Breytingar á titlum óheppilegar Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir skrifar 13. apríl 2018 15:57 Eiríkur Rögnvaldsson er prófessor í íslenskri málfræði við Háskóla Íslands. Vísir/Valli „Ég skil rökin á bakvið þessar breytingar, sumt fannst mér ágætt og annað óheppilegt,“ segir Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor í íslenskri málfræði um uppfærða titla og heiti Stúdentaráðs Háskóla Íslands.Í fréttatilkynningu frá Stúdentaráði kemur fram að breytingarnar hafi verið samþykktar einróma á Stúdentaráðsfundi þann 9. apríl síðastliðinn og séu gerðar með það að leiðarljósi að draga úr kynjaðri orðræðu. Með kynjaðri orðræðu sé átt við titla og heiti sem gefa óþarflega í skyn eitt kyn, og gildi þess, umfram önnur. Helstu breytingar sem gerðar voru á titlum og heitum voru þær að formaður varð að forseta, fundarmaður að fundarmeðlim, stjórnarmaður að stjórnarmeðlim, framsögumaður að flutningsaðila og nefndarmaður að nefndarmeðlim. Eiríkur segir notkun á orðunum aðili og meðlimur óheppilega. Meðlimur sé tökuorð úr dönsku og mörgum finnist þetta ekki sérlega falleg orð. „Ég hef ekkert við það að athuga að fólk skipti út orðinu formaður fyrir forseta, það eru forsetar í ýmsum félögum. En þegar titlum er breytt í flutningsaðili og fundarmeðlimur þá velti ég fyrir mér hvort við séum eitthvað bættari með það.“Elísabet Brynjarsdóttir er nú forseti Stúdentaráðs, eftir breytingar á titlum og starfsheitum.Aðsend myndEiríkur segir orðið maður vera vandræðaorð, því það hafi tvöfalda merkingu. Annars vegar vísi það til mannfólks almennt og hins vegar sé það notað sem andstæða við konu í parinu „maður og kona“. „Ég skil rökin á bakvið að vilja losna við orðið en það þarf að fara varlega í svona breytingar því það er margt sem hangir á spýtunni,“ segir Eiríkur. Það sé spurning um hversu langt fólk vilji ganga. „Það eru til svo mörg orð, til dæmis samsetningar af orðinu maður, og ef á að fara að útrýma þeim öllum þá er það meira en að segja það,“ bendir Eiríkur á. Eiríkur spyr einnig hvað sé unnið með þessum breytingum. „Allt eru þetta karkynsorð; forseti, meðlimur, flutningsaðili. Það er einnig tilfellið í íslensku að megnið af starfsheitum og slíkum orðum eru karlkyns. Þó að við hendum maður út þá fáum við bara annað karlkynsorð í staðinn.“ „Ef við erum að skipta um orð á annað borð væri þá ekki rétt að reyna að finna eitthvað hvorukyns orð eða búa til nýtt orð. Til þess að nálgast meira eitthvert kynhlutleysi,“ segir Eiríkur. „En svo veit maður hitt líka að það eru margar konur og fólk, sem ekki vill skilgreina sig sem karl eða konu, sem upplifir þetta sem það vísi fremur til karla en kvenna. Það eru því ágætis rök fyrir hvort tveggja.“ Eiríkur segist þó ekki vera með neina lausn á vandamálinu. „Ef ég væri með hana þá væri ég örugglega búin að koma henni á framfæri. Ég hef svona í seinni tíð velt þessu heilmikið fyrir mér og þykist skilja ýmis sjónarmið í þessu, en það er erfitt að hafa einhverja eina ákveðna afstöðu.“ Íslenska á tækniöld Tengdar fréttir Nýr formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands kjörinn Elísabet Brynjarsdóttir, hjúkrunarfræðingur, var kjörin formaður einróma í kvöld. 19. mars 2018 21:02 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
„Ég skil rökin á bakvið þessar breytingar, sumt fannst mér ágætt og annað óheppilegt,“ segir Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor í íslenskri málfræði um uppfærða titla og heiti Stúdentaráðs Háskóla Íslands.Í fréttatilkynningu frá Stúdentaráði kemur fram að breytingarnar hafi verið samþykktar einróma á Stúdentaráðsfundi þann 9. apríl síðastliðinn og séu gerðar með það að leiðarljósi að draga úr kynjaðri orðræðu. Með kynjaðri orðræðu sé átt við titla og heiti sem gefa óþarflega í skyn eitt kyn, og gildi þess, umfram önnur. Helstu breytingar sem gerðar voru á titlum og heitum voru þær að formaður varð að forseta, fundarmaður að fundarmeðlim, stjórnarmaður að stjórnarmeðlim, framsögumaður að flutningsaðila og nefndarmaður að nefndarmeðlim. Eiríkur segir notkun á orðunum aðili og meðlimur óheppilega. Meðlimur sé tökuorð úr dönsku og mörgum finnist þetta ekki sérlega falleg orð. „Ég hef ekkert við það að athuga að fólk skipti út orðinu formaður fyrir forseta, það eru forsetar í ýmsum félögum. En þegar titlum er breytt í flutningsaðili og fundarmeðlimur þá velti ég fyrir mér hvort við séum eitthvað bættari með það.“Elísabet Brynjarsdóttir er nú forseti Stúdentaráðs, eftir breytingar á titlum og starfsheitum.Aðsend myndEiríkur segir orðið maður vera vandræðaorð, því það hafi tvöfalda merkingu. Annars vegar vísi það til mannfólks almennt og hins vegar sé það notað sem andstæða við konu í parinu „maður og kona“. „Ég skil rökin á bakvið að vilja losna við orðið en það þarf að fara varlega í svona breytingar því það er margt sem hangir á spýtunni,“ segir Eiríkur. Það sé spurning um hversu langt fólk vilji ganga. „Það eru til svo mörg orð, til dæmis samsetningar af orðinu maður, og ef á að fara að útrýma þeim öllum þá er það meira en að segja það,“ bendir Eiríkur á. Eiríkur spyr einnig hvað sé unnið með þessum breytingum. „Allt eru þetta karkynsorð; forseti, meðlimur, flutningsaðili. Það er einnig tilfellið í íslensku að megnið af starfsheitum og slíkum orðum eru karlkyns. Þó að við hendum maður út þá fáum við bara annað karlkynsorð í staðinn.“ „Ef við erum að skipta um orð á annað borð væri þá ekki rétt að reyna að finna eitthvað hvorukyns orð eða búa til nýtt orð. Til þess að nálgast meira eitthvert kynhlutleysi,“ segir Eiríkur. „En svo veit maður hitt líka að það eru margar konur og fólk, sem ekki vill skilgreina sig sem karl eða konu, sem upplifir þetta sem það vísi fremur til karla en kvenna. Það eru því ágætis rök fyrir hvort tveggja.“ Eiríkur segist þó ekki vera með neina lausn á vandamálinu. „Ef ég væri með hana þá væri ég örugglega búin að koma henni á framfæri. Ég hef svona í seinni tíð velt þessu heilmikið fyrir mér og þykist skilja ýmis sjónarmið í þessu, en það er erfitt að hafa einhverja eina ákveðna afstöðu.“
Íslenska á tækniöld Tengdar fréttir Nýr formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands kjörinn Elísabet Brynjarsdóttir, hjúkrunarfræðingur, var kjörin formaður einróma í kvöld. 19. mars 2018 21:02 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Nýr formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands kjörinn Elísabet Brynjarsdóttir, hjúkrunarfræðingur, var kjörin formaður einróma í kvöld. 19. mars 2018 21:02
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent