Þór Saari segir skilið við Pírata eftir að þeir skipuðu annan í hans stað í bankaráði Birgir Olgeirsson skrifar 19. apríl 2018 11:39 Þór Saari, fyrrverandi Pírati. vísir/gva Þór Saari hefur sagt skilið við þingflokk Pírata eftir að flokkurinn ákvað að skipa hann ekki í bankaráð Seðlabankans fyrir hönd flokksins. Píratar skipuðu Þór Saari í bankaráð í fyrra eftir að hann hafði verið á framboðslista flokksins fyrir þingkosningarnar árið 2016. Hann var áður á þingi fyrir Borgarahreyfinguna og Hreyfinguna. Þór greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni en þar fer hann þungum orðum um Pírata en hann segir þingflokkinn hafa vikið frá þeirri óskráðu og mikilvægu reglu að skipa fulltrúa sína í ráð og nefndir á faglegum og þekkingarlegum forsendum. „Og grunngildi Pírata virðast orðin lítið meira en skraut,“ skrifar Þór og líkir þingflokknum við stefnulaust skip. „Þakka samstarfið sem hefur verið ánægjulegt, en þó enn meira áhugavert,“ skrifar Þór. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, skrifar athugasemd við færslu Þórs þar sem hann segir frá því að þingflokkur Pírata ákvað að skipa Jacqueline Clare Mallett í bankaráð fyrir hönd Pírata.Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, útskýrir mál Pírata undir færslu Þórs Saari.Vísir/ERNIRMallet er doktor í tölvunarfræði sem hefur unnið síðustu ár við greiningar á peningakerfum. Hún hefur starfað fyrir tölvuleikjaframleiðandann CCP Games og sem stundakennari hjá Háskóla Íslands. Þór Saari svarar Birni með því að fullyrða að þekking í tölvunarfræði muni ekki gagnast í bankaráði Seðlabankans né heldur í líkanagerð við greiningar á Basel-reglum. Þá vill Þór meina að tungumálakunnátta Mallet muni setja starf bankaráðsins í uppnám eins og gerðist þegar Framsóknarmenn skipuðu útlending í bankaráðið. Björn Leví segir hins vegar að tungumálaörðugleikar hafi ekki verið vandamál þegar útlendingur var áður í bankaráði Seðlabankans og séu það síður núna þegar Mallet mun starfa þar. Alþingi kaus í nýtt bankaráð Seðlabanka Íslands í gær en þar á meðal voru fyrrverandi ráðherra og tveir fyrrverandi þingmenn. Kjörnir aðalmenn voru þau Þórunn Guðmundsdóttir, Bolli Héðinsson, Gylfi Magnússon, Una María Óskarsdóttir, Sigurður Kári Kristjánsson, Jacqueline Clare Mallett og Frosti Sigurjónsson. Af þeim áttu Þórunn, Sigurður Kári og Frosti sæti í ráðinu áður. Þórlindur Kjartansson, Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir, Hildur Traustadóttir, Vilborg Hansen, Kristín Thoroddsen, Ólafur Margeirsson og Bára Ármannsdóttir voru kjörin varamenn. Stj.mál Tengdar fréttir Gagnrýndi pólitískar skipanir en fékk svo skipun í bankaráð Þór Saari, fyrrverandi þingmaður, gagnrýndi pólitískar skipanir í bankaráð Seðlabankans harðlega á Alþingi árið 2009. Varaði við kaffisamsæti flokksgæðinga. Var svo sjálfur skipaður í bankaráðið af Pírötum á þriðjudag. 27. apríl 2017 07:00 Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Sýn tapaði 239 milljónum Viðskipti innlent Verða ekki Framúrskarandi nema uppfylla lög um kynjahlutfall Framúrskarandi fyrirtæki Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar Viðskipti innlent „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Von á nýjum græjum frá Apple 12. september Viðskipti erlent Fleiri fréttir Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Sjá meira
Þór Saari hefur sagt skilið við þingflokk Pírata eftir að flokkurinn ákvað að skipa hann ekki í bankaráð Seðlabankans fyrir hönd flokksins. Píratar skipuðu Þór Saari í bankaráð í fyrra eftir að hann hafði verið á framboðslista flokksins fyrir þingkosningarnar árið 2016. Hann var áður á þingi fyrir Borgarahreyfinguna og Hreyfinguna. Þór greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni en þar fer hann þungum orðum um Pírata en hann segir þingflokkinn hafa vikið frá þeirri óskráðu og mikilvægu reglu að skipa fulltrúa sína í ráð og nefndir á faglegum og þekkingarlegum forsendum. „Og grunngildi Pírata virðast orðin lítið meira en skraut,“ skrifar Þór og líkir þingflokknum við stefnulaust skip. „Þakka samstarfið sem hefur verið ánægjulegt, en þó enn meira áhugavert,“ skrifar Þór. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, skrifar athugasemd við færslu Þórs þar sem hann segir frá því að þingflokkur Pírata ákvað að skipa Jacqueline Clare Mallett í bankaráð fyrir hönd Pírata.Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, útskýrir mál Pírata undir færslu Þórs Saari.Vísir/ERNIRMallet er doktor í tölvunarfræði sem hefur unnið síðustu ár við greiningar á peningakerfum. Hún hefur starfað fyrir tölvuleikjaframleiðandann CCP Games og sem stundakennari hjá Háskóla Íslands. Þór Saari svarar Birni með því að fullyrða að þekking í tölvunarfræði muni ekki gagnast í bankaráði Seðlabankans né heldur í líkanagerð við greiningar á Basel-reglum. Þá vill Þór meina að tungumálakunnátta Mallet muni setja starf bankaráðsins í uppnám eins og gerðist þegar Framsóknarmenn skipuðu útlending í bankaráðið. Björn Leví segir hins vegar að tungumálaörðugleikar hafi ekki verið vandamál þegar útlendingur var áður í bankaráði Seðlabankans og séu það síður núna þegar Mallet mun starfa þar. Alþingi kaus í nýtt bankaráð Seðlabanka Íslands í gær en þar á meðal voru fyrrverandi ráðherra og tveir fyrrverandi þingmenn. Kjörnir aðalmenn voru þau Þórunn Guðmundsdóttir, Bolli Héðinsson, Gylfi Magnússon, Una María Óskarsdóttir, Sigurður Kári Kristjánsson, Jacqueline Clare Mallett og Frosti Sigurjónsson. Af þeim áttu Þórunn, Sigurður Kári og Frosti sæti í ráðinu áður. Þórlindur Kjartansson, Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir, Hildur Traustadóttir, Vilborg Hansen, Kristín Thoroddsen, Ólafur Margeirsson og Bára Ármannsdóttir voru kjörin varamenn.
Stj.mál Tengdar fréttir Gagnrýndi pólitískar skipanir en fékk svo skipun í bankaráð Þór Saari, fyrrverandi þingmaður, gagnrýndi pólitískar skipanir í bankaráð Seðlabankans harðlega á Alþingi árið 2009. Varaði við kaffisamsæti flokksgæðinga. Var svo sjálfur skipaður í bankaráðið af Pírötum á þriðjudag. 27. apríl 2017 07:00 Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Sýn tapaði 239 milljónum Viðskipti innlent Verða ekki Framúrskarandi nema uppfylla lög um kynjahlutfall Framúrskarandi fyrirtæki Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar Viðskipti innlent „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Von á nýjum græjum frá Apple 12. september Viðskipti erlent Fleiri fréttir Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Sjá meira
Gagnrýndi pólitískar skipanir en fékk svo skipun í bankaráð Þór Saari, fyrrverandi þingmaður, gagnrýndi pólitískar skipanir í bankaráð Seðlabankans harðlega á Alþingi árið 2009. Varaði við kaffisamsæti flokksgæðinga. Var svo sjálfur skipaður í bankaráðið af Pírötum á þriðjudag. 27. apríl 2017 07:00