgunblaðsins, borgarstjóra, oddvita VG og frambjóðanda Sjálfstæðisflokksins. Hér makka þau sig saman í yfirlætislegu spaugi sem snýst um að núa krökkum því um nasir að þau fái sko ekkert að kjósa.“ Dóra furðar sig á því að borgarstjóra og frambjóðendunum þyki það vera fyndinn brandari að valdefla valdalausan hóp. „Fyrst tölum við um þau sem óþroskuð börn og að þau geti ekki haft vit fyrir sjálfum sér, hvað þá kosið. Við niðurlægjum þau og segjum að best sé nú fyrir þau að halda bara áfram að vera börn (þó þiggjum við skattana þeirra, að sjálfsögðu). Segjum sí og æ að þau hafi nú bara engan áhuga á pólitík, þó gögn segi annað. Við horfum upp á þau lifa við hlutfallslega verri lífsgæði en fyrri kynslóðir og missa af góðærinu en ypptum öxlum. Völd til að breyta ástandinu skulu þau sko ekki fá,“ segir Dóra. Að sögn Dóru er hér viðhaldið samfélagskerfum sem eru fjandsamleg ungu fólki. „Þegar þau gefast upp og flytja til útlanda spyrjum við okkur hver ástæðan sé.“ Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Sjá meira
Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í Reykjavík, gagnrýnir harðlega aprílgabb Morgunblaðsins og frambjóðenda Sjálfstæðisflokksins, Samfylkingarinnar og Vinstri grænna í borginni. Aprílgabbið snerist um að ungt fólk á aldrinum 16-18 ára fengju eftir allt saman að kjósa í sveitarstjórnarkosningunum næstkomandi. Í stöðuuppfærslu á Facebook segir Dóra að sér þyki grínið vera yfirlætislegt spaug. „Aldrei hefur mér þótt sérstaklega fínt þegar kýlt er niður eins og gert er í þessu vægast sagt sérstaka „gríni“ Morgunblaðsins, borgarstjóra, oddvita VG og frambjóðanda Sjálfstæðisflokksins. Hér makka þau sig saman í yfirlætislegu spaugi sem snýst um að núa krökkum því um nasir að þau fái sko ekkert að kjósa.“ Dóra furðar sig á því að borgarstjóra og frambjóðendunum þyki það vera fyndinn brandari að valdefla valdalausan hóp. „Fyrst tölum við um þau sem óþroskuð börn og að þau geti ekki haft vit fyrir sjálfum sér, hvað þá kosið. Við niðurlægjum þau og segjum að best sé nú fyrir þau að halda bara áfram að vera börn (þó þiggjum við skattana þeirra, að sjálfsögðu). Segjum sí og æ að þau hafi nú bara engan áhuga á pólitík, þó gögn segi annað. Við horfum upp á þau lifa við hlutfallslega verri lífsgæði en fyrri kynslóðir og missa af góðærinu en ypptum öxlum. Völd til að breyta ástandinu skulu þau sko ekki fá,“ segir Dóra. Að sögn Dóru er hér viðhaldið samfélagskerfum sem eru fjandsamleg ungu fólki. „Þegar þau gefast upp og flytja til útlanda spyrjum við okkur hver ástæðan sé.“
Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Sjá meira