Stjörnuver mun opna í hitaveitutanki Birgir Olgeirsson skrifar 18. apríl 2018 13:48 Nýja stjörnuverið í hitaveitutankinum er hluti af umfangsmiklum endurbótum á Perlunni sem hefur fengið nýtt hlutverk sem náttúrusafn og miðstöð upplifunar í Reykjavík. Vísir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, Gunnar Gunnarsson forstjóri Perlu Norðursins og Inga Dóra Hrólfsdóttir framkvæmdastjóri Veitna undirrituðu samning um kaup Reykjavíkurborgar á tveimur hitaveitutönkum við Perluna í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg en þar segir að annar tankurinn sé nú þegar nýttur undir íshelli og glæsilega sýningu um jöklana á Íslandi. Hinn verður innréttaður í sumar fyrir stjörnuver sem mun nýta nýjustu tækni til að sýna himingeiminn sem Perla Norðursins mun opna í haust og er vinna við það þegar hafin. Annars vegar var undirritaður samningur um kaup Reykjavíkurborgar á tönkunum og hins vegar samningur við Perlu Norðursins um leigu á húsnæðinu sem bætist við ört stækkandi sýningarrými fyrirtækisins í Perlunni. Nýja stjörnuverið í hitaveitutankinum er hluti af umfangsmiklum endurbótum á Perlunni sem hefur fengið nýtt hlutverk sem náttúrusafn og miðstöð upplifunar í Reykjavík. Í stjörnuverinu verður boðið upp á sýndarheim þar sem áhorfendur sitja inni í hvelfingu og fræðast um stjörnur, reikistjörnur, tunglið og önnur fyrirbæri alheimsins. Í stjörnuveri Perlunnar munu sex stafrænir skjávarpar varpa 8K mynd í bestu fáanlegu gæðum á hvelfinguna og hljóðkerfi af fullkomnustu gerð opna gestum nýja sýn á norðurljós og náttúru Íslands. Áhersla er lögð á hughrif við hönnun stjörnuversins. Gestir þess munu upplifa norðurljósin í forsal áður en þeir ganga inn í sjálft stjörnuverið. Stjörnuver Perlunnar tekur 150 manns í sæti og eru stólar sérstaklega gerðir til að tryggja þægindi gesta. Fyrsta sýningin sem Perla Norðursins, leigutaki Perlunnar, áætlar að sýna í nýja stjörnuverinu sýnir náttúruperlur Íslands á einstakan hátt. Sýningin er sérstaklega samin og framleidd af Perlunni og hinu heimsþekkta Bowen Productions, sem sérhæfir sig í myndum fyrir stjörnuver. Önnur slík sýning um undraheim norðurljósanna verður frumsýnd á haustmánuðum. Bráðlega, eða í byrjun maí, opnar annar áfangi náttúrusýningar í Perlunni undir nafninu Undur íslenskrar náttúru. Þar verður hægt að upplifa eldgos og jarðskjálfta og sjá syndandi hvali undir gólfinu. Níu metra há eftirmynd af Látrabjargi klæðir nú þegar einn af veggjum hitaveitutankanna í Perlunni sem er nú óðum að fá nýtt hlutverk sem sýningarrými. Náttúruminjasafn Íslands mun síðan opna sýningu um Vatn í náttúru Íslands í desember. Hluti af samningnum við Veitur ohf. nú er að heimila fyrirtækinu að reisa nýjan tank undir heita vatnið í Öskjuhlíð sem er aðeins fjær Perlunni og hennar fjölmörgu gestum en þeim fer ört fjölgandi með hinum frábæru sýningum sem eru í boði þar. Þess er getið að grunnskólarnir í Reykjavík fá ókeypis inn í Perluna fyrir tvo árganga á hverju ári en þar geta reykvísk börn fræðst um náttúru Íslands og í sýningarrými á heimsmælikvarða. Tilkoma sýningarrýmisins í Perlunni hefur snúið rekstri hennar algjörlega við og hefur Reykjavíkurborg nú umtalsverðar tekjur af byggingunni í stað kostnaðar áður upp á um 150 milljónir króna á ári. Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Sjá meira
