Hræðileg byrjun hjá Ólafíu í LA Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 19. apríl 2018 20:53 Ólafía fór hrikalega af stað í dag en náði að snúa skútunni aðeins þegar leið á daginn. vísir/afp Hrikaleg byrjun fór illa með Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur á fyrsta hring á Hugel-JTBC mótinu sem er hluti af LPGA mótaröðinni í golfi. Ólafía lauk leik á fjórum höggum yfir pari. Ólafía byrjaði á skolla strax á fyrstu braut. Hún paraði næstu tvær holur en fékk svo skolla á 4. og 5. braut, tvöfaldan skolla á þeirri sjöttu og skolla á sjöundu og var komin sex högg yfir parið. Íþróttamaður ársins 2017 náði að bjarga einu höggi á níundu holu og kláraði því fyrri níu á fimm höggum yfir pari. Seinni níu holurnar voru mun betri hjá Ólafíu, hún fór þær allar á pari nema þá 14., þar fékk hún fugl. Því lauk hún leik á fjórum höggum yfir pari. Útlitið var þó ágætt hjá Ólafíu, hún var í kringum 70. - 80. sætið og hefði góð spilamennska á morgun alveg getað skilað henni í gegnum niðurskurðin. Eftir því sem leið á kvöldið féll hún þó neðar og neðar í töflunni, þrátt fyrir að tapa ekki höggi, því fleiri kylfingar hófu leik og röðuðu sér í sætin fyrir ofan hana. Þegar þessi frétt er skrifuð er Ólafía í 107. - 114. sæti og enn eiga 18 kylfingar eftir að fara út í brautina og fjölmargir eru enn að spila sinn hring. Miðað við stöðuna þegar þessi frétt er skrifuð ætti niðurskurðarlínan á morgun að vera í kringum parið eða eitt högg yfir pari. Því er vel möguleiki fyrir Ólafíu að komast þar í gegn, en þá þarf hún að spila mun betur en hún gerði í byrjun dags í dag. Bein útsending frá mótinu hefst klukkan 22:30 á Golfstöðinni. Golf Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Fótbolti Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Íslenski boltinn Brazell ráðinn til Vals Íslenski boltinn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Hrikaleg byrjun fór illa með Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur á fyrsta hring á Hugel-JTBC mótinu sem er hluti af LPGA mótaröðinni í golfi. Ólafía lauk leik á fjórum höggum yfir pari. Ólafía byrjaði á skolla strax á fyrstu braut. Hún paraði næstu tvær holur en fékk svo skolla á 4. og 5. braut, tvöfaldan skolla á þeirri sjöttu og skolla á sjöundu og var komin sex högg yfir parið. Íþróttamaður ársins 2017 náði að bjarga einu höggi á níundu holu og kláraði því fyrri níu á fimm höggum yfir pari. Seinni níu holurnar voru mun betri hjá Ólafíu, hún fór þær allar á pari nema þá 14., þar fékk hún fugl. Því lauk hún leik á fjórum höggum yfir pari. Útlitið var þó ágætt hjá Ólafíu, hún var í kringum 70. - 80. sætið og hefði góð spilamennska á morgun alveg getað skilað henni í gegnum niðurskurðin. Eftir því sem leið á kvöldið féll hún þó neðar og neðar í töflunni, þrátt fyrir að tapa ekki höggi, því fleiri kylfingar hófu leik og röðuðu sér í sætin fyrir ofan hana. Þegar þessi frétt er skrifuð er Ólafía í 107. - 114. sæti og enn eiga 18 kylfingar eftir að fara út í brautina og fjölmargir eru enn að spila sinn hring. Miðað við stöðuna þegar þessi frétt er skrifuð ætti niðurskurðarlínan á morgun að vera í kringum parið eða eitt högg yfir pari. Því er vel möguleiki fyrir Ólafíu að komast þar í gegn, en þá þarf hún að spila mun betur en hún gerði í byrjun dags í dag. Bein útsending frá mótinu hefst klukkan 22:30 á Golfstöðinni.
Golf Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Fótbolti Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Íslenski boltinn Brazell ráðinn til Vals Íslenski boltinn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira