Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Magnús Jochum Pálsson skrifar 26. janúar 2026 10:35 Hera Gísladóttir og Ásgeir Kolbeinsson hafa verið saman síðan 2013 og eiga einn son saman. Hera ólst upp með lítið milli handanna og fór ung að vinna í fiski. Hera Gísladóttir, heilsumarkþjálfi og stjörnuspekingur, ólst upp með lítið á milli handanna og þurfti að byrja að vinna fyrir sér ellefu ára gömul í fisk- og humarvinnslu. Hún segir stjörnuspeki hafa breytt lífi sínu og gert henni betur kleift að setja son sinn ekki í box. Hera er nýjasti gesturinn í hlaðvarpi Sölva Tryggvasonar þar sem hún ræddi um æskuna, stjörnuspekina og trú hennar á heiminn sem eina heilda. Hún segist einlæglega trúa því að allt skipti máli í lífinu og því meira sem við skoðum hegðun okkar, því betur sjáum við að við getum tekið ábyrgð á okkur sjálfum. „Það skiptir allt máli í því hvernig við hegðum lífi okkar og hvað við gerum frá degi til dags. Ég var mjög ung þegar ég fór að hugsa hlutina þannig að öll smáatriði skipti máli. Hvort sem við köllum þetta karma eða eitthvað annað er það bara þannig fyrir mér að litlu atriðin í því hvernig við komum fram skipti miklu máli. Þegar ég fer í Bónus og tek vöru úr hillunni vil ég skila henni á réttan stað og í mínum huga er alltaf orsök og afleiðing í öllu,“ segir Hera. Hera Gísladóttir fór ung að finna í fisk- og humarvinnslu. Hera leggi mikið upp úr því að hafa allt í röð í reglu í kringum sig því það endurspegli innra ástand að hennar mati. „Núna er ég að æfa mig í að vera bein í baki, af því að líkamsstaðan okkar skiptir máli og líkaminn og boðefnakerfið eru að hlusta á það hvernig við berum okkur. Ég sé þetta þannig að við séum hluti af einhverri stærri heild og að allt sem við gerum hér á jörðinni skipti máli,“ segir Hera. Alltaf ævintýri þó fjölskyldan hefði úr litlu að moða Hera segist hafa séð hlutina frá þessu sjónarhorni alveg frá því hún var lítil. „Ég ólst upp við lítið, sem kenndi mér að vera nægjusöm og þakklát. Mamma og pabbi skildu og á tímabili var staðan þannig að við vorum bara alltaf að borða afganga og höfðum úr litlu að moða. En mamma mín er þannig gerð að hún náði alltaf að búa til ævintýri úr þessu og kenndi okkur að sjá það jákvæða í öllu. Hún sá alltaf sólina frekar en skýin og í gegnum hana lærði ég að það er alltaf hægt að velja viðbragð í lífinu og velja með hvaða gleraugum við sjáum hlutina,“ segir Hera. Hera og Ásgeir Kolbeins hafa verið saman í rúm tíu ár.Hulda Margrét Það sé ekki alltaf hægt að velja hvað komi fyrir mann en það sé hægt að velja hvernig maður bregst við því sem gerist. Með aukinni meðvitund verði maður betri í að bregast við því sem gerist og velja sér viðbragð. „En það að alast upp við lítið kenndi mér hluti og ég er þakklát fyrir það. Ég fór mjög ung að vinna í fiski. Ég var líklega ellefu-tólf ára gömul þegar ég byrjaði að vinna í humarvinnslu og svo fiskvinnslu. Ég stóð upp á bastkörfu í vinnunni af því að ég var svo lítil. Svo þegar ég stóð mig vel fékk ég að vinna þar sem humarinn var nýkominn úr frystinum. Þar voru minni pásur, en maður fékk meira borgað. En puttarnir voru nánast frosnir af því að humarinn var svo kaldur,“ segir Hera. „Þannig að ég lærði í raun að það þyrfti að vera sársaukafullt að fá meiri pening. Sem mér finnst í raun röng skilyrðing í dag, af því að peningar eru bara orka og flæði og maður á ekki að þurfa að beita sig hörðu til að fá pening. En þrátt fyrir þessar skilyrðingar hef ég alltaf upplifað mig sem nóg og hef ekki þjáðst af því að finnast ég ekki eiga allt gott skilið.“ „Oftast bara vanmáttur hjá mér“ Hera hefur verið með Ásgeiri Kolbeinssyni fjölmiðlamanni í meira en áratug og eiga þau saman einn dreng. Þau reka fyrirtækið Orkugreiningu og halda úti hlaðvarpinu Stjörnuspeki - Orkugreining ásamt stjörnuspekingnum Gunnlaugi Guðmundssyni. „Þetta var upp og niður og fram og til baka fyrst og það tók tíma fyrir okkur að slípa okkur saman. Núna erum við búin að ná að stilla okkur mjög vel saman og vinnum út frá sameiginlegum gildum sem við höfum. Til dæmis það að vera í rifrildum og vera í keppni um hvor vinnur rifrildið. En þá tapar sambandið. Það er farsælla að reyna að skilja hvort annað og hvaðan við erum að koma og hvers vegna við erum ólík,“ segir Hera um samband hennar og Ásgeirs. „Á margan hátt gætum við varla verið ólíkari, en í dag erum við mjög meðvituð um það. Í dag er ég meðvituð um að ef hann segir eitthvað sem fer mjög mikið í taugarnar á mér er það oftast bara vanmáttur hjá mér. Eitt af því sem stjörnuspekin hefur gefið okkur er að skilja hver við erum sem einstaklingar og þá hættum við að reyna að troða hvoru öðru í box og ætlast til þess að við séum eins,“ segir hún. Stjörnuspekin breytti uppeldinu Hera segir að líf sitt hafi gjörbreyst þegar hún kynntist stjörnuspekinni. Það að ná að sjá fólk sem ólíka einstaklinga gjörbreyti heimssýninni og þá hætti maður að ætlast til að allir passi inn í box og að allir séu eins og maður sjálfur. „Þetta hefur gjörbreytt svo mörgu hjá mér. Bæði í ástarsambandinu mínu, í samstarfi við fólk og ekki síst í uppeldinu. Við búum við kerfi þar sem er svolítið ætlast til þess að allir passi inn í sama boxið og ef þú gerir það ekki, þá er eitthvað að þér. Svo koma allar greiningarnar og lyf og fleira. Þegar skólinn kallar foreldra á fund til að hafa áhyggjur af því að börnin þeirra séu ekki að gera hlutina nákvæmlega eins og kerfið vill þurfum við stundum að staldra við og spyrja spurninga. Þegar við Ásgeir fórum að skilja drenginn okkar og hvaðan hann kemur breyttist allt,“ segir hún. Ásgeir og Hera ásamt syni sínum.sambíó Sjálf sé hún mjög opin manneskja, á útopnu og mikil tjáningarvera „Ég var lengi að reyna að troða barninu mínu í boxið mitt og þannig var ég í raun mjög ósanngjörn við hann. Strákurinn minn er algjör andstæða mín samkvæmt öllu í stjörnuspekinni. Hann er fastur fyrir, hefur áhugamál á einu sviði í einu, er mjög rólegur og fæddist nánast eins og hann væri orðinn gamall maður. Hann er stórkostlegur og einstakur og það hefur allt blómstrað á nýjan hátt eftir að við fórum að ala hann upp miðað við hans styrkleika og hætta að reyna að breyta honum í eitthvað sem hann er ekki,“ segir Hera. „Við erum í raun að brjóta börnin okkar niður ef við erum í stjórnsemi að reyna að gera þau alveg eins og við erum, í stað þess að mæta þeim sem einstökum einstaklingum.“ Podcast með Sölva Tryggva Ástin og lífið Börn og uppeldi Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Lífið Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Lífið Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Lífið Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Lífið „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Lífið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Lífið Sólarströnd norðurhjarans Lífið Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Lífið Fleiri fréttir Sveppi þvoði hnausþykkt ár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Sjá meira
Hera er nýjasti gesturinn í hlaðvarpi Sölva Tryggvasonar þar sem hún ræddi um æskuna, stjörnuspekina og trú hennar á heiminn sem eina heilda. Hún segist einlæglega trúa því að allt skipti máli í lífinu og því meira sem við skoðum hegðun okkar, því betur sjáum við að við getum tekið ábyrgð á okkur sjálfum. „Það skiptir allt máli í því hvernig við hegðum lífi okkar og hvað við gerum frá degi til dags. Ég var mjög ung þegar ég fór að hugsa hlutina þannig að öll smáatriði skipti máli. Hvort sem við köllum þetta karma eða eitthvað annað er það bara þannig fyrir mér að litlu atriðin í því hvernig við komum fram skipti miklu máli. Þegar ég fer í Bónus og tek vöru úr hillunni vil ég skila henni á réttan stað og í mínum huga er alltaf orsök og afleiðing í öllu,“ segir Hera. Hera Gísladóttir fór ung að finna í fisk- og humarvinnslu. Hera leggi mikið upp úr því að hafa allt í röð í reglu í kringum sig því það endurspegli innra ástand að hennar mati. „Núna er ég að æfa mig í að vera bein í baki, af því að líkamsstaðan okkar skiptir máli og líkaminn og boðefnakerfið eru að hlusta á það hvernig við berum okkur. Ég sé þetta þannig að við séum hluti af einhverri stærri heild og að allt sem við gerum hér á jörðinni skipti máli,“ segir Hera. Alltaf ævintýri þó fjölskyldan hefði úr litlu að moða Hera segist hafa séð hlutina frá þessu sjónarhorni alveg frá því hún var lítil. „Ég ólst upp við lítið, sem kenndi mér að vera nægjusöm og þakklát. Mamma og pabbi skildu og á tímabili var staðan þannig að við vorum bara alltaf að borða afganga og höfðum úr litlu að moða. En mamma mín er þannig gerð að hún náði alltaf að búa til ævintýri úr þessu og kenndi okkur að sjá það jákvæða í öllu. Hún sá alltaf sólina frekar en skýin og í gegnum hana lærði ég að það er alltaf hægt að velja viðbragð í lífinu og velja með hvaða gleraugum við sjáum hlutina,“ segir Hera. Hera og Ásgeir Kolbeins hafa verið saman í rúm tíu ár.Hulda Margrét Það sé ekki alltaf hægt að velja hvað komi fyrir mann en það sé hægt að velja hvernig maður bregst við því sem gerist. Með aukinni meðvitund verði maður betri í að bregast við því sem gerist og velja sér viðbragð. „En það að alast upp við lítið kenndi mér hluti og ég er þakklát fyrir það. Ég fór mjög ung að vinna í fiski. Ég var líklega ellefu-tólf ára gömul þegar ég byrjaði að vinna í humarvinnslu og svo fiskvinnslu. Ég stóð upp á bastkörfu í vinnunni af því að ég var svo lítil. Svo þegar ég stóð mig vel fékk ég að vinna þar sem humarinn var nýkominn úr frystinum. Þar voru minni pásur, en maður fékk meira borgað. En puttarnir voru nánast frosnir af því að humarinn var svo kaldur,“ segir Hera. „Þannig að ég lærði í raun að það þyrfti að vera sársaukafullt að fá meiri pening. Sem mér finnst í raun röng skilyrðing í dag, af því að peningar eru bara orka og flæði og maður á ekki að þurfa að beita sig hörðu til að fá pening. En þrátt fyrir þessar skilyrðingar hef ég alltaf upplifað mig sem nóg og hef ekki þjáðst af því að finnast ég ekki eiga allt gott skilið.