Háspenna og hárbeittur húmor í sumarsmellunum sem eru handan við hornið Birgir Olgeirsson skrifar 19. apríl 2018 14:40 Margir bíða spenntir eftir þessum myndum. Sumarið er runnið upp hér á Íslandi samkvæmt dagatalinu og styttist biðin eftir sumarsmellum ársins þegar kemur að bíóhúsunum. Í næstu viku verður frumsýnd hér á landi stórmyndin Avengers: Infinity War sem segir frá baráttu Avengers-ofurhópsins við illmennið Thanos sem þráir ekkert heitara en að eyða um helmingi alls lífs í alheiminum til að koma á einhverju sem hann telur vera jafnvægi.Í maí næstkomandi mætir villingurinn Deadpool í bíó þar sem hann þarf að setja saman ofurhetjuteymi til að vernda ungan dreng fyrir tímaferðalangnum Cable. Síðasta stiklan úr þessari framhaldsmynd hefur verið opinberuð og um sprenghlægilega afurð að ræða. Til að mynda fá áhorfendur að kynnast hetjunni Domino sem lýsir því yfir að heppni sé ofurhetjuhæfileiki hennar og hinum venjulega Peter sem býr ekki yfir neinum hæfileika en fær engu að síður að vera með í ofurhetjuteymi Deadpool.Síðasta stiklan úr framhaldsmyndinni Jurassic World: Fallen Kingdom var frumsýnd í gær en þar fá áhorfendur að fylgjast með söguhetjum myndarinnar, leiknar af Chris Pratt og Bryce Dallas Howard, reyna hvað þær geta að bjarga risaeðlum undan eldgosi á eyjunni Isla Nublar. Á sama tíma kemur í ljós að fégráðugir vísindamenn hafa hannað nýja risaeðlu, Indoraptor, sem er sögð hættulegasta skepna sem gengið hefur á jörðinni. Myndin verður frumsýnd hér á landi í júní. Bíó og sjónvarp Mest lesið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Lykla-Pétur fauk á haf út Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Vann glæsilegan vinning í sumarbókaleik Bylgjunnar og Vísis Lífið samstarf Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Fleiri fréttir Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Sumarið er runnið upp hér á Íslandi samkvæmt dagatalinu og styttist biðin eftir sumarsmellum ársins þegar kemur að bíóhúsunum. Í næstu viku verður frumsýnd hér á landi stórmyndin Avengers: Infinity War sem segir frá baráttu Avengers-ofurhópsins við illmennið Thanos sem þráir ekkert heitara en að eyða um helmingi alls lífs í alheiminum til að koma á einhverju sem hann telur vera jafnvægi.Í maí næstkomandi mætir villingurinn Deadpool í bíó þar sem hann þarf að setja saman ofurhetjuteymi til að vernda ungan dreng fyrir tímaferðalangnum Cable. Síðasta stiklan úr þessari framhaldsmynd hefur verið opinberuð og um sprenghlægilega afurð að ræða. Til að mynda fá áhorfendur að kynnast hetjunni Domino sem lýsir því yfir að heppni sé ofurhetjuhæfileiki hennar og hinum venjulega Peter sem býr ekki yfir neinum hæfileika en fær engu að síður að vera með í ofurhetjuteymi Deadpool.Síðasta stiklan úr framhaldsmyndinni Jurassic World: Fallen Kingdom var frumsýnd í gær en þar fá áhorfendur að fylgjast með söguhetjum myndarinnar, leiknar af Chris Pratt og Bryce Dallas Howard, reyna hvað þær geta að bjarga risaeðlum undan eldgosi á eyjunni Isla Nublar. Á sama tíma kemur í ljós að fégráðugir vísindamenn hafa hannað nýja risaeðlu, Indoraptor, sem er sögð hættulegasta skepna sem gengið hefur á jörðinni. Myndin verður frumsýnd hér á landi í júní.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Lykla-Pétur fauk á haf út Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Vann glæsilegan vinning í sumarbókaleik Bylgjunnar og Vísis Lífið samstarf Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Fleiri fréttir Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira