Ekki rætt hvernig Ísland bregðist við ef aftur komi til hernaðaraðgerða Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. apríl 2018 22:11 Rósa Björk eftir fundinn í Alþingishúsinu í kvöld. Hún sagði fundinn hafa verið upplýsandi og nauðsynlegan. Vísir/Egill Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingkona Vinstri grænna, sagði afstöðu sína til hernaðaraðgerða vestrænna ríkja í Sýrlandi og viðbragða íslenskra stjórnvalda óbreytta eftir fund utanríkismálanefndar og utanríkisráðherra sem lauk nú á tíunda tímanum í kvöld. Utanríkisráðherra sagði fundinn hafa verið upplýsandi en ekki væri hægt að segja til um hvernig Ísland bregðist við ef aftur komi til hernaðaríhlutunar vesturveldanna í Sýrlandi. Rósa Björk óskaði eftir því að fundur utanríkismálanefndar og utanríkisráðherra yrði haldinn en hún hefur lýst yfir andstöðu sinni við árásir Bandaríkjamanna, Breta og Frakka í Sýrlandi um helgina. Hún sagðist aðspurð sátt að fundi loknum, hann hefði bæði verið upplýsandi og nauðsynlegur. „En eins og við vitum öll er þetta mál ekkert búið," sagði Rósa og vísaði þar til þess að mikill pólitískur órói væri framundan í þeim ríkjum þar sem gripið var til þessara aðgerða.Sjá einnig: Sagði afstöðu íslenskra yfirvalda til árásanna mjög misvísandi Þá sagðist Rósa vonast til þess að ekki komi aftur til viðlíka hernaðaraðgerða og í Sýrlandi um helgina. Hún sagði ekkert hafa verið rætt um hvernig Ísland myndi bregðast við „mögulegum sviðsmyndum“ í þeim efnum.Það sem kom fram á þessum fundi, breytti það afstöðu þinni af atburðum helgarinnar og viðbrögðum stjórnvalda? „Nei.“Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra eftir fundinn í kvöld.Vísir/EgillGuðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra sagði fundinn með utanríkismálanefnd hafa verið góðan og upplýsandi. Ágætis umræður hefðu komið upp en ekki væri hægt að segja til um hvernig Ísland muni bregðast við ef aftur verði gripið til hernaðaraðgerða af hálfu vestrænna ríkja í Sýrlandi. „Það er ekkert hægt að segja til um hvað gerist, aðalatriði máls er það að ástandið er mjög alvarlegt í Sýrlandi," sagði Guðlaugur en að eins og áður legðu íslensk stjórnvöld áherslu á friðsamlegar lausnir. Gunnar Bragi Sveinsson þingmaður Miðflokksins sagði að svör við vissum spurningum hefðu fengist á fundinum. Þá sagði hann afstöðu stjórnvalda hafa verið óskýra framan af. „Ég held það gæti ákveðins óskýrleika milli utanríkisráðherra og forsætisráðherra sérstaklega en ég held að utanríkisráðherra hafi verið mun skýrari í sinni afstöðu heldur en forsætisráðherrann," sagði Gunnar Bragi og bætti við að það skýrist kannski af ólíkum uppruna þeirra sem eigi í hlut en samhljómurinn mætti vera meiri.Fréttin hefur verið uppfærð.Frá fundi utanríkismálanefndar og utanríkisráðherra í kvöld.Vísir/Egill Sýrland Tengdar fréttir Efast um réttmæti loftárásanna í Sýrlandi Rósa Björk Brynjólfsdóttir, Logi Einarsson og Silja Dögg Gunnarsdóttir ræddu loftárásir Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands á Sýrland í þættinum Sprengisandi í dag. 15. apríl 2018 12:54 Sagði afstöðu íslenskra yfirvalda til árásanna mjög misvísandi Fundur utanríkismálanefndar og utanríkisráðherra hófst í Alþingishúsinu um klukkan 20 í kvöld. 15. apríl 2018 20:36 Varar við upplausnarástandi ráðist vesturveldin aftur á Sýrland Vladimir Pútín og Hassan Rouhani ræddust við í síma í dag og voru sammála um að loftárásir vesturveldanna hafa komið í veg fyrir að diplómatísk lausn næðist í málefnum Sýrlands. 15. apríl 2018 19:56 Vilja að íslensk stjórnvöld standi gegn frekari árásum Samtök hernaðarandstæðinga fordæma loftárásir Bandaríkjanna, Frakklands og Bretlands í Sýrlandi. 