Kímnigáfa ráðherrans vakti misjafna lukku Grétar Þór Sigurðsson skrifar 14. apríl 2018 07:30 Guðlaugur Þór gantaðist með meint reynsluleysi Þorgerðar Katrínar. Vísir/Vilhelm Ummæli sem Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra lét falla í líflegum umræðum á Alþingi á fimmtudagskvöld vöktu athygli í gær og féllu sums staðar í grýttan farveg. „Háttvirtur þingmaður er kannski búin að vera svo stutt hérna að hún þekkir ekki hverjar leikreglurnar eru. Það er bara reynsluleysi sem gerir það að verkum að þessar spurningar ganga fram,“ sagði Guðlaugur Þór í kjölfar ræðu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, þingmanns Viðreisnar. Hann sagði ESB-sinna fara með rangfærslur um EES-samninginn og með því væru þeir að grafa undan samningnum og klykkti út með orðunum: „Það er alveg skýrt markmið hjá mér, virðulegi forseti, það er að koma staðreyndunum á framfæri og það mun ég gera og ég skal alveg segja ykkur það, ég skal bara spá fyrir um það, það mun fara illa í háttvirta þingmenn Viðreisnar sem eru með ESB-sýkina og þeir munu illa þola þetta.” Í samtali við Fréttablaðið sagðist Þorgerður Katrín hafa verið að halda uppi eftirlitshlutverki þingsins með því að spyrja spurninga og reyna að eiga í málefnalegum umræðum. „Það skiptir máli að við vöndum okkur og við þurfum öll að gera það.“ Hún sagðist ætla að horfa fram á veginn og að hún erfi þetta ekki við Guðlaug. „Það er eitt og annað sagt í hita leiksins og við verðum líka að skoða það þannig,“ bætti hún við. „Er fólk orðið fullkomlega húmorslaust í þessum heimi? Steingrímur J. er eini maðurinn sem setið hefur lengur,“ voru fyrstu viðbrögð Guðlaugs Þórs þegar málið var borið undir hann. „Ég geri ekki greinarmun á körlum og konum á þingi,“ tók Guðlaugur fram þegar hann var spurður hvort honum þætti ummælin ekki niðrandi í garð kvenna. „Ég er búinn að vera á þingi síðan árið 2003 og ég hef leyft mér að gera að gamni mínu allan þennan tíma og ég mun halda því áfram meðan ég er þingmaður og ráðherra,“ sagði Guðlaugur sem lítur svo á að um saklaust grín sé að ræða. Aðeins Steingrímur J. Sigfússon, forseti þingsins, hefur setið lengi á Alþingi en Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.Vísir/Hanna Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Innlent Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Innlent Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Erlent Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Innlent Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Harður árekstur á Fífuhvammsvegi Valdimar tekinn við af Rósu sem bæjarstjóri Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Sundabraut forgangsmál, fjármögnuð með veggjöldum Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Tungumálaörðugleikar tefji fyrir rannsókn Hlíðarfjall opnað í fyrsta sinn í vetur Ríkisstjórnin ætlar á vinnufund á Þingvöllum Stefanía aðstoðar Hönnu Katrínu Sveitarfélög geti sparað milljónir með breyttri götulýsingu Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Prófa rýmingarflautur í Grindavík í dag Reykur barst inn í Háteigsskóla Tóku tvo billjardkjuða af manni í annarlegu ástandi Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ „Alltof mikið að gera“ hjá Dýrfinnu yfir áramótin Hlaut stungusár í brjósthol en ekki lengur á gjörgæslu Stunguárás, fálkaorður og ískalt nýársbað Ísþoka hrímaði trjágróður á kaldasta stað landsins í dag Úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna stunguárásar Eldur í Ártúnsbrekkunni Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Engin umferðarljós og bara tvö hringtorg í Rangárþingi ytra „Ég lít á það sem skref í átt til jafnréttis“ Sjá meira
Ummæli sem Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra lét falla í líflegum umræðum á Alþingi á fimmtudagskvöld vöktu athygli í gær og féllu sums staðar í grýttan farveg. „Háttvirtur þingmaður er kannski búin að vera svo stutt hérna að hún þekkir ekki hverjar leikreglurnar eru. Það er bara reynsluleysi sem gerir það að verkum að þessar spurningar ganga fram,“ sagði Guðlaugur Þór í kjölfar ræðu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, þingmanns Viðreisnar. Hann sagði ESB-sinna fara með rangfærslur um EES-samninginn og með því væru þeir að grafa undan samningnum og klykkti út með orðunum: „Það er alveg skýrt markmið hjá mér, virðulegi forseti, það er að koma staðreyndunum á framfæri og það mun ég gera og ég skal alveg segja ykkur það, ég skal bara spá fyrir um það, það mun fara illa í háttvirta þingmenn Viðreisnar sem eru með ESB-sýkina og þeir munu illa þola þetta.” Í samtali við Fréttablaðið sagðist Þorgerður Katrín hafa verið að halda uppi eftirlitshlutverki þingsins með því að spyrja spurninga og reyna að eiga í málefnalegum umræðum. „Það skiptir máli að við vöndum okkur og við þurfum öll að gera það.“ Hún sagðist ætla að horfa fram á veginn og að hún erfi þetta ekki við Guðlaug. „Það er eitt og annað sagt í hita leiksins og við verðum líka að skoða það þannig,“ bætti hún við. „Er fólk orðið fullkomlega húmorslaust í þessum heimi? Steingrímur J. er eini maðurinn sem setið hefur lengur,“ voru fyrstu viðbrögð Guðlaugs Þórs þegar málið var borið undir hann. „Ég geri ekki greinarmun á körlum og konum á þingi,“ tók Guðlaugur fram þegar hann var spurður hvort honum þætti ummælin ekki niðrandi í garð kvenna. „Ég er búinn að vera á þingi síðan árið 2003 og ég hef leyft mér að gera að gamni mínu allan þennan tíma og ég mun halda því áfram meðan ég er þingmaður og ráðherra,“ sagði Guðlaugur sem lítur svo á að um saklaust grín sé að ræða. Aðeins Steingrímur J. Sigfússon, forseti þingsins, hefur setið lengi á Alþingi en Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.Vísir/Hanna
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Innlent Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Innlent Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Erlent Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Innlent Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Harður árekstur á Fífuhvammsvegi Valdimar tekinn við af Rósu sem bæjarstjóri Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Sundabraut forgangsmál, fjármögnuð með veggjöldum Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Tungumálaörðugleikar tefji fyrir rannsókn Hlíðarfjall opnað í fyrsta sinn í vetur Ríkisstjórnin ætlar á vinnufund á Þingvöllum Stefanía aðstoðar Hönnu Katrínu Sveitarfélög geti sparað milljónir með breyttri götulýsingu Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Prófa rýmingarflautur í Grindavík í dag Reykur barst inn í Háteigsskóla Tóku tvo billjardkjuða af manni í annarlegu ástandi Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ „Alltof mikið að gera“ hjá Dýrfinnu yfir áramótin Hlaut stungusár í brjósthol en ekki lengur á gjörgæslu Stunguárás, fálkaorður og ískalt nýársbað Ísþoka hrímaði trjágróður á kaldasta stað landsins í dag Úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna stunguárásar Eldur í Ártúnsbrekkunni Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Engin umferðarljós og bara tvö hringtorg í Rangárþingi ytra „Ég lít á það sem skref í átt til jafnréttis“ Sjá meira