“ „Oftast bara vanmáttur hjá mér“ Hera hefur verið með Ásgeiri Kolbeinssyni fjölmiðlamanni í meira en áratug og eiga þau saman einn dreng. Þau reka fyrirtækið Orkugreiningu og halda úti hlaðvarpinu Stjörnuspeki - Orkugreining ásamt stjörnuspekingnum Gunnlaugi Guðmundssyni. „Þetta var upp og niður og fram og til baka fyrst og það tók tíma fyrir okkur að slípa okkur saman. Núna erum við búin að ná að stilla okkur mjög vel saman og vinnum út frá sameiginlegum gildum sem við höfum. Til dæmis það að vera í rifrildum og vera í keppni um hvor vinnur rifrildið. En þá tapar sambandið. Það er farsælla að reyna að skilja hvort annað og hvaðan við erum að koma og hvers vegna við erum ólík,“ segir Hera um samband hennar og Ásgeirs. „Á margan hátt gætum við varla verið ólíkari, en í dag erum við mjög meðvituð um það. Í dag er ég meðvituð um að ef hann segir eitthvað sem fer mjög mikið í taugarnar á mér er það oftast bara vanmáttur hjá mér. Eitt af því sem stjörnuspekin hefur gefið okkur er að skilja hver við erum sem einstaklingar og þá hættum við að reyna að troða hvoru öðru í box og ætlast til þess að við séum eins,“ segir hún. Stjörnuspekin breytti uppeldinu Hera segir að líf sitt hafi gjörbreyst þegar hún kynntist stjörnuspekinni. Það að ná að sjá fólk sem ólíka einstaklinga gjörbreyti heimssýninni og þá hætti maður að ætlast til að allir passi inn í box og að allir séu eins og maður sjálfur. „Þetta hefur gjörbreytt svo mörgu hjá mér. Bæði í ástarsambandinu mínu, í samstarfi við fólk og ekki síst í uppeldinu. Við búum við kerfi þar sem er svolítið ætlast til þess að allir passi inn í sama boxið og ef þú gerir það ekki, þá er eitthvað að þér. Svo koma allar greiningarnar og lyf og fleira. Þegar skólinn kallar foreldra á fund til að hafa áhyggjur af því að börnin þeirra séu ekki að gera hlutina nákvæmlega eins og kerfið vill þurfum við stundum að staldra við og spyrja spurninga. Þegar við Ásgeir fórum að skilja drenginn okkar og hvaðan hann kemur breyttist allt,“ segir hún. Ásgeir og Hera ásamt syni sínum.sambíó Sjálf sé hún mjög opin manneskja, á útopnu og mikil tjáningarvera „Ég var lengi að reyna að troða barninu mínu í boxið mitt og þannig var ég í raun mjög ósanngjörn við hann. Strákurinn minn er algjör andstæða mín samkvæmt öllu í stjörnuspekinni. Hann er fastur fyrir, hefur áhugamál á einu sviði í einu, er mjög rólegur og fæddist nánast eins og hann væri orðinn gamall maður. Hann er stórkostlegur og einstakur og það hefur allt blómstrað á nýjan hátt eftir að við fórum að ala hann upp miðað við hans styrkleika og hætta að reyna að breyta honum í eitthvað sem hann er ekki,“ segir Hera. „Við erum í raun að brjóta börnin okkar niður ef við erum í stjórnsemi að reyna að gera þau alveg eins og við erum, í stað þess að mæta þeim sem einstökum einstaklingum.“
Podcast með Sölva Tryggva Ástin og lífið Börn og uppeldi Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Lífið Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Lífið Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Lífið Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Lífið „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Lífið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Lífið Sólarströnd norðurhjarans Lífið Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Lífið Fleiri fréttir Sveppi þvoði hnausþykkt ár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Sjá meira