Gefur lítið fyrir gagnrýni á kosningaloforð: „Það er dýrt að vera gamall“ Hersir Aron Ólafsson skrifar 17. apríl 2018 20:00 Oddviti Sjálfstæðismanna í Reykjavík gefur lítið fyrir gagnrýni á tillögur flokksins um afnám fasteignaskatta á eldri borgara og segir rangt að skattleggja fólk út úr íbúðum sínum. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur aftur á móti staðfest að flöt niðurfelling skattanna standist ekki lög. Líkt og sagt var frá í kvöldfréttum í gær er niðurfelling fasteignaskatta á borgarbúa 70 ára og eldri meðal kosningaloforða Sjálfstæðismanna í Reykjavík. Loforðið hefur sætt gagnrýni þar sem tekjulægri eldri borgarar eru þegar undanþegnir slíkum sköttum. Þá benti hagfræðingur á það í gær að ráðstöfunartekjur eldri borgara hefðu aukist margfalt á við yngri aldurshópa undanfarin ár. „Í fyrsta lagi er dýrt að vera gamall. Það er margt sem þarf að borga varðandi heilsuna og annað. Margir eldri borgarar eru skuldugir, það má ekki gleyma því. Þegar alltaf er verið að refsa eldri borgurum fyrir að vinna þá viljum við koma með mótvægisaðgerðir í því,“ segir oddvitinn Eyþór Arnalds.Segir hlutverk stjórnmálamanna að leita lausna Eyþór gefur lítið fyrir gagnrýni forseta borgarstjórnar og annarra sem bentu á það í gær að tillögurnar stæðust líklega ekki lög. „Stjórnmálamenn eiga að leita lausna, en ekki að finna afsakanir fyrir því að létta ekki byrðum af fólki. Vestmannaeyjar hafa gert þetta og það hefur ekki verið gerð athugasemd við það. Við spyrjum því, er ekki hægt að gera það í Reykjavík eins og í Vestmannaeyjum?“ spyr Eyþór. Þetta er vissulega rétt, en þrátt fyrir að í gjaldskrá Vestmannaeyja standi að tekjutengdur afsláttur sé veittur af fasteignasköttum eldri borgara hefur hann undanfarin ár verið veittur þeim öllum – án tillits til tekna. Í skriflegu svari samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins til fréttastofu er hins vegar ítrekað að slík flöt niðurfelling standist ekki lög. Ekki fengust hins vegar hins vegar skýringar á því hvers vegna ráðuneytið hefur látið framkvæmd bæjarins óátalda. Eyþór er alltént hvergi banginn. „Ef það þarf að útfæra þetta með öðrum hætti þá munum við bara hreinlega gera það.“ Hann segir það enn fremur afar mikilvægt að eldri borgarar geti búið heima hjá sér, eins lengi og þeir vilja. „Ég tel að það sé ekki rétta lausnin við húsnæðisvandanum í Reykjavík að skattleggja gamla fólkið út úr íbúðunum sínum. Það er ekki lausnin, það er ekki mannúðlegt.“ Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Eyþór í klemmu vegna kosningaloforða Fullyrt að ólöglegt sé að fella niður fasteignagjöld á eldri borgara. 16. apríl 2018 13:59 Eyþór telur tvískinnung einkenna gagnrýni Lífar Leiðtogi Sjálfstæðismanna segir gagnrýnendur sína kasta steinum úr glerhúsi. 16. apríl 2018 17:38 Skattahugmyndir Eyþórs sagðar hannaðar fyrir hina ríku Eyþór Arnalds segist vilja gera eldri borgurum kleift að búa lengur heima hjá sér. 16. apríl 2018 11:40 Kosningaloforð Sjálfstæðisflokksins: Forgangsraða í þágu eldri borgara og barna Sjálfstæðisflokkurinn í borginni kynnti kosningaloforð sín fyrir sveitarstjórnarkosningar. 14. apríl 2018 12:28 Segir loforðinu beint að eignamesta þjóðfélagshópnum Ef maður skoðar tölurnar þá er verið að fara að fella niður fasteignaskatta á þann aldurshóp sem á mestar eignir, á mest í fasteignum og þann aldurshóp sem hefur fengið mesta aukningu ráðstöfunartekna frá aldamótum, segir hagfræðingurinn Konráð S. Guðjónsson. 16. apríl 2018 23:34 Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Fleiri fréttir Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Sjá meira
