Donkey Kong-kóngur sviptur meti vegna svindls Birgir Olgeirsson skrifar 12. apríl 2018 18:23 Billy Mithcell Vísir/Getty Tölvuleikjaspilarinn Billy Mitchell hefur verið sviptur öllum metum sínum eftir að upp komst að hann hafði svindlað til að ná þeim.Greint er frá þessu á vef Variety en Mitchell skaust upp á stjörnuhiminn eftir að fjallað var um feril hans sem tölvuleikjaspilari í heimildarmyndinni The King of Kong: A Fistful of Quarters. Bandarísku samtökin Twin Galaxies, sem halda skráningu yfir hæsta stigafjöldann í hverjum leik, tilkynntu þetta fyrr í dag. „Með þessum úrskurði, geta Twin Galaxies ekki viðurkennt Billy Mitchell sem þann fyrsta til að ná milljón stigum í Donkey Kong,“ segir í tilkynningu frá samtökunum. Samtökin hafa því viðurkennt tölvuleikjaspilarann Steve Wiebe sem þann sem náði fyrstur milljón stigum í Donkey Kong.Steve Wiebe er í dag viðurkenndur sem sá fyrsti til að ná yfir milljón stiga í Donkey Kong.Vísir/GettyHeimildarmyndin The King of Kong: A Fistful of Quarters en hún sagði frá tilraunum Steve Wiebe til að ná heimsmetinu í tölvuleiknum Donkey Kong af Billy Mitchell. Wiebe náði að slá metið og komast yfir milljón stig. Hann sendi upptöku af mettilrauninni til Twin Galaxies sem staðfestu metið og varð Wiebe samstundis nokkuð frægur á Seattle-svæðinu í Bandaríkjunum. Mitchell kallaði eftir því að spilakassinn sem Wiebe notaðist við yrði rannsakaður af Twin Galaxies. Mithcell benti á að í spilakassanum sem Wiebe notaði væri hringrásartæki sem keppinautur Mitchells hefði hannað. Twin Galaxies ákvað því að draga viðurkenninguna á meti Wiebes til baka. Wiebe brá þá á það ráð að slá metið fyrir framan stóran hóp áhorfenda á annað tæki þar sem hann náði 985 þúsund stigum. Gerði það Wiebe að ákveðinni Donkey Kong-goðsögn en Mitchell var hvergi nærri hættur því hann sendi Twin Galaxies upptöku af sér á myndbandsspólu að ná rúmlega einni milljón stiga í Donkey Kong og fékk viðurkenningu á því frá Twin Galaxies, þrátt fyrir mótmæli Wiebe. Twin Galaxies viðurkenndu síðar meir að samtökin hefðu verið ósanngjörn í framkomu gagnvart Wiebe og leyfðu honum að senda inn upptökur af mettilraunum hans í Donkey Kong. Hann náði síðar meir 1.049.100 stigum og fór þar með fram úr Mitchell. Twin Galaxies viðurkenna því Wiebe sem þann fyrsta til að ná yfir einni milljón stiga í Donkey Kong. Mest lesið „Ég er óléttur“ Lífið Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum Lífið Fékk leyfi Nóbelskálds fyrir heiti nýrrar bókabúðar í Hamraborg Menning „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Lífið Er Ormstunga djarfasta sýning ársins? Gagnrýni Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Gert til að efla hvatberana og frumurnar Lífið Skilnaður „ógeðslega erfitt fyrirbæri“ en til eru verkfæri sem hjálpa Lífið samstarf Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Fleiri fréttir Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Sjá meira
Tölvuleikjaspilarinn Billy Mitchell hefur verið sviptur öllum metum sínum eftir að upp komst að hann hafði svindlað til að ná þeim.Greint er frá þessu á vef Variety en Mitchell skaust upp á stjörnuhiminn eftir að fjallað var um feril hans sem tölvuleikjaspilari í heimildarmyndinni The King of Kong: A Fistful of Quarters. Bandarísku samtökin Twin Galaxies, sem halda skráningu yfir hæsta stigafjöldann í hverjum leik, tilkynntu þetta fyrr í dag. „Með þessum úrskurði, geta Twin Galaxies ekki viðurkennt Billy Mitchell sem þann fyrsta til að ná milljón stigum í Donkey Kong,“ segir í tilkynningu frá samtökunum. Samtökin hafa því viðurkennt tölvuleikjaspilarann Steve Wiebe sem þann sem náði fyrstur milljón stigum í Donkey Kong.Steve Wiebe er í dag viðurkenndur sem sá fyrsti til að ná yfir milljón stiga í Donkey Kong.Vísir/GettyHeimildarmyndin The King of Kong: A Fistful of Quarters en hún sagði frá tilraunum Steve Wiebe til að ná heimsmetinu í tölvuleiknum Donkey Kong af Billy Mitchell. Wiebe náði að slá metið og komast yfir milljón stig. Hann sendi upptöku af mettilrauninni til Twin Galaxies sem staðfestu metið og varð Wiebe samstundis nokkuð frægur á Seattle-svæðinu í Bandaríkjunum. Mitchell kallaði eftir því að spilakassinn sem Wiebe notaðist við yrði rannsakaður af Twin Galaxies. Mithcell benti á að í spilakassanum sem Wiebe notaði væri hringrásartæki sem keppinautur Mitchells hefði hannað. Twin Galaxies ákvað því að draga viðurkenninguna á meti Wiebes til baka. Wiebe brá þá á það ráð að slá metið fyrir framan stóran hóp áhorfenda á annað tæki þar sem hann náði 985 þúsund stigum. Gerði það Wiebe að ákveðinni Donkey Kong-goðsögn en Mitchell var hvergi nærri hættur því hann sendi Twin Galaxies upptöku af sér á myndbandsspólu að ná rúmlega einni milljón stiga í Donkey Kong og fékk viðurkenningu á því frá Twin Galaxies, þrátt fyrir mótmæli Wiebe. Twin Galaxies viðurkenndu síðar meir að samtökin hefðu verið ósanngjörn í framkomu gagnvart Wiebe og leyfðu honum að senda inn upptökur af mettilraunum hans í Donkey Kong. Hann náði síðar meir 1.049.100 stigum og fór þar með fram úr Mitchell. Twin Galaxies viðurkenna því Wiebe sem þann fyrsta til að ná yfir einni milljón stiga í Donkey Kong.
Mest lesið „Ég er óléttur“ Lífið Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum Lífið Fékk leyfi Nóbelskálds fyrir heiti nýrrar bókabúðar í Hamraborg Menning „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Lífið Er Ormstunga djarfasta sýning ársins? Gagnrýni Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Gert til að efla hvatberana og frumurnar Lífið Skilnaður „ógeðslega erfitt fyrirbæri“ en til eru verkfæri sem hjálpa Lífið samstarf Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Fleiri fréttir Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“