15. apríl 2018 07:25 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingkona Vinstri grænna, sagði afstöðu sína til hernaðaraðgerða vestrænna ríkja í Sýrlandi og viðbragða íslenskra stjórnvalda óbreytta eftir fund utanríkismálanefndar og utanríkisráðherra sem lauk nú á tíunda tímanum í kvöld. Utanríkisráðherra sagði fundinn hafa verið upplýsandi en ekki væri hægt að segja til um hvernig Ísland bregðist við ef aftur komi til hernaðaríhlutunar vesturveldanna í Sýrlandi. Rósa Björk óskaði eftir því að fundur utanríkismálanefndar og utanríkisráðherra yrði haldinn en hún hefur lýst yfir andstöðu sinni við árásir Bandaríkjamanna, Breta og Frakka í Sýrlandi um helgina. Hún sagðist aðspurð sátt að fundi loknum, hann hefði bæði verið upplýsandi og nauðsynlegur. „En eins og við vitum öll er þetta mál ekkert búið," sagði Rósa og vísaði þar til þess að mikill pólitískur órói væri framundan í þeim ríkjum þar sem gripið var til þessara aðgerða.Sjá einnig: Sagði afstöðu íslenskra yfirvalda til árásanna mjög misvísandi Þá sagðist Rósa vonast til þess að ekki komi aftur til viðlíka hernaðaraðgerða og í Sýrlandi um helgina. Hún sagði ekkert hafa verið rætt um hvernig Ísland myndi bregðast við „mögulegum sviðsmyndum“ í þeim efnum.Það sem kom fram á þessum fundi, breytti það afstöðu þinni af atburðum helgarinnar og viðbrögðum stjórnvalda? „Nei.“Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra eftir fundinn í kvöld.Vísir/EgillGuðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra sagði fundinn með utanríkismálanefnd hafa verið góðan og upplýsandi. Ágætis umræður hefðu komið upp en ekki væri hægt að segja til um hvernig Ísland muni bregðast við ef aftur verði gripið til hernaðaraðgerða af hálfu vestrænna ríkja í Sýrlandi. „Það er ekkert hægt að segja til um hvað gerist, aðalatriði máls er það að ástandið er mjög alvarlegt í Sýrlandi," sagði Guðlaugur en að eins og áður legðu íslensk stjórnvöld áherslu á friðsamlegar lausnir. Gunnar Bragi Sveinsson þingmaður Miðflokksins sagði að svör við vissum spurningum hefðu fengist á fundinum. Þá sagði hann afstöðu stjórnvalda hafa verið óskýra framan af. „Ég held það gæti ákveðins óskýrleika milli utanríkisráðherra og forsætisráðherra sérstaklega en ég held að utanríkisráðherra hafi verið mun skýrari í sinni afstöðu heldur en forsætisráðherrann," sagði Gunnar Bragi og bætti við að það skýrist kannski af ólíkum uppruna þeirra sem eigi í hlut en samhljómurinn mætti vera meiri.Fréttin hefur verið uppfærð.Frá fundi utanríkismálanefndar og utanríkisráðherra í kvöld.Vísir/Egill
Sýrland Tengdar fréttir Efast um réttmæti loftárásanna í Sýrlandi Rósa Björk Brynjólfsdóttir, Logi Einarsson og Silja Dögg Gunnarsdóttir ræddu loftárásir Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands á Sýrland í þættinum Sprengisandi í dag. 15. apríl 2018 12:54 Sagði afstöðu íslenskra yfirvalda til árásanna mjög misvísandi Fundur utanríkismálanefndar og utanríkisráðherra hófst í Alþingishúsinu um klukkan 20 í kvöld. 15. apríl 2018 20:36 Varar við upplausnarástandi ráðist vesturveldin aftur á Sýrland Vladimir Pútín og Hassan Rouhani ræddust við í síma í dag og voru sammála um að loftárásir vesturveldanna hafa komið í veg fyrir að diplómatísk lausn næðist í málefnum Sýrlands. 15. apríl 2018 19:56 Vilja að íslensk stjórnvöld standi gegn frekari árásum Samtök hernaðarandstæðinga fordæma loftárásir Bandaríkjanna, Frakklands og Bretlands í Sýrlandi. 15. apríl 2018 07:25 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Efast um réttmæti loftárásanna í Sýrlandi Rósa Björk Brynjólfsdóttir, Logi Einarsson og Silja Dögg Gunnarsdóttir ræddu loftárásir Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands á Sýrland í þættinum Sprengisandi í dag. 15. apríl 2018 12:54
Sagði afstöðu íslenskra yfirvalda til árásanna mjög misvísandi Fundur utanríkismálanefndar og utanríkisráðherra hófst í Alþingishúsinu um klukkan 20 í kvöld. 15. apríl 2018 20:36
Varar við upplausnarástandi ráðist vesturveldin aftur á Sýrland Vladimir Pútín og Hassan Rouhani ræddust við í síma í dag og voru sammála um að loftárásir vesturveldanna hafa komið í veg fyrir að diplómatísk lausn næðist í málefnum Sýrlands. 15. apríl 2018 19:56
Vilja að íslensk stjórnvöld standi gegn frekari árásum Samtök hernaðarandstæðinga fordæma loftárásir Bandaríkjanna, Frakklands og Bretlands í Sýrlandi. 15. apríl 2018 07:25
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent