NBA: Úlfarnir loksins í úrslitakeppnina eftir sigur í framlengdum leik upp á líf og dauða Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. apríl 2018 07:30 Jimmy Butler og Karl-Anthony Towns fagna sigri Minnesota Timberwolves í nótt. Vísir/Getty Minnesota Timberwolves varð í nótt sextánda og síðasta liðið til að tryggja sér sæti í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta. Timberwolves liðið vann þá hreinan úrslitaleik á móti Denver Nuggets. Nú er ljóst hvaða lið mætast í úrslitakeppninni í ár.Jimmy Butler hefur spilað margoft í úrslitakeppninni með Chicago Bulls og hann átti mikinn þátt í því að Minnesota Timberwolves verður þar í fyrsta sinn í fjórtán ár. Ekkert lið í deildinni var búið að vera svo lengi í burtu frá úrslitakeppninni. Butler skoraði 31 stig í 112-106 sigri á Denver Nuggets en staðan var 101-101 eftir venjulegan leiktíma. Karl-Anthony Towns bætti við 26 stigum og 14 fráköstum í þessum fyrsta leik í 21 ár þar sem tvö lið spila hreinan úrslitaleik á lokakvöldi deildarkeppninnar um hvort liðið kæmist í úrslitakeppnina. „Ég mun örugglega sofna í kvöld og vakna síðan upp um miðja nótt og byrja að gráta,“ sagði Karl-Anthony Towns sem var aðeins átta ára gamall þegar Minnesota Timberwolves var síðast í úrslitakeppninni. Denver Nuggets komst í þennan úrslitaleik með því að vinna sex leiki í röð en sat eftir með sárt ennið. Nikola Jokic var atkvæðamestur hjá liðinu með 35 stig og 10 fráköst. Þetta er fimmta árið í röð sem Denver liðið missir af úrslitakeppni. Joel Embiid og JJ Redick voru ekki með og Ben Simmons skoraði ekki í fyrri hálfleiks. Philadelphia 76ers liðinu tókst samt að landa sextánda sigri sínum í röð þegar liðið vann Milwaukee Bucks 130-95. Nýliðinn Markelle Fultz náði sinni fyrstu þrennu á ferlinum, 13 stig, 10 frásköst og 10 stoðsendingar, Justin Anderson skoraði 25 stig og Dario Saric var með 24 stig. Joel Embiid hitaði upp með svarta grímu til að verja brotið nefið sitt en var síðan ekki með í leiknum og talaði um að missa nær örugglega af fyrsta leiknum í úrslitakeppninni um komandi helgi.LeBron James lék í sínum 82. leik á tímabilinu og náði því í fyrsta sinn á ferlinum að spila alla leikina. Hann spilaði hinsvegar ekki mikið og settist á bekkinn eftir að hann skoraði sitt tíunda stig þegar Cleveland Cavaliers tapaði 98-110 á móti New York Knicks.Anthony Davis var með 22 stig, 15 fráköst, 4 varin skot og 3 stolna bolta þegar New Orleans Pelicans tryggði sér sjötta sætið í Vesturdeildinni með 122-98 sigri á San Antonio Spurs. Rajon Rondo bætti við 19 stigum og 14 stoðsendingum og var með 21 stig og 15 fráköst.Wayne Ellington skoraði 32 stig fyrir Miami Heat sem tryggði sér sjötta sætið í Austurdeildinni með 116-109 sigur á Toronto Raptors í framlengdum leik.Úrslit úr öllum leikjum í NBA í nótt: Los Angeles Clippers - Los Angeles Lakers 100-115 Portland Trail Blazers - Utah Jazz 102-93 Sacramento Kings - Houston Rockets 96-83 Boston Celtics - Brooklyn Nets 110-97 Chicago Bulls - Detroit Pistons 87-119 Cleveland Cavaliers - New York Knicks 98-110 Miami Heat - Toronto Raptors 116-109 (105-105) Minnesota Timberwolves - Denver Nuggets 112-106 (101-101) New Orleans Pelicans - San Antonio Spurs 122-98 Oklahoma City Thunder - Memphis Grizzlies 137-123 Orlando Magic - Washington Wizards 101-92 Philadelphia 76ers - Milwaukee Bucks 130-95 The 2018 #NBAPlayoffs are set! pic.twitter.com/e2efX7wJkk — NBA (@NBA) April 12, 2018Liðin sem mætast í úrslitakeppninni í ár eru:- Austudeildin - (1) Toronto Raptors - (8) Washington Wizards (2) Boston Celtics - (7) Milwaukee Bucks (3) Philadelphia 76ers -. (6) Miami Heat (4) Cleveland Cavaliers - (5) Indiana Pacers- Vesturdeildin - (1) Houston Rockets - (8) Minnesota Timberwolves (2) Golden State Warriors - (7) San Antonio Spurs (3) Portland Trail Blazers - (6) New Orleans Pelicans (4) Oklahoma City Thunder - (5) Utah JazzÚrslitakeppni NBA-deildarinnar hefst strax á laugardaginn. NBA Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Sjá meira
Minnesota Timberwolves varð í nótt sextánda og síðasta liðið til að tryggja sér sæti í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta. Timberwolves liðið vann þá hreinan úrslitaleik á móti Denver Nuggets. Nú er ljóst hvaða lið mætast í úrslitakeppninni í ár.Jimmy Butler hefur spilað margoft í úrslitakeppninni með Chicago Bulls og hann átti mikinn þátt í því að Minnesota Timberwolves verður þar í fyrsta sinn í fjórtán ár. Ekkert lið í deildinni var búið að vera svo lengi í burtu frá úrslitakeppninni. Butler skoraði 31 stig í 112-106 sigri á Denver Nuggets en staðan var 101-101 eftir venjulegan leiktíma. Karl-Anthony Towns bætti við 26 stigum og 14 fráköstum í þessum fyrsta leik í 21 ár þar sem tvö lið spila hreinan úrslitaleik á lokakvöldi deildarkeppninnar um hvort liðið kæmist í úrslitakeppnina. „Ég mun örugglega sofna í kvöld og vakna síðan upp um miðja nótt og byrja að gráta,“ sagði Karl-Anthony Towns sem var aðeins átta ára gamall þegar Minnesota Timberwolves var síðast í úrslitakeppninni. Denver Nuggets komst í þennan úrslitaleik með því að vinna sex leiki í röð en sat eftir með sárt ennið. Nikola Jokic var atkvæðamestur hjá liðinu með 35 stig og 10 fráköst. Þetta er fimmta árið í röð sem Denver liðið missir af úrslitakeppni. Joel Embiid og JJ Redick voru ekki með og Ben Simmons skoraði ekki í fyrri hálfleiks. Philadelphia 76ers liðinu tókst samt að landa sextánda sigri sínum í röð þegar liðið vann Milwaukee Bucks 130-95. Nýliðinn Markelle Fultz náði sinni fyrstu þrennu á ferlinum, 13 stig, 10 frásköst og 10 stoðsendingar, Justin Anderson skoraði 25 stig og Dario Saric var með 24 stig. Joel Embiid hitaði upp með svarta grímu til að verja brotið nefið sitt en var síðan ekki með í leiknum og talaði um að missa nær örugglega af fyrsta leiknum í úrslitakeppninni um komandi helgi.LeBron James lék í sínum 82. leik á tímabilinu og náði því í fyrsta sinn á ferlinum að spila alla leikina. Hann spilaði hinsvegar ekki mikið og settist á bekkinn eftir að hann skoraði sitt tíunda stig þegar Cleveland Cavaliers tapaði 98-110 á móti New York Knicks.Anthony Davis var með 22 stig, 15 fráköst, 4 varin skot og 3 stolna bolta þegar New Orleans Pelicans tryggði sér sjötta sætið í Vesturdeildinni með 122-98 sigri á San Antonio Spurs. Rajon Rondo bætti við 19 stigum og 14 stoðsendingum og var með 21 stig og 15 fráköst.Wayne Ellington skoraði 32 stig fyrir Miami Heat sem tryggði sér sjötta sætið í Austurdeildinni með 116-109 sigur á Toronto Raptors í framlengdum leik.Úrslit úr öllum leikjum í NBA í nótt: Los Angeles Clippers - Los Angeles Lakers 100-115 Portland Trail Blazers - Utah Jazz 102-93 Sacramento Kings - Houston Rockets 96-83 Boston Celtics - Brooklyn Nets 110-97 Chicago Bulls - Detroit Pistons 87-119 Cleveland Cavaliers - New York Knicks 98-110 Miami Heat - Toronto Raptors 116-109 (105-105) Minnesota Timberwolves - Denver Nuggets 112-106 (101-101) New Orleans Pelicans - San Antonio Spurs 122-98 Oklahoma City Thunder - Memphis Grizzlies 137-123 Orlando Magic - Washington Wizards 101-92 Philadelphia 76ers - Milwaukee Bucks 130-95 The 2018 #NBAPlayoffs are set! pic.twitter.com/e2efX7wJkk — NBA (@NBA) April 12, 2018Liðin sem mætast í úrslitakeppninni í ár eru:- Austudeildin - (1) Toronto Raptors - (8) Washington Wizards (2) Boston Celtics - (7) Milwaukee Bucks (3) Philadelphia 76ers -. (6) Miami Heat (4) Cleveland Cavaliers - (5) Indiana Pacers- Vesturdeildin - (1) Houston Rockets - (8) Minnesota Timberwolves (2) Golden State Warriors - (7) San Antonio Spurs (3) Portland Trail Blazers - (6) New Orleans Pelicans (4) Oklahoma City Thunder - (5) Utah JazzÚrslitakeppni NBA-deildarinnar hefst strax á laugardaginn.
NBA Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Sjá meira