Fórnarlömb Magnús Guðmundsson skrifar 18. apríl 2018 10:00 Það eru aðeins rétt rúm tvö ár síðan uppljóstrað var um stöðu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, þáverandi forsætisráðherra, í Panamaskjölunum og reyndar einnig fleiri ráðamanna. Þessar mikilvægu uppljóstranir leiddu eðlilega til þess að ríkisstjórnin hraktist frá völdum en hvort miklar umbætur hafa átt sér stað innan íslenskra stjórnmála og samfélags frá þeim tíma skal ósagt látið. Eitt af því sem var hvað átakanlegast við að fylgjast með því, þegar ljóstrað var upp um stöðu Sigmundar Davíðs í Panamaskjölunum, var algjör afneitun hans á því að hafa gert nokkuð rangt. Hann tók sér stöðu sem fórnarlamb fjölmiðla sem hefðu horn í síðu hans og gerði því jafnvel skóna að eitthvað persónulegt eða annarlegt lægi að baki uppljóstrunum. Hann var fórnarlamb sannleikans. Fórnarlamb sannleikans vildi halda áfram í stjórnmálum en þjóðin var öll meira og minna fjúkandi vond út í forsætisráðherrann sinn fráfarandi. Þá var auðvitað ekkert annað til ráða en að búa til einhvern annan sannleika. Einhverja hlið málsins sem sýndi að þetta væri allt í lagi og það væri fullt af fólki sem stæði einhuga á bak við stjórnmálamanninn hugprúða. Það vildi bara ekki koma fram undir nafni af ótta við alla þessa skelfilegu fjölmiðlamenn sem væru alltaf að fara fram á að ráðamenn segðu satt. Slíkt getur auðvitað verið þreytandi og jafnvel til vandræða þegar fram líða stundir og völdin renna úr greipum. Hið rétta var reyndar að Sigmundur Davíð setti sig í samband við almannatengilinn Viðar Garðarsson sem tók að sér að setja upp vefsíður ímyndaðra stuðningsmanna og þannig var leitast við að blekkja almenning. Þetta er svona næsti bær við falskar fréttir og eins og þær auðvitað ekkert annað en vísvitandi blekking og þar með aðför að lýðræðinu. Það er dapurlegt að Sigmundur Davíð og almannatengillinn Viðar skuli ekki hafa séð, eða þá viljað sjá, hversu siðferðislega rangt er að blekkja almenning með þessum hætti. Nú situr Viðar eftir með sárt ennið og ógreiddan reikning, fórnarlamb heimatilbúins sannleika án kaupanda. Vonandi er siðferðisþröskuldur almannatengla alla jafna hærri en sá sem þarna var rúllað yfir. Viðar situr reyndar enn á lista yfir fjölmiðlamenn sem eiga að vera forsætisráðherranum fyrrverandi erfiðir. Á listanum eru væntanlega einstaklingar sem hafa ekkert til saka unnið annað en að vinna sína vinnu en af því að hún er fólgin í því að draga fram sannleika sem getur reynst óþægilegur þá teljast viðkomandi erfiðir. Því miður er það ekkert einsdæmi að stjórnmálamenn og fleiri valdamenn láti í sífellu að því liggja að fjölmiðlar hafi horn í síðu þeirra eða þar séu fréttamenn sem hafi eitthvað misjafnt í huga. Þetta er auðvitað óþolandi með öllu því erindi fréttamanna er að leiða fram sannleikann og ef valdhafi hefur eitthvað við það að athuga þá hefur hann eitthvað að fela. Einhvern sannleika sem á erindi við almenning og það er fyrir þann sama almenning sem fréttamenn starfa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Magnús Guðmundsson Mest lesið Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Sjá meira
Það eru aðeins rétt rúm tvö ár síðan uppljóstrað var um stöðu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, þáverandi forsætisráðherra, í Panamaskjölunum og reyndar einnig fleiri ráðamanna. Þessar mikilvægu uppljóstranir leiddu eðlilega til þess að ríkisstjórnin hraktist frá völdum en hvort miklar umbætur hafa átt sér stað innan íslenskra stjórnmála og samfélags frá þeim tíma skal ósagt látið. Eitt af því sem var hvað átakanlegast við að fylgjast með því, þegar ljóstrað var upp um stöðu Sigmundar Davíðs í Panamaskjölunum, var algjör afneitun hans á því að hafa gert nokkuð rangt. Hann tók sér stöðu sem fórnarlamb fjölmiðla sem hefðu horn í síðu hans og gerði því jafnvel skóna að eitthvað persónulegt eða annarlegt lægi að baki uppljóstrunum. Hann var fórnarlamb sannleikans. Fórnarlamb sannleikans vildi halda áfram í stjórnmálum en þjóðin var öll meira og minna fjúkandi vond út í forsætisráðherrann sinn fráfarandi. Þá var auðvitað ekkert annað til ráða en að búa til einhvern annan sannleika. Einhverja hlið málsins sem sýndi að þetta væri allt í lagi og það væri fullt af fólki sem stæði einhuga á bak við stjórnmálamanninn hugprúða. Það vildi bara ekki koma fram undir nafni af ótta við alla þessa skelfilegu fjölmiðlamenn sem væru alltaf að fara fram á að ráðamenn segðu satt. Slíkt getur auðvitað verið þreytandi og jafnvel til vandræða þegar fram líða stundir og völdin renna úr greipum. Hið rétta var reyndar að Sigmundur Davíð setti sig í samband við almannatengilinn Viðar Garðarsson sem tók að sér að setja upp vefsíður ímyndaðra stuðningsmanna og þannig var leitast við að blekkja almenning. Þetta er svona næsti bær við falskar fréttir og eins og þær auðvitað ekkert annað en vísvitandi blekking og þar með aðför að lýðræðinu. Það er dapurlegt að Sigmundur Davíð og almannatengillinn Viðar skuli ekki hafa séð, eða þá viljað sjá, hversu siðferðislega rangt er að blekkja almenning með þessum hætti. Nú situr Viðar eftir með sárt ennið og ógreiddan reikning, fórnarlamb heimatilbúins sannleika án kaupanda. Vonandi er siðferðisþröskuldur almannatengla alla jafna hærri en sá sem þarna var rúllað yfir. Viðar situr reyndar enn á lista yfir fjölmiðlamenn sem eiga að vera forsætisráðherranum fyrrverandi erfiðir. Á listanum eru væntanlega einstaklingar sem hafa ekkert til saka unnið annað en að vinna sína vinnu en af því að hún er fólgin í því að draga fram sannleika sem getur reynst óþægilegur þá teljast viðkomandi erfiðir. Því miður er það ekkert einsdæmi að stjórnmálamenn og fleiri valdamenn láti í sífellu að því liggja að fjölmiðlar hafi horn í síðu þeirra eða þar séu fréttamenn sem hafi eitthvað misjafnt í huga. Þetta er auðvitað óþolandi með öllu því erindi fréttamanna er að leiða fram sannleikann og ef valdhafi hefur eitthvað við það að athuga þá hefur hann eitthvað að fela. Einhvern sannleika sem á erindi við almenning og það er fyrir þann sama almenning sem fréttamenn starfa.
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun
Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun
Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun