Körfubolti

Skotsýning LeBron jafnaði metin fyrir Cleveland

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
LeBron James reynir við eitt af 46 stigum sínum í leiknum
LeBron James reynir við eitt af 46 stigum sínum í leiknum Vísir/Getty
Cleveland Cavaliers jafnaði einvígi sitt við Indiana Pacers í úrslitum Austurdeildar NBA deildarinnar í körfubolta í nótt. LeBron James fór á kostum í liði Cavaliers.

James skoraði 46 af 100 stigum Cleveland í leiknum og tók þar að auki 12 fáköst í leiknum. Hann setti tóninn strax í upphafi og setti fyrstu 16 stig Cleveland.

Cleveland missti niður 18 stiga forystu í seinni hálfleik og Victor Oladipo hefði getað jafnað leikinn en þristur hanns geigaði þegar 27 sekúndur voru eftir af leiknum og Cleveland fór með 100-97 sigur.

Staðan í einvíginu er nú 1-1 og leikur þrjú verður í Indianapolis á föstudagskvöld.



Houston Rockets er í vænlegri stöðu í Vesturdeildinni, sigur á Minnesota Timberwolves í nótt þýddi að Rockets leiðir einvígið 2-0.

Heimamenn í Houston lentu undir í upphafi leiks en skoruðu 37 stig í öðrum leikhluta og gerðu þar með í raun út um leikinn, Minnesota náði ekki að ógna forystunni eftir það. Lokatölur urðu 102-82.

Chris Paul var atkvæðamestur í liði Houston með 27 stig og Gerald Green skilaði 21 stigi af bekknum. James Harden, sem átti stórleik í fyrsta leiknum með 44 stig skoraði aðeins 12 stig í nótt.







Nýliðinn Donovan Mitchell skoraði 28 stig og leiddi Utah Jazz til sigurs gegn Oklahoma City Thunder og Utah jafnaði þar með einvígið 1-1.

Derrick Favors átti sinn besta leik í úrslitakeppninni á ferlinum með 20 stig og 16 fráköst og Ricky Rubio bætti öðrum 22 stigum við tölu Jazz.









NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×