Forsvarsmenn keppninnar greindu frá þessu fyrir stundu en framlag Aserbaísjan verður flutt fyrst á þriðjudagskvöldinu. Albanir koma síðan strax á eftir okkur Íslendingum.
Seinna undanúrslitakvöldið fer fram 10. maí og lokakvöldið verður síðan 12. maí í MEO höllinni í Lissabon sem tekur um tuttugu þúsund manns.
Framlag Íslands var sömuleiðis annað á svið árið 2012 þegar Jónsi og Greta Salóme fluttu lagið Never Forget. Lagið komst upp úr riðlinum í áttunda sæti en hafnaði svo í 20. sæti úrslitakvöldið.
The running order of the #Eurovision 2018 Semi-Finals is here! https://t.co/DHdRjEdH32pic.twitter.com/s6VG1g26NI
— Eurovision (@Eurovision) April 3, 2018