Oddviti Sjálfstæðismanna í Reykjavík gefur lítið fyrir gagnrýni á tillögur flokksins um afnám fasteignaskatta á eldri borgara og segir rangt að skattleggja fólk út úr íbúðum sínum. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur aftur á móti staðfest að flöt niðurfelling skattanna standist ekki lög. Líkt og sagt var frá í kvöldfréttum í gær er niðurfelling fasteignaskatta á borgarbúa 70 ára og eldri meðal kosningaloforða Sjálfstæðismanna í Reykjavík. Loforðið hefur sætt gagnrýni þar sem tekjulægri eldri borgarar eru þegar undanþegnir slíkum sköttum. Þá benti hagfræðingur á það í gær að ráðstöfunartekjur eldri borgara hefðu aukist margfalt á við yngri aldurshópa undanfarin ár. „Í fyrsta lagi er dýrt að vera gamall. Það er margt sem þarf að borga varðandi heilsuna og annað. Margir eldri borgarar eru skuldugir, það má ekki gleyma því. Þegar alltaf er verið að refsa eldri borgurum fyrir að vinna þá viljum við koma með mótvægisaðgerðir í því,“ segir oddvitinn Eyþór Arnalds.Segir hlutverk stjórnmálamanna að leita lausna Eyþór gefur lítið fyrir gagnrýni forseta borgarstjórnar og annarra sem bentu á það í gær að tillögurnar stæðust líklega ekki lög. „Stjórnmálamenn eiga að leita lausna, en ekki að finna afsakanir fyrir því að létta ekki byrðum af fólki. Vestmannaeyjar hafa gert þetta og það hefur ekki verið gerð athugasemd við það. Við spyrjum því, er ekki hægt að gera það í Reykjavík eins og í Vestmannaeyjum?“ spyr Eyþór. Þetta er vissulega rétt, en þrátt fyrir að í gjaldskrá Vestmannaeyja standi að tekjutengdur afsláttur sé veittur af fasteignasköttum eldri borgara hefur hann undanfarin ár verið veittur þeim öllum – án tillits til tekna. Í skriflegu svari samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins til fréttastofu er hins vegar ítrekað að slík flöt niðurfelling standist ekki lög. Ekki fengust hins vegar hins vegar skýringar á því hvers vegna ráðuneytið hefur látið framkvæmd bæjarins óátalda. Eyþór er alltént hvergi banginn. „Ef það þarf að útfæra þetta með öðrum hætti þá munum við bara hreinlega gera það.“ Hann segir það enn fremur afar mikilvægt að eldri borgarar geti búið heima hjá sér, eins lengi og þeir vilja. „Ég tel að það sé ekki rétta lausnin við húsnæðisvandanum í Reykjavík að skattleggja gamla fólkið út úr íbúðunum sínum. Það er ekki lausnin, það er ekki mannúðlegt.“
Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Eyþór í klemmu vegna kosningaloforða Fullyrt að ólöglegt sé að fella niður fasteignagjöld á eldri borgara. 16. apríl 2018 13:59 Eyþór telur tvískinnung einkenna gagnrýni Lífar Leiðtogi Sjálfstæðismanna segir gagnrýnendur sína kasta steinum úr glerhúsi. 16. apríl 2018 17:38 Skattahugmyndir Eyþórs sagðar hannaðar fyrir hina ríku Eyþór Arnalds segist vilja gera eldri borgurum kleift að búa lengur heima hjá sér. 16. apríl 2018 11:40 Kosningaloforð Sjálfstæðisflokksins: Forgangsraða í þágu eldri borgara og barna Sjálfstæðisflokkurinn í borginni kynnti kosningaloforð sín fyrir sveitarstjórnarkosningar. 14. apríl 2018 12:28 Segir loforðinu beint að eignamesta þjóðfélagshópnum Ef maður skoðar tölurnar þá er verið að fara að fella niður fasteignaskatta á þann aldurshóp sem á mestar eignir, á mest í fasteignum og þann aldurshóp sem hefur fengið mesta aukningu ráðstöfunartekna frá aldamótum, segir hagfræðingurinn Konráð S. Guðjónsson. 16. apríl 2018 23:34 Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Fleiri fréttir Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Sjá meira
Eyþór í klemmu vegna kosningaloforða Fullyrt að ólöglegt sé að fella niður fasteignagjöld á eldri borgara. 16. apríl 2018 13:59
Eyþór telur tvískinnung einkenna gagnrýni Lífar Leiðtogi Sjálfstæðismanna segir gagnrýnendur sína kasta steinum úr glerhúsi. 16. apríl 2018 17:38
Skattahugmyndir Eyþórs sagðar hannaðar fyrir hina ríku Eyþór Arnalds segist vilja gera eldri borgurum kleift að búa lengur heima hjá sér. 16. apríl 2018 11:40
Kosningaloforð Sjálfstæðisflokksins: Forgangsraða í þágu eldri borgara og barna Sjálfstæðisflokkurinn í borginni kynnti kosningaloforð sín fyrir sveitarstjórnarkosningar. 14. apríl 2018 12:28
Segir loforðinu beint að eignamesta þjóðfélagshópnum Ef maður skoðar tölurnar þá er verið að fara að fella niður fasteignaskatta á þann aldurshóp sem á mestar eignir, á mest í fasteignum og þann aldurshóp sem hefur fengið mesta aukningu ráðstöfunartekna frá aldamótum, segir hagfræðingurinn Konráð S. Guðjónsson. 16. apríl 2018 23:34