Efast um réttmæti loftárásanna í Sýrlandi Sylvía Hall skrifar 15. apríl 2018 12:54 Rósa Björk Brynjólfsdóttir, Logi Einarsson og Silja Dögg Gunnarsdóttir voru gestir þáttarins Sprengisands í dag. Vísir/Stefán/Eyþór/Vilhelm „Það er mjög mikilvægt að það sé brugðist við með afdráttarlausum hætti þegar er verið að nota efnavopn gegn almennum borgurum“ sagði Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, í viðtali í Sprengisandi í hádeginu. Jafnframt sagðist hún vera mótfallin loftárásum Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands í Sýrlandi þar sem hún telur að hernaðaraðgerðir stuðli ekki að friði og sagði loftárásir ekki hafa leyst neinn vanda í Sýrlandi hingað til. Rósa Björk, sem var gestur í þættinum ásamt þeim Loga Einarssyni og Silju Dögg Gunnarsdóttur, var ósátt við framgöngu ríkjanna þriggja og gagnrýndi vinnubrögð þjóðhöfðingjanna: „Ég geri alvarlegar athugasemdir við það að þrír þjóðhöfðingjar taki sig saman og ákveði að ráðast á hernaðarskotmörk í öðru ríki án lýðræðislegrar aðkomu þjóðþinga í þessum ríkjum.“ Hún benti á þá staðreynd að Vinstri græn væri eini stjórnmálaflokkur landsins sem væri andsnúinn veru Íslands í Atlantshafsbandalaginu (NATO) og sagði að stefna flokksins yrði að vera skýrari í utanríkisstefnu landsins. „Þó svo að við séum inni í þessu hernaðarbandalagi, þá er líka tækifæri fyrir Ísland að koma á framfæri ákveðnum sjónarmiðum“ sagði hún í viðtalinu.Þá hefur Rósa Björk farið fram fram á að utanríkismálanefnd Alþingis fundi um málið og mun nefndin funda með ráðherra og starfsmönnum utanríkisráðuneytisins í kvöld.„Ríkisstjórnin verður að tala skýrt í þessu máli og við þurfum að ræða þetta mjög alvarlega" Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir að hann vilji forðast hernaðaríhlutun og aðgerðir þjóðanna þriggja í Sýrlandi hafi verið ótímabærar. Hann segir að við sem friðelskandi þjóð ættum að beita okkur fyrir skynsamari lausnum og gagnrýnir að ríkisstjórnin hafi ekki látið utanríkismálanefnd vita . „Það er líka merkilegt það sem er að gerast hér, að utanríkismálanefnd er ekki látin vita. Hún fær ekki að koma sínum sjónarmiðum á framfæri þannig að ríkisstjórnin verður að tala skýrt í þessu máli og við þurfum að ræða þetta mjög alvarlega“ sagði Logi. Hann sagði hættu skapast þegar ríki taki einhliða ákvarðanir um árásir án lagalegs grundvallar, það skapaði fordæmi og hættu á að önnur ríki gerðu slíkt hið sama. Stuðningur Íslands við þessar aðgerðir gerði það að verkum að gagnrýni á samskonar aðgerðir yrði ómarktæk.Búið að liggja í loftinu í langan tíma Silja Dögg Gunnarsdóttir segir í viðtalinu að hún telji ekki ólíklegt að tímasetning aðgerðanna sé vegna efnavopnaárásarinnar í Douma og það hafi líklega verið dropinn sem fyllti mælinn. „Þetta er búið að liggja í loftinu í mjög langan tíma og það hafa allir vitað það, líka við í utanríkismálanefnd og fólk sem fylgist með þessu stríði og fréttum af því. Þetta kom kannski ekki á óvart en strangt til tekið er réttari leiðin að fara í gegnum þjóðþingin.“Frétt uppfærð: Upphaflega stóð að óskað væri eftir fundi í utanríkismálanefnd á þriðjudag, en fundurinn hefur verið boðaður klukkan 20:00 í kvöld. Sýrland Tengdar fréttir Trump og Macron boða hörð viðbrögð vegna efnavopnaárásar Meint efnavopnaárás á laugardag á bæinn Douma í Austur-Ghouta í Sýrlandi dregur dilk á eftir sér. 10. apríl 2018 05:15 Tugir sagðir hafa fallið í efnavopnaárás í Douma Hjálparstarfsmenn og aðgerðarsinnar segja minnst 40 almenna borgara hafa fallið í efnavopnaárás á bæinn Douma í Austur-Ghouta í Sýrlandi í gærkvöldi. 8. apríl 2018 11:15 Segir alvarlegt ósamræmi um stuðning Íslands við árásir Þingmaður Pírata bendir á að Nató og íslenskum ráðamönnum beri ekki saman um hvort íslensk stjórnvöld hafi lýst yfir stuðningi við loftárásirnar í Sýrlandi. 15. apríl 2018 10:57 Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Fleiri fréttir Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Lögregla lýsir eftir ökumanni sem ók á konu Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Sjá meira
