Að missa dagvistunarpláss hefur mikil áhrif á tekjuöflun heimilisins Jóhann K. Jóhannsson skrifar 19. apríl 2018 19:00 Foreldrar stúlku gagnrýna úrræðaleysi hjá Reykjavíkurborg en nýverið missti dóttir þeirra dagvistunarpláss sem hefur sett framfærslumöguleika fjölskyldunnar í uppnám. Formaður skóla og -frístundaráðs segir unnið sé að því að auka á gæði þjónustunnar og öryggi foreldra. Hrefna Þórunn er fimmtán mánaða. Í febrúar síðastliðnum fékk hún pláss í daggæslu hjá dagmóður og en á þeim tíma var fæðingarorlofi foreldranna lokið og regla að komast á líf fjölskyldunnar. Þremur mánuðum síðar, eða í byrjun apríl hætti dagmóðirin störfum nær samstundis vegna óviðráðanlegra orsaka og missti Hrefna og þrjú önnur börn sem voru í sömu vistun, daggæsluplássin.Fjallað var um málið fyrst á Fréttablaðið.is í gær en þar gagnrýndu foreldrar Hrefnu úrræðaleysi Reykjavíkurborgar í daggæslumálum en nær ómögulegt er að fá pláss hjá dagforeldri og hefur þetta sett stórt strik rekstur heimilisins með tilheyrandi tekjumissi. „Það er ekkert hægt að gera fyrir okkur sem er svo leiðinlegt. Þegar svona kemur upp, dagmamman hættir fyrirvaralaust vegna veikinda, þá er ekkert verkferli sem tekur við og kemur á móts við foreldranna. Þetta eru fjórar fjölskyldur sem að lenda allt í einu í þessu,“ segir Ottó Gunnarsson, faðir Hrefnu. Foreldrarnir segja að svör frá borginni til þeirra og hinna foreldranna sé öll á sama veg. „Bara þetta er voða leiðinlegt og gangi ykkur vel, þetta er ekki okkar mál. Það eru bara allir að reyna að halda vinnum og sönsum einhvern veginn,“ segir Anna Karen Sigurðardóttir, móðir Hrefnu. Anna og Ottó undrast að samningur sem þau gerðu við dagmóðurina sé merktur Reykjavíkurborg en að ábyrgð borgarinnar sé engin þegar foreldrar lenda svo í stöðu sem þessari. „Eðlilegast þætti mér að Reykjavíkurborg myndi koma með einhverjar lausn. Þó það væri ekki nema bara létta undir fjárhagslega eða hjálpa okkur á einhvern hátt bara á meðan ástandið er. Á meðan við erum ekki að finna dagmömmu,“ segir Anna. Skúli Þór Helgason, formaður Skóla- og frístundasviðs ReykjavíkurborgarFormaður Skóla- og frístundaráðs segir að í borginni sé vinna í gangi við að fara kerfisbundið í gegnum þjónustu dagforeldra þar sem auka á gæði þjónustunnar og öryggi foreldra. „Þetta er eitt af því sem foreldrar hafa kvartað undan og haft miklar áhyggjur af að öryggi þjónustunnar sé svo lítið ef einhver óvænt til vik koma upp,“ segir Skúli Helgason, formaður Skóla og frístundaráð Reykjavíkurborgar. Útbúa á hvatakerfi til að ýta undir þá þróun að dagforeldrar vinni í auknu mæli tveir og tveir saman. Borgin mun þá mögulega leggja til húsnæði eða aðstöðuframlag. Skúli segir vinnuna mjög langt komna. „Ég reikna með að það muni bara verða lagt fyrir skóla- og frístundaráð strax í byrjun maí þannig að við getum innleitt þetta mjög fljótlega í kjölfarið,“ segir Skúli. Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Fleiri fréttir Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Sjá meira
Foreldrar stúlku gagnrýna úrræðaleysi hjá Reykjavíkurborg en nýverið missti dóttir þeirra dagvistunarpláss sem hefur sett framfærslumöguleika fjölskyldunnar í uppnám. Formaður skóla og -frístundaráðs segir unnið sé að því að auka á gæði þjónustunnar og öryggi foreldra. Hrefna Þórunn er fimmtán mánaða. Í febrúar síðastliðnum fékk hún pláss í daggæslu hjá dagmóður og en á þeim tíma var fæðingarorlofi foreldranna lokið og regla að komast á líf fjölskyldunnar. Þremur mánuðum síðar, eða í byrjun apríl hætti dagmóðirin störfum nær samstundis vegna óviðráðanlegra orsaka og missti Hrefna og þrjú önnur börn sem voru í sömu vistun, daggæsluplássin.Fjallað var um málið fyrst á Fréttablaðið.is í gær en þar gagnrýndu foreldrar Hrefnu úrræðaleysi Reykjavíkurborgar í daggæslumálum en nær ómögulegt er að fá pláss hjá dagforeldri og hefur þetta sett stórt strik rekstur heimilisins með tilheyrandi tekjumissi. „Það er ekkert hægt að gera fyrir okkur sem er svo leiðinlegt. Þegar svona kemur upp, dagmamman hættir fyrirvaralaust vegna veikinda, þá er ekkert verkferli sem tekur við og kemur á móts við foreldranna. Þetta eru fjórar fjölskyldur sem að lenda allt í einu í þessu,“ segir Ottó Gunnarsson, faðir Hrefnu. Foreldrarnir segja að svör frá borginni til þeirra og hinna foreldranna sé öll á sama veg. „Bara þetta er voða leiðinlegt og gangi ykkur vel, þetta er ekki okkar mál. Það eru bara allir að reyna að halda vinnum og sönsum einhvern veginn,“ segir Anna Karen Sigurðardóttir, móðir Hrefnu. Anna og Ottó undrast að samningur sem þau gerðu við dagmóðurina sé merktur Reykjavíkurborg en að ábyrgð borgarinnar sé engin þegar foreldrar lenda svo í stöðu sem þessari. „Eðlilegast þætti mér að Reykjavíkurborg myndi koma með einhverjar lausn. Þó það væri ekki nema bara létta undir fjárhagslega eða hjálpa okkur á einhvern hátt bara á meðan ástandið er. Á meðan við erum ekki að finna dagmömmu,“ segir Anna. Skúli Þór Helgason, formaður Skóla- og frístundasviðs ReykjavíkurborgarFormaður Skóla- og frístundaráðs segir að í borginni sé vinna í gangi við að fara kerfisbundið í gegnum þjónustu dagforeldra þar sem auka á gæði þjónustunnar og öryggi foreldra. „Þetta er eitt af því sem foreldrar hafa kvartað undan og haft miklar áhyggjur af að öryggi þjónustunnar sé svo lítið ef einhver óvænt til vik koma upp,“ segir Skúli Helgason, formaður Skóla og frístundaráð Reykjavíkurborgar. Útbúa á hvatakerfi til að ýta undir þá þróun að dagforeldrar vinni í auknu mæli tveir og tveir saman. Borgin mun þá mögulega leggja til húsnæði eða aðstöðuframlag. Skúli segir vinnuna mjög langt komna. „Ég reikna með að það muni bara verða lagt fyrir skóla- og frístundaráð strax í byrjun maí þannig að við getum innleitt þetta mjög fljótlega í kjölfarið,“ segir Skúli.
Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Fleiri fréttir Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Sjá meira