Arnór fær mikið hrós: Kannski hæfileikaríkasti leikmaður sem ég hef spilað með Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. apríl 2018 15:00 Arnór Sigurðsson. Twitter/@ifknorrkoping Arnór Sigurðsson átti flotta innkomu hjá IFK Norrköping í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í gær og eftir leikinn fékk íslenski unglingalandsliðsmaðurinn mikið hrós frá liðsfélaga sínum. IFK Norrköping vann þarna 2-1 sigur á Brommapojkarna í fyrstu umferð tímabilsins en okkar maður átti mikinn þátt í því að lið hans náði að landa sigrinum. Arnór kom inná sem varamaður á 75. mínútu leiksins en þá var staðan 1-1 eftir að gamli Stjörnumaðurinn Martin Rauschenberg hafði jafnað metin á 57. mínútu leiksins. Það tók Arnór aðeins þrjár mínútur að gera út um leikinn en hann fiskaði þá vítaspyrnu sem Kalle Holmberg skoraði úr sigurmarkið. „Hann er kannski hæfileikaríkasti leikmaður sem ég hef spilað með,“ sagði miðjumaðurinn Simon Thern sem er 25 ára og hefur spilað með Malmö FF, Heerenveen og AIK á síðustu árum.Thern hyllar Sigurdsson: ”Kanske den största talangen jag spelat med” https://t.co/4CLBwL6n9i — SportExpressen (@SportExpressen) April 2, 2018 „Ég hef sagt þetta áður og ég hef líka spilað með mörgum góðum leikmönnum. Ef ég á að líkja honum við einhvern þá myndi ég líkja honum við Sam Larsson,“ sagði Simon Thern og hann leyndi ekki hrifningu sinni á Arnóri. Sam Larsson er 24 ára sænskur vængmaður sem spilar í dag með Feyenoord í Hollandi. Thern hélt áfram að hrósa Arnóri en Arnór er fæddur árið 1999 og hefur þegar unnið sér sæti í íslenska 21 árs landsliðinu. „Það er rosalega erfitt að ná af honum boltanum og hann er kraftmikill. Arnór hefur frábært auga fyrir leiknum og góða tilfinningu fyrir boltanum. Ég er algjörlega sannfærður um að hann verði aðalmaðurinn í IFK Norrköping í næstu framtíð,“ sagði Thern. „Ég vissi ekkert hver þessi strákur var þegar ég kom. Hann spilar fótbolta með hausnum og veit alveg hvað hann ætlar að gera næst,“ sagði Simon Thern. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti Glódís mætti ekki á æfingu Fótbolti „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Fótbolti Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Enski boltinn Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Körfubolti Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Fótbolti Fleiri fréttir Varð fullorðinn úti Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Glódís mætti ekki á æfingu „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Diogo Jota lést í bílslysi Hita upp fyrir HM með úrslitaleik um Gullbikarinn Myndasyrpa: Stelpurnar vel studdar í svekkjandi tapi „Ótrúlega gott fyrir hjartað að sjá þau“ Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Dramatík í endurkomusigri Norðmanna í hinum leik íslenska riðilsins Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn „Heilt yfir var ég bara sáttur“ „Ég var bara með niðurgang“ Ingibjörg: Gríðarlega svekkjandi „Mér fannst við alveg halda þeim í skefjum“ Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Twitter yfir leiknum gegn Finnlandi: Vonbrigði í Thun Courtois: Trent Alexander-Arnold martröð fyrir markverði Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM „Við erum betra liðið“ Fyrsta byrjunarlið Íslands á EM Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Vissir um að Messi verði áfram í Miami Mamman hefur trú á Sveindísi: „Hún er að fara láta þeim líða hræðilega“ Sjá meira
Arnór Sigurðsson átti flotta innkomu hjá IFK Norrköping í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í gær og eftir leikinn fékk íslenski unglingalandsliðsmaðurinn mikið hrós frá liðsfélaga sínum. IFK Norrköping vann þarna 2-1 sigur á Brommapojkarna í fyrstu umferð tímabilsins en okkar maður átti mikinn þátt í því að lið hans náði að landa sigrinum. Arnór kom inná sem varamaður á 75. mínútu leiksins en þá var staðan 1-1 eftir að gamli Stjörnumaðurinn Martin Rauschenberg hafði jafnað metin á 57. mínútu leiksins. Það tók Arnór aðeins þrjár mínútur að gera út um leikinn en hann fiskaði þá vítaspyrnu sem Kalle Holmberg skoraði úr sigurmarkið. „Hann er kannski hæfileikaríkasti leikmaður sem ég hef spilað með,“ sagði miðjumaðurinn Simon Thern sem er 25 ára og hefur spilað með Malmö FF, Heerenveen og AIK á síðustu árum.Thern hyllar Sigurdsson: ”Kanske den största talangen jag spelat med” https://t.co/4CLBwL6n9i — SportExpressen (@SportExpressen) April 2, 2018 „Ég hef sagt þetta áður og ég hef líka spilað með mörgum góðum leikmönnum. Ef ég á að líkja honum við einhvern þá myndi ég líkja honum við Sam Larsson,“ sagði Simon Thern og hann leyndi ekki hrifningu sinni á Arnóri. Sam Larsson er 24 ára sænskur vængmaður sem spilar í dag með Feyenoord í Hollandi. Thern hélt áfram að hrósa Arnóri en Arnór er fæddur árið 1999 og hefur þegar unnið sér sæti í íslenska 21 árs landsliðinu. „Það er rosalega erfitt að ná af honum boltanum og hann er kraftmikill. Arnór hefur frábært auga fyrir leiknum og góða tilfinningu fyrir boltanum. Ég er algjörlega sannfærður um að hann verði aðalmaðurinn í IFK Norrköping í næstu framtíð,“ sagði Thern. „Ég vissi ekkert hver þessi strákur var þegar ég kom. Hann spilar fótbolta með hausnum og veit alveg hvað hann ætlar að gera næst,“ sagði Simon Thern.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti Glódís mætti ekki á æfingu Fótbolti „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Fótbolti Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Enski boltinn Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Körfubolti Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Fótbolti Fleiri fréttir Varð fullorðinn úti Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Glódís mætti ekki á æfingu „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Diogo Jota lést í bílslysi Hita upp fyrir HM með úrslitaleik um Gullbikarinn Myndasyrpa: Stelpurnar vel studdar í svekkjandi tapi „Ótrúlega gott fyrir hjartað að sjá þau“ Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Dramatík í endurkomusigri Norðmanna í hinum leik íslenska riðilsins Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn „Heilt yfir var ég bara sáttur“ „Ég var bara með niðurgang“ Ingibjörg: Gríðarlega svekkjandi „Mér fannst við alveg halda þeim í skefjum“ Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Twitter yfir leiknum gegn Finnlandi: Vonbrigði í Thun Courtois: Trent Alexander-Arnold martröð fyrir markverði Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM „Við erum betra liðið“ Fyrsta byrjunarlið Íslands á EM Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Vissir um að Messi verði áfram í Miami Mamman hefur trú á Sveindísi: „Hún er að fara láta þeim líða hræðilega“ Sjá meira