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, Gunnar Gunnarsson forstjóri Perlu Norðursins og Inga Dóra Hrólfsdóttir framkvæmdastjóri Veitna undirrituðu samning um kaup Reykjavíkurborgar á tveimur hitaveitutönkum við Perluna í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg en þar segir að annar tankurinn sé nú þegar nýttur undir íshelli og glæsilega sýningu um jöklana á Íslandi. Hinn verður innréttaður í sumar fyrir stjörnuver sem mun nýta nýjustu tækni til að sýna himingeiminn sem Perla Norðursins mun opna í haust og er vinna við það þegar hafin. Annars vegar var undirritaður samningur um kaup Reykjavíkurborgar á tönkunum og hins vegar samningur við Perlu Norðursins um leigu á húsnæðinu sem bætist við ört stækkandi sýningarrými fyrirtækisins í Perlunni. Nýja stjörnuverið í hitaveitutankinum er hluti af umfangsmiklum endurbótum á Perlunni sem hefur fengið nýtt hlutverk sem náttúrusafn og miðstöð upplifunar í Reykjavík. Í stjörnuverinu verður boðið upp á sýndarheim þar sem áhorfendur sitja inni í hvelfingu og fræðast um stjörnur, reikistjörnur, tunglið og önnur fyrirbæri alheimsins. Í stjörnuveri Perlunnar munu sex stafrænir skjávarpar varpa 8K mynd í bestu fáanlegu gæðum á hvelfinguna og hljóðkerfi af fullkomnustu gerð opna gestum nýja sýn á norðurljós og náttúru Íslands. Áhersla er lögð á hughrif við hönnun stjörnuversins. Gestir þess munu upplifa norðurljósin í forsal áður en þeir ganga inn í sjálft stjörnuverið. Stjörnuver Perlunnar tekur 150 manns í sæti og eru stólar sérstaklega gerðir til að tryggja þægindi gesta. Fyrsta sýningin sem Perla Norðursins, leigutaki Perlunnar, áætlar að sýna í nýja stjörnuverinu sýnir náttúruperlur Íslands á einstakan hátt. Sýningin er sérstaklega samin og framleidd af Perlunni og hinu heimsþekkta Bowen Productions, sem sérhæfir sig í myndum fyrir stjörnuver. Önnur slík sýning um undraheim norðurljósanna verður frumsýnd á haustmánuðum. Bráðlega, eða í byrjun maí, opnar annar áfangi náttúrusýningar í Perlunni undir nafninu Undur íslenskrar náttúru. Þar verður hægt að upplifa eldgos og jarðskjálfta og sjá syndandi hvali undir gólfinu. Níu metra há eftirmynd af Látrabjargi klæðir nú þegar einn af veggjum hitaveitutankanna í Perlunni sem er nú óðum að fá nýtt hlutverk sem sýningarrými. Náttúruminjasafn Íslands mun síðan opna sýningu um Vatn í náttúru Íslands í desember. Hluti af samningnum við Veitur ohf. nú er að heimila fyrirtækinu að reisa nýjan tank undir heita vatnið í Öskjuhlíð sem er aðeins fjær Perlunni og hennar fjölmörgu gestum en þeim fer ört fjölgandi með hinum frábæru sýningum sem eru í boði þar. Þess er getið að grunnskólarnir í Reykjavík fá ókeypis inn í Perluna fyrir tvo árganga á hverju ári en þar geta reykvísk börn fræðst um náttúru Íslands og í sýningarrými á heimsmælikvarða. Tilkoma sýningarrýmisins í Perlunni hefur snúið rekstri hennar algjörlega við og hefur Reykjavíkurborg nú umtalsverðar tekjur af byggingunni í stað kostnaðar áður upp á um 150 milljónir króna á ári.
Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Sjá meira