Besti þjálfari heims og besti leikmaður heims gera lítið án hvors annars í Meistaradeildinni Tómas Þór Þórðarson skrifar 11. apríl 2018 12:00 Ég sakna þín. vísir/getty Gærkvöldið var ekki gott fyrir gömlu félagana Pep Guardiola, knattspyrnustjóra Manchester City, og Lionel Messi, leikmann Barcelona. Báðir hafa lengi verið sagðir þeir bestu í sínu fagi; Guardiola besti þjálfari heims og Messi besti leikmaður heims. Guardiola og lærisveinar hans eru úr leik í Meistaradeildinni eftir 2-1 tap gegn Liverpool í seinni leik liðanna en spænski þjálfarinn fékk að horfa á seinni hálfleikinn úr stúkunni eftir að vera rekinn af velli í hálfleik. Lionel Messi og félögum hans tókst svo að tapa niður 4-1 stöðu frá fyrri leiknum í Rómarborg þegar að liðið tapaði 3-0 gegn Roma og er úr leik á útivallarmörkum. Ótrúleg úrslit sem hafa vakið heimsathygli. Guardiola og Messi því báðir úr leik í Meistaradeildinni og eiga ekki möguleika á að vinna hana sem eru reyndar ekkert sögulegar fréttir ef litið er til árangurs þeirra undanfarinna ára. Báðum hefur gengið bölvanlega að vinna Meistaradeildina síðan að leiðir þeirra skildu þegar að Guardiola hætti að þjálfa Barcelona árið 2012.Tveir titlar á fjórum árum Saman unnu þeir Meistaradeildina tvívegis, árin 2009 og 2011. Í bæði skiptin lagði Barcelona Manchester United í úrslitaleik en sigurinn árið 2009 var þriðji titilinn af þremur í þrennunni sem Guardiola vann á sínu fyrsta ári sem þjálfari Börsunga. Barcelona komst í undanúrslitin í Meistaradeildinni árið 2012 á síðasta ári Pep sem þjálfara liðsins en eftir að hann yfirgaf Katalóníu hefur honum aldrei tekist að vinna deild þeirra allra bestu. Messi er með einn titil á sama tíma. Pep fór til Bayern eftir árs frí frá þjálfun og rúllaði upp þýsku deildinni í þrígang en aldrei tókst honum að komast lengra en í undanúrslitin. Hann tapaði samanlagt 5-0 fyrir Real á fyrsta tímabilinu í Bæjaralandi, 5-3 fyrir sínum gömlulærisveinum í Barcelona á öðru tímabilinu og svo 2-2 á útivallarmörkum gegn Atlético á þriðju leiktíðinni. Þá yfirgaf hann Bayern München og fékk lausar hendur hjá Manchester City til að búa til sitt lið. Hann kom City-liðinu vissulega tveimur skrefum lengra í ár heldur en í fyrra en á síðustu leiktíð tapaði City fyrir Monaco á útivallarmörkum, 6-6, í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Það vita svo allir hvernig fór í ár.Söknuður Lionel Messi hefur ekki upplifað mikla sælu í Meistaradeildinni síðan að Guardiola hætti að þjálfa hann. Argentínumaðurinn gerði vissulega aðeins betur en fyrrverandi lærifaðir sinn og vann Meistaradeildina árið 2015 en þá leiktíð vann Luis Enrique, þáverandi þjálfari Barcelona, þrennuna á sinni fyrstu leiktíð líkt og Guardiola gerði. Á sex leiktíðum síðan að leiðir þeirra skildu hafa Pep og Messi „aðeins“ unnið Meistaradeildina einu sinni (Pep var í fríi í eitt ár). Pep komst þrívegis í undanúrslit en Messi hefur þrisvar sinnum fallið úr keppni með Barcelona í átta liða úrslitum síðan að Pep fór, tvisvar í undanúrslitum, og einu sinni unnið bikarinn. Svona til að halda eilífum samanburði Messi og Ronaldo á lífi má benda á að Portúgalinn er búinn að vinna Meistaradeildina þrisvar sinnum síðan að Pep og Messi kvöddu hvorn annan og þá er Zinedine Zidane búinn að vinna keppnina tvívegis á sama tíma sem þjálfari.Pep í Meistaradeildinni frá 2008: 2008/2009: Barcelona, meistari* 2009/2010: Barcelona, undanúrslit* 2010/2011: Barcelona, meistari* 2011/2012: Barcelona, undanúrslit* 2012/2013: Frí frá þjálfun 2013/2014: Bayern, undanúrslit 2014/2015: Bayern, undanúrslit 2015/2016: Bayern, undanúrslit 2016/2017: Man. City, 16 liða úrslit 2017/2018: Man. City, undanúrslitMessi í Meistaradeildinni frá 2008: 2008/2009: Barcelona, meistari* 2009/2010: Barcelona, undanúrslit* 2010/2011: Barcelona, meistari* 2011/2012: Barcelona, undanúrslit* 2012/2013: Barcelona, undanúrslit 2013/2014: Barcelona, 8 liða úrslit 2014/2015: Barcelona, meistari 2015/2016: Barcelona, 8 liða úrslit 2016/2017: Barcelona, 8 liða úrslit 2017/2018: Barcelona, undanúrslit*Pep og Messi saman hjá Barcelona Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Meira að segja „hlutlausir“ blaðamenn misstu sig í Róm í gærkvöldi Það var fagnað út um allan völl og út um alla borg þegar AS Roma liðið sló Barcelona út úr Meistaradeildinni í gærkvöldi. 11. apríl 2018 12:30 Segir ekkert lið nema Real Madrid geti stoppað Liverpool í Meistaradeildinni Chris Waddle, knattspyrnusérfræðingur á BBC Radio 5, segir að Liverpool komist í úrslitaleik Meistaradeildarinnar svo framarlega sem liðið sleppur við það að dragast á móti Real Madrid í undanúrslitunum. 11. apríl 2018 09:00 Guardiola: Sagði að þetta hafi verið mark og hann rak mig útaf Pep Guardiola, stjóri Manchester City, var sendur upp í stúku í leik Man. City og Liverpool í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar eftir að hafa látið dómarateymið heyra það í hálfleik. 10. apríl 2018 21:20 Mörkin sem hentu Barcelona úr Meistaradeildinni og allur hasarinn á Etihad Roma gerði sér lítið fyrir og sló Barcelona úr keppni í Meistaradeild Evrópu með að snúa við 4-1 tapi á útivelli í síðustu viku í 3-0 sigur á heimavelli í kvöld. Roma fer því áfram á útivallarmörkum. 10. apríl 2018 21:45 Stemmningin var svo svakaleg í Róm í gærkvöldi að forseti Roma gerði þetta Á kvöldi þegar flestir knattspyrnaáhugamenn voru að pæla í því hvort Manchester City tækist að vinna upp þriggja marka forskot Liverpool þá voru endurkomudísirnar að hjálpa öðru félagi að vinna upp þriggja marka forskot mun sunnar í álfunni. 11. apríl 2018 08:30 Mest lesið „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Handbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Fleiri fréttir Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Sjá meira
Gærkvöldið var ekki gott fyrir gömlu félagana Pep Guardiola, knattspyrnustjóra Manchester City, og Lionel Messi, leikmann Barcelona. Báðir hafa lengi verið sagðir þeir bestu í sínu fagi; Guardiola besti þjálfari heims og Messi besti leikmaður heims. Guardiola og lærisveinar hans eru úr leik í Meistaradeildinni eftir 2-1 tap gegn Liverpool í seinni leik liðanna en spænski þjálfarinn fékk að horfa á seinni hálfleikinn úr stúkunni eftir að vera rekinn af velli í hálfleik. Lionel Messi og félögum hans tókst svo að tapa niður 4-1 stöðu frá fyrri leiknum í Rómarborg þegar að liðið tapaði 3-0 gegn Roma og er úr leik á útivallarmörkum. Ótrúleg úrslit sem hafa vakið heimsathygli. Guardiola og Messi því báðir úr leik í Meistaradeildinni og eiga ekki möguleika á að vinna hana sem eru reyndar ekkert sögulegar fréttir ef litið er til árangurs þeirra undanfarinna ára. Báðum hefur gengið bölvanlega að vinna Meistaradeildina síðan að leiðir þeirra skildu þegar að Guardiola hætti að þjálfa Barcelona árið 2012.Tveir titlar á fjórum árum Saman unnu þeir Meistaradeildina tvívegis, árin 2009 og 2011. Í bæði skiptin lagði Barcelona Manchester United í úrslitaleik en sigurinn árið 2009 var þriðji titilinn af þremur í þrennunni sem Guardiola vann á sínu fyrsta ári sem þjálfari Börsunga. Barcelona komst í undanúrslitin í Meistaradeildinni árið 2012 á síðasta ári Pep sem þjálfara liðsins en eftir að hann yfirgaf Katalóníu hefur honum aldrei tekist að vinna deild þeirra allra bestu. Messi er með einn titil á sama tíma. Pep fór til Bayern eftir árs frí frá þjálfun og rúllaði upp þýsku deildinni í þrígang en aldrei tókst honum að komast lengra en í undanúrslitin. Hann tapaði samanlagt 5-0 fyrir Real á fyrsta tímabilinu í Bæjaralandi, 5-3 fyrir sínum gömlulærisveinum í Barcelona á öðru tímabilinu og svo 2-2 á útivallarmörkum gegn Atlético á þriðju leiktíðinni. Þá yfirgaf hann Bayern München og fékk lausar hendur hjá Manchester City til að búa til sitt lið. Hann kom City-liðinu vissulega tveimur skrefum lengra í ár heldur en í fyrra en á síðustu leiktíð tapaði City fyrir Monaco á útivallarmörkum, 6-6, í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Það vita svo allir hvernig fór í ár.Söknuður Lionel Messi hefur ekki upplifað mikla sælu í Meistaradeildinni síðan að Guardiola hætti að þjálfa hann. Argentínumaðurinn gerði vissulega aðeins betur en fyrrverandi lærifaðir sinn og vann Meistaradeildina árið 2015 en þá leiktíð vann Luis Enrique, þáverandi þjálfari Barcelona, þrennuna á sinni fyrstu leiktíð líkt og Guardiola gerði. Á sex leiktíðum síðan að leiðir þeirra skildu hafa Pep og Messi „aðeins“ unnið Meistaradeildina einu sinni (Pep var í fríi í eitt ár). Pep komst þrívegis í undanúrslit en Messi hefur þrisvar sinnum fallið úr keppni með Barcelona í átta liða úrslitum síðan að Pep fór, tvisvar í undanúrslitum, og einu sinni unnið bikarinn. Svona til að halda eilífum samanburði Messi og Ronaldo á lífi má benda á að Portúgalinn er búinn að vinna Meistaradeildina þrisvar sinnum síðan að Pep og Messi kvöddu hvorn annan og þá er Zinedine Zidane búinn að vinna keppnina tvívegis á sama tíma sem þjálfari.Pep í Meistaradeildinni frá 2008: 2008/2009: Barcelona, meistari* 2009/2010: Barcelona, undanúrslit* 2010/2011: Barcelona, meistari* 2011/2012: Barcelona, undanúrslit* 2012/2013: Frí frá þjálfun 2013/2014: Bayern, undanúrslit 2014/2015: Bayern, undanúrslit 2015/2016: Bayern, undanúrslit 2016/2017: Man. City, 16 liða úrslit 2017/2018: Man. City, undanúrslitMessi í Meistaradeildinni frá 2008: 2008/2009: Barcelona, meistari* 2009/2010: Barcelona, undanúrslit* 2010/2011: Barcelona, meistari* 2011/2012: Barcelona, undanúrslit* 2012/2013: Barcelona, undanúrslit 2013/2014: Barcelona, 8 liða úrslit 2014/2015: Barcelona, meistari 2015/2016: Barcelona, 8 liða úrslit 2016/2017: Barcelona, 8 liða úrslit 2017/2018: Barcelona, undanúrslit*Pep og Messi saman hjá Barcelona
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Meira að segja „hlutlausir“ blaðamenn misstu sig í Róm í gærkvöldi Það var fagnað út um allan völl og út um alla borg þegar AS Roma liðið sló Barcelona út úr Meistaradeildinni í gærkvöldi. 11. apríl 2018 12:30 Segir ekkert lið nema Real Madrid geti stoppað Liverpool í Meistaradeildinni Chris Waddle, knattspyrnusérfræðingur á BBC Radio 5, segir að Liverpool komist í úrslitaleik Meistaradeildarinnar svo framarlega sem liðið sleppur við það að dragast á móti Real Madrid í undanúrslitunum. 11. apríl 2018 09:00 Guardiola: Sagði að þetta hafi verið mark og hann rak mig útaf Pep Guardiola, stjóri Manchester City, var sendur upp í stúku í leik Man. City og Liverpool í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar eftir að hafa látið dómarateymið heyra það í hálfleik. 10. apríl 2018 21:20 Mörkin sem hentu Barcelona úr Meistaradeildinni og allur hasarinn á Etihad Roma gerði sér lítið fyrir og sló Barcelona úr keppni í Meistaradeild Evrópu með að snúa við 4-1 tapi á útivelli í síðustu viku í 3-0 sigur á heimavelli í kvöld. Roma fer því áfram á útivallarmörkum. 10. apríl 2018 21:45 Stemmningin var svo svakaleg í Róm í gærkvöldi að forseti Roma gerði þetta Á kvöldi þegar flestir knattspyrnaáhugamenn voru að pæla í því hvort Manchester City tækist að vinna upp þriggja marka forskot Liverpool þá voru endurkomudísirnar að hjálpa öðru félagi að vinna upp þriggja marka forskot mun sunnar í álfunni. 11. apríl 2018 08:30 Mest lesið „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Handbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Fleiri fréttir Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Sjá meira
Meira að segja „hlutlausir“ blaðamenn misstu sig í Róm í gærkvöldi Það var fagnað út um allan völl og út um alla borg þegar AS Roma liðið sló Barcelona út úr Meistaradeildinni í gærkvöldi. 11. apríl 2018 12:30
Segir ekkert lið nema Real Madrid geti stoppað Liverpool í Meistaradeildinni Chris Waddle, knattspyrnusérfræðingur á BBC Radio 5, segir að Liverpool komist í úrslitaleik Meistaradeildarinnar svo framarlega sem liðið sleppur við það að dragast á móti Real Madrid í undanúrslitunum. 11. apríl 2018 09:00
Guardiola: Sagði að þetta hafi verið mark og hann rak mig útaf Pep Guardiola, stjóri Manchester City, var sendur upp í stúku í leik Man. City og Liverpool í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar eftir að hafa látið dómarateymið heyra það í hálfleik. 10. apríl 2018 21:20
Mörkin sem hentu Barcelona úr Meistaradeildinni og allur hasarinn á Etihad Roma gerði sér lítið fyrir og sló Barcelona úr keppni í Meistaradeild Evrópu með að snúa við 4-1 tapi á útivelli í síðustu viku í 3-0 sigur á heimavelli í kvöld. Roma fer því áfram á útivallarmörkum. 10. apríl 2018 21:45
Stemmningin var svo svakaleg í Róm í gærkvöldi að forