Tryggja þurfi rétt feðra vegna fósturláta Sveinn Arnarsson skrifar 16. apríl 2018 06:00 VÍSIR/VILHELM Feður búa ekki yfir jöfnum rétti til fæðingarorlofs þegar kemur að andvana fæðingum eða fósturlátum barna. Þessu vill Andrés Ingi Jónsson, þingmaður VG, breyta. Andrés hefur spurt dómsmálaráðherra um skráningu faðernis hjá Þjóðskrá Íslands hvað varðar andvana fædd börn eða fósturlát fyrir 22. viku fæðingar. „Það á sér ekki stað nokkur skráning á faðerninu,“ segir Andrés. „Því eru mæður og feður ekki í sömu stöðunni þegar kemur til þess að fá fæðingarorlof vegna andvana fæðingar frá Vinnumálastofnun. Ef þau eru skráð í sambúð eða eru gift þá er rétturinn tryggður. Hins vegar er ekki hægt með nokkru móti fyrir föður að vera skráður fyrir þessu andvana fædda barni og því hefur hann engan rétt til fæðingarorlofs vegna þessa skráningarleysis. “ Vinnumálastofnun segir að mat á því hvort foreldrar eigi rétt á fæðingarorlofi í þessum tilvikum byggt á því að fyrir liggi hjá Þjóðskrá Íslands undirrituð yfirlýsing móður og föður um faðerni barns þegar ekki er um að ræða hjúskap eða skráða sambúð foreldra. Hins vegar er það svo að Þjóðskrá skráir ekki andvana fædd börn. „Börn sem fæðast andvana eru ekki skráð í þjóðskrá, en börn sem fæðast andvana eftir 22 vikna meðgöngu fá útgefna svonefnda kerfiskennitölu vegna skráningar í fæðingarskrá Embættis landlæknis. Í ljósi þess að andvana fædd börn eru ekki skráð í þjóðskrá er hvorki móðerni né faðerni þeirra skráð,“ segir í svari þjóðskrár til dómsmálaráðuneytisins um skráningar andvana fædda barna. Vinnumálastofnun segir jafnframt að foreldrar verði að vera gift eða skráðir í sambúð til þess að faðirinn eigi rétt á fæðingarorlofi. „Ef þetta eru hnökrar á kerfinu þarf að laga það, frekar en að fólk þurfi að berjast fyrir því að sækja sjálfsögð réttindi sín á þessum viðkvæma tíma,“ segir Andrés Ingi. Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Sjá meira
Feður búa ekki yfir jöfnum rétti til fæðingarorlofs þegar kemur að andvana fæðingum eða fósturlátum barna. Þessu vill Andrés Ingi Jónsson, þingmaður VG, breyta. Andrés hefur spurt dómsmálaráðherra um skráningu faðernis hjá Þjóðskrá Íslands hvað varðar andvana fædd börn eða fósturlát fyrir 22. viku fæðingar. „Það á sér ekki stað nokkur skráning á faðerninu,“ segir Andrés. „Því eru mæður og feður ekki í sömu stöðunni þegar kemur til þess að fá fæðingarorlof vegna andvana fæðingar frá Vinnumálastofnun. Ef þau eru skráð í sambúð eða eru gift þá er rétturinn tryggður. Hins vegar er ekki hægt með nokkru móti fyrir föður að vera skráður fyrir þessu andvana fædda barni og því hefur hann engan rétt til fæðingarorlofs vegna þessa skráningarleysis. “ Vinnumálastofnun segir að mat á því hvort foreldrar eigi rétt á fæðingarorlofi í þessum tilvikum byggt á því að fyrir liggi hjá Þjóðskrá Íslands undirrituð yfirlýsing móður og föður um faðerni barns þegar ekki er um að ræða hjúskap eða skráða sambúð foreldra. Hins vegar er það svo að Þjóðskrá skráir ekki andvana fædd börn. „Börn sem fæðast andvana eru ekki skráð í þjóðskrá, en börn sem fæðast andvana eftir 22 vikna meðgöngu fá útgefna svonefnda kerfiskennitölu vegna skráningar í fæðingarskrá Embættis landlæknis. Í ljósi þess að andvana fædd börn eru ekki skráð í þjóðskrá er hvorki móðerni né faðerni þeirra skráð,“ segir í svari þjóðskrár til dómsmálaráðuneytisins um skráningar andvana fædda barna. Vinnumálastofnun segir jafnframt að foreldrar verði að vera gift eða skráðir í sambúð til þess að faðirinn eigi rétt á fæðingarorlofi. „Ef þetta eru hnökrar á kerfinu þarf að laga það, frekar en að fólk þurfi að berjast fyrir því að sækja sjálfsögð réttindi sín á þessum viðkvæma tíma,“ segir Andrés Ingi.
Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Sjá meira