Dísilbann skiptir borgarbúum í tvennt Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 12. apríl 2018 06:00 Svifryk hefur leikið Reykvíkinga grátt að undanförnu. VÍSIR/ERNIR Fjörutíu og fjögur prósent þeirra sem afstöðu tóku í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins og vefmiðilsins frettabladid.is eru andvíg banni við notkun dísilbíla fyrir árið 2030. Litlu færri, eða 39 prósent, eru hlynnt slíku banni. Sautján prósent segjast hlutlaus. Fjölmargar þjóðir og borgir hafa boðað bann við notkun bifreiða sem knúnar eru af jarðefnaeldsneyti til að stuðla að hraðari orkuskiptum í samgöngum. Rökstuðningur fyrir slíku banni er yfirleitt með vísunum í bætta heilsu fólks með minna svifryki og að þetta sé mikilvæg aðgerð til að berjast gegn loftslagsbreytingum. Víðast hvar er stefnt á að innleiða slíkt bann á árunum 2025 til 2040. Á Íslandi er stefnan sú að árið 2030 verði hlutfall endurnýjanlegrar orku í samgöngum 40 prósent.Þegar rýnt er í svörin í könnun Fréttablaðsins, sem náði til 800 manns með lögheimili í Reykjavík og valdir voru með slembiúrtaki úr þjóðskrá, er ljóst að mikill hluti Reykvíkinga hefur skoðun á málinu en 91 prósent aðspurðra tók afstöðu til spurningarinnar, aðeins 5 prósent voru óákveðin. Athygli vekur að nánast sömu niðurstöður blasa við þegar spurðir eru einstaklingar á aldrinum 18 til 49 ára og 50 ára og eldri. Í báðum aldursbilum eru 39 prósent hlynnt banni en 45 prósent þeirra sem eru 50 ára og eldri eru andvíg banni. „Það kemur aðeins á óvart hvað það eru margir hlynntir slíku banni. Ég geri ráð fyrir því að það sé vegna þess hve mikil umræða hefur verið um sótmengun frá dísilbílum,“ segir Hjálmar Sveinsson, formaður Umhverfis- og skipulagsráðs. Hjálmar kveðst hafa ákveðnar efasemdir um að bann sé endilega rétta leiðin í þessum efnum. Vænlegra sé að haga málum þannig að hagstæðara verði að kaupa rafdrifna bíla. Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Umhverfismál Tengdar fréttir Vegagerðin kveðst vonast til að svifryk minnki á næstunni Kröfur til slitþols vega hafa aukist undanfarin misseri. Áhrifin eiga eftir að koma enn skýrar fram, vonandi í minna svifryki, segir verkfræðingur hjá Vegagerðinni. Ólíklegt að dragi úr svifryki með steyptum götum. 14. mars 2018 06:00 Varhugavert að fara út að skokka á verstu dögum Sex daga í ár hefur svifryk í Reykjavík farið yfir sólarhringsheilsumörk. Svifrykið getur aukið líkur á blóðtöppum og hjartaáföllum. Lagasetningu þarf til að hægt sé að draga úr umferð. Unnið er að breytingum á umferðarlögum. 13. mars 2018 06:00 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira
Fjörutíu og fjögur prósent þeirra sem afstöðu tóku í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins og vefmiðilsins frettabladid.is eru andvíg banni við notkun dísilbíla fyrir árið 2030. Litlu færri, eða 39 prósent, eru hlynnt slíku banni. Sautján prósent segjast hlutlaus. Fjölmargar þjóðir og borgir hafa boðað bann við notkun bifreiða sem knúnar eru af jarðefnaeldsneyti til að stuðla að hraðari orkuskiptum í samgöngum. Rökstuðningur fyrir slíku banni er yfirleitt með vísunum í bætta heilsu fólks með minna svifryki og að þetta sé mikilvæg aðgerð til að berjast gegn loftslagsbreytingum. Víðast hvar er stefnt á að innleiða slíkt bann á árunum 2025 til 2040. Á Íslandi er stefnan sú að árið 2030 verði hlutfall endurnýjanlegrar orku í samgöngum 40 prósent.Þegar rýnt er í svörin í könnun Fréttablaðsins, sem náði til 800 manns með lögheimili í Reykjavík og valdir voru með slembiúrtaki úr þjóðskrá, er ljóst að mikill hluti Reykvíkinga hefur skoðun á málinu en 91 prósent aðspurðra tók afstöðu til spurningarinnar, aðeins 5 prósent voru óákveðin. Athygli vekur að nánast sömu niðurstöður blasa við þegar spurðir eru einstaklingar á aldrinum 18 til 49 ára og 50 ára og eldri. Í báðum aldursbilum eru 39 prósent hlynnt banni en 45 prósent þeirra sem eru 50 ára og eldri eru andvíg banni. „Það kemur aðeins á óvart hvað það eru margir hlynntir slíku banni. Ég geri ráð fyrir því að það sé vegna þess hve mikil umræða hefur verið um sótmengun frá dísilbílum,“ segir Hjálmar Sveinsson, formaður Umhverfis- og skipulagsráðs. Hjálmar kveðst hafa ákveðnar efasemdir um að bann sé endilega rétta leiðin í þessum efnum. Vænlegra sé að haga málum þannig að hagstæðara verði að kaupa rafdrifna bíla.
Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Umhverfismál Tengdar fréttir Vegagerðin kveðst vonast til að svifryk minnki á næstunni Kröfur til slitþols vega hafa aukist undanfarin misseri. Áhrifin eiga eftir að koma enn skýrar fram, vonandi í minna svifryki, segir verkfræðingur hjá Vegagerðinni. Ólíklegt að dragi úr svifryki með steyptum götum. 14. mars 2018 06:00 Varhugavert að fara út að skokka á verstu dögum Sex daga í ár hefur svifryk í Reykjavík farið yfir sólarhringsheilsumörk. Svifrykið getur aukið líkur á blóðtöppum og hjartaáföllum. Lagasetningu þarf til að hægt sé að draga úr umferð. Unnið er að breytingum á umferðarlögum. 13. mars 2018 06:00 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira
Vegagerðin kveðst vonast til að svifryk minnki á næstunni Kröfur til slitþols vega hafa aukist undanfarin misseri. Áhrifin eiga eftir að koma enn skýrar fram, vonandi í minna svifryki, segir verkfræðingur hjá Vegagerðinni. Ólíklegt að dragi úr svifryki með steyptum götum. 14. mars 2018 06:00
Varhugavert að fara út að skokka á verstu dögum Sex daga í ár hefur svifryk í Reykjavík farið yfir sólarhringsheilsumörk. Svifrykið getur aukið líkur á blóðtöppum og hjartaáföllum. Lagasetningu þarf til að hægt sé að draga úr umferð. Unnið er að breytingum á umferðarlögum. 13. mars 2018 06:00