„Það er mjög mikilvægt að það sé brugðist við með afdráttarlausum hætti þegar er verið að nota efnavopn gegn almennum borgurum“ sagði Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, í viðtali í Sprengisandi í hádeginu. Jafnframt sagðist hún vera mótfallin loftárásum Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands í Sýrlandi þar sem hún telur að hernaðaraðgerðir stuðli ekki að friði og sagði loftárásir ekki hafa leyst neinn vanda í Sýrlandi hingað til. Rósa Björk, sem var gestur í þættinum ásamt þeim Loga Einarssyni og Silju Dögg Gunnarsdóttur, var ósátt við framgöngu ríkjanna þriggja og gagnrýndi vinnubrögð þjóðhöfðingjanna: „Ég geri alvarlegar athugasemdir við það að þrír þjóðhöfðingjar taki sig saman og ákveði að ráðast á hernaðarskotmörk í öðru ríki án lýðræðislegrar aðkomu þjóðþinga í þessum ríkjum.“ Hún benti á þá staðreynd að Vinstri græn væri eini stjórnmálaflokkur landsins sem væri andsnúinn veru Íslands í Atlantshafsbandalaginu (NATO) og sagði að stefna flokksins yrði að vera skýrari í utanríkisstefnu landsins. „Þó svo að við séum inni í þessu hernaðarbandalagi, þá er líka tækifæri fyrir Ísland að koma á framfæri ákveðnum sjónarmiðum“ sagði hún í viðtalinu.Þá hefur Rósa Björk farið fram fram á að utanríkismálanefnd Alþingis fundi um málið og mun nefndin funda með ráðherra og starfsmönnum utanríkisráðuneytisins í kvöld.„Ríkisstjórnin verður að tala skýrt í þessu máli og við þurfum að ræða þetta mjög alvarlega" Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir að hann vilji forðast hernaðaríhlutun og aðgerðir þjóðanna þriggja í Sýrlandi hafi verið ótímabærar. Hann segir að við sem friðelskandi þjóð ættum að beita okkur fyrir skynsamari lausnum og gagnrýnir að ríkisstjórnin hafi ekki látið utanríkismálanefnd vita . „Það er líka merkilegt það sem er að gerast hér, að utanríkismálanefnd er ekki látin vita. Hún fær ekki að koma sínum sjónarmiðum á framfæri þannig að ríkisstjórnin verður að tala skýrt í þessu máli og við þurfum að ræða þetta mjög alvarlega“ sagði Logi. Hann sagði hættu skapast þegar ríki taki einhliða ákvarðanir um árásir án lagalegs grundvallar, það skapaði fordæmi og hættu á að önnur ríki gerðu slíkt hið sama. Stuðningur Íslands við þessar aðgerðir gerði það að verkum að gagnrýni á samskonar aðgerðir yrði ómarktæk.Búið að liggja í loftinu í langan tíma Silja Dögg Gunnarsdóttir segir í viðtalinu að hún telji ekki ólíklegt að tímasetning aðgerðanna sé vegna efnavopnaárásarinnar í Douma og það hafi líklega verið dropinn sem fyllti mælinn. „Þetta er búið að liggja í loftinu í mjög langan tíma og það hafa allir vitað það, líka við í utanríkismálanefnd og fólk sem fylgist með þessu stríði og fréttum af því. Þetta kom kannski ekki á óvart en strangt til tekið er réttari leiðin að fara í gegnum þjóðþingin.“Frétt uppfærð: Upphaflega stóð að óskað væri eftir fundi í utanríkismálanefnd á þriðjudag, en fundurinn hefur verið boðaður klukkan 20:00 í kvöld.
Sýrland Tengdar fréttir Trump og Macron boða hörð viðbrögð vegna efnavopnaárásar Meint efnavopnaárás á laugardag á bæinn Douma í Austur-Ghouta í Sýrlandi dregur dilk á eftir sér. 10. apríl 2018 05:15 Tugir sagðir hafa fallið í efnavopnaárás í Douma Hjálparstarfsmenn og aðgerðarsinnar segja minnst 40 almenna borgara hafa fallið í efnavopnaárás á bæinn Douma í Austur-Ghouta í Sýrlandi í gærkvöldi. 8. apríl 2018 11:15 Segir alvarlegt ósamræmi um stuðning Íslands við árásir Þingmaður Pírata bendir á að Nató og íslenskum ráðamönnum beri ekki saman um hvort íslensk stjórnvöld hafi lýst yfir stuðningi við loftárásirnar í Sýrlandi. 15. apríl 2018 10:57 Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Fleiri fréttir Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Lögregla lýsir eftir ökumanni sem ók á konu Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Sjá meira
Trump og Macron boða hörð viðbrögð vegna efnavopnaárásar Meint efnavopnaárás á laugardag á bæinn Douma í Austur-Ghouta í Sýrlandi dregur dilk á eftir sér. 10. apríl 2018 05:15
Tugir sagðir hafa fallið í efnavopnaárás í Douma Hjálparstarfsmenn og aðgerðarsinnar segja minnst 40 almenna borgara hafa fallið í efnavopnaárás á bæinn Douma í Austur-Ghouta í Sýrlandi í gærkvöldi. 8. apríl 2018 11:15
Segir alvarlegt ósamræmi um stuðning Íslands við árásir Þingmaður Pírata bendir á að Nató og íslenskum ráðamönnum beri ekki saman um hvort íslensk stjórnvöld hafi lýst yfir stuðningi við loftárásirnar í Sýrlandi. 15. apríl 2018 10:57
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent