Utanríkisráðherra: Skilaboð árásanna í Sýrlandi skýr Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 14. apríl 2018 12:05 Guðlaugur Þór telur aðgerðir ríkjanna þriggja í Sýrlandi skiljanlegar. VÍSIR/Andri Marinó Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir mikil vonbrigði að ekki hafi tekist að leita lausna í Sýrlandi eftir diplómatískum leiðum. Aftur á móti sé skiljanlegt að Frakkar, Bretar og Bandaríkjamenn hafi gripið til hernaðaraðgerða í ljósi alvarleika efnavopnaárásarinnar. Bandaríkjamenn, Frakkar og Bretar gerðu loftárásir á skotmörk sem þeir teljast tengjast efnavopnum ríkisstjórnar Bashars al-Assad í Sýrlandi í nótt. Utanríkisráðherra segir íslensk yfirvöld og önnur Natóríki ekki hafa verið upplýst um áformin áður en Donald Trump Bandaríkjaforseti greindi frá þeim í gær. „Það eru auðvitað mikil vonbrigði að ekki hafi náðst pólitísk lausn í Sýrlandi og það hefur ítrekað verið reynt, síðast í þessari viku í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna þar sem Rússland beitti enn á ný neitunarvaldi sínu. Og þetta stríð er búið að geisa núna í sjö ár og þeir sem hafa fallið er svipaður fjöldi og íslenska þjóðin og milljónir lagt á flótta,” segir Guðlaugur Þór. Neyð almennings sé gríðarleg og í ofanálag hafi stjórnarherinn í Sýrlandi margsinnis gerst sekur um að beita ólöglegum efnavopnum gegn almennum borgurum, nú síðast í borginni Douma fyrir nokkrum dögum, að sögn Guðlaugs Þórs. „Þessi vopn eru ómannúðleg og með öllu bönnuð samkvæmt alþjóðalögum og við höfum ítrekað fordæmt þau og það sé skiljanlegt við þessar aðstæður að Frakkland, Bretland og Bandaríkin hafi ákveðið að hefja afmarkaðar loftárásir og það er á staði sem geyma slík vopn og jafnframt senda þau skilaboð að notkun þeirra hafi afleiðingar í för með sér,” segir Guðlaugur. Áfram sé brýnt að ná pólitískri lausn í málefnum Sýrlands og í því samhengi þurfi öryggisráð Sameinuðu þjóðanna að axla ábyrgð sína. „Skilaboðin eru skýr, að það hafi afleiðingar í för með sér. Þeir sem verða fyrir mestum skaða eru almennir borgarar,“ segir Guðlaugur Þór. Sýrland Tengdar fréttir Bandaríkin, Bretar og Frakkar gera árásir á Sýrland Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur ákveðið að gera árás á stjórnarher Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, vegna efnavopnaárásarinnar í Douma. 14. apríl 2018 00:45 Pútín fordæmir loftárásirnar harðlega, May segir þær löglegar Forseti Rússlands segir að efnavopnaárásin í Douma hafi verið sett á svið og notuð sem átylla fyrir árásum vestrænna ríkja. 14. apríl 2018 08:36 Rússar fullyrða að meirihluti flugskeytanna hafi verið skotinn niður Ekki er hægt að staðfesta fullyrðinga Rússa að svo stöddu. Þeir segja engan hafa fallið í árásunum í nótt. 14. apríl 2018 10:54 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Götulokanir vegna kvennaverkfalls Innlent Fleiri fréttir Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir mikil vonbrigði að ekki hafi tekist að leita lausna í Sýrlandi eftir diplómatískum leiðum. Aftur á móti sé skiljanlegt að Frakkar, Bretar og Bandaríkjamenn hafi gripið til hernaðaraðgerða í ljósi alvarleika efnavopnaárásarinnar. Bandaríkjamenn, Frakkar og Bretar gerðu loftárásir á skotmörk sem þeir teljast tengjast efnavopnum ríkisstjórnar Bashars al-Assad í Sýrlandi í nótt. Utanríkisráðherra segir íslensk yfirvöld og önnur Natóríki ekki hafa verið upplýst um áformin áður en Donald Trump Bandaríkjaforseti greindi frá þeim í gær. „Það eru auðvitað mikil vonbrigði að ekki hafi náðst pólitísk lausn í Sýrlandi og það hefur ítrekað verið reynt, síðast í þessari viku í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna þar sem Rússland beitti enn á ný neitunarvaldi sínu. Og þetta stríð er búið að geisa núna í sjö ár og þeir sem hafa fallið er svipaður fjöldi og íslenska þjóðin og milljónir lagt á flótta,” segir Guðlaugur Þór. Neyð almennings sé gríðarleg og í ofanálag hafi stjórnarherinn í Sýrlandi margsinnis gerst sekur um að beita ólöglegum efnavopnum gegn almennum borgurum, nú síðast í borginni Douma fyrir nokkrum dögum, að sögn Guðlaugs Þórs. „Þessi vopn eru ómannúðleg og með öllu bönnuð samkvæmt alþjóðalögum og við höfum ítrekað fordæmt þau og það sé skiljanlegt við þessar aðstæður að Frakkland, Bretland og Bandaríkin hafi ákveðið að hefja afmarkaðar loftárásir og það er á staði sem geyma slík vopn og jafnframt senda þau skilaboð að notkun þeirra hafi afleiðingar í för með sér,” segir Guðlaugur. Áfram sé brýnt að ná pólitískri lausn í málefnum Sýrlands og í því samhengi þurfi öryggisráð Sameinuðu þjóðanna að axla ábyrgð sína. „Skilaboðin eru skýr, að það hafi afleiðingar í för með sér. Þeir sem verða fyrir mestum skaða eru almennir borgarar,“ segir Guðlaugur Þór.
Sýrland Tengdar fréttir Bandaríkin, Bretar og Frakkar gera árásir á Sýrland Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur ákveðið að gera árás á stjórnarher Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, vegna efnavopnaárásarinnar í Douma. 14. apríl 2018 00:45 Pútín fordæmir loftárásirnar harðlega, May segir þær löglegar Forseti Rússlands segir að efnavopnaárásin í Douma hafi verið sett á svið og notuð sem átylla fyrir árásum vestrænna ríkja. 14. apríl 2018 08:36 Rússar fullyrða að meirihluti flugskeytanna hafi verið skotinn niður Ekki er hægt að staðfesta fullyrðinga Rússa að svo stöddu. Þeir segja engan hafa fallið í árásunum í nótt. 14. apríl 2018 10:54 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Götulokanir vegna kvennaverkfalls Innlent Fleiri fréttir Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sjá meira
Bandaríkin, Bretar og Frakkar gera árásir á Sýrland Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur ákveðið að gera árás á stjórnarher Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, vegna efnavopnaárásarinnar í Douma. 14. apríl 2018 00:45
Pútín fordæmir loftárásirnar harðlega, May segir þær löglegar Forseti Rússlands segir að efnavopnaárásin í Douma hafi verið sett á svið og notuð sem átylla fyrir árásum vestrænna ríkja. 14. apríl 2018 08:36
Rússar fullyrða að meirihluti flugskeytanna hafi verið skotinn niður Ekki er hægt að staðfesta fullyrðinga Rússa að svo stöddu. Þeir segja engan hafa fallið í árásunum í nótt. 14. apríl 2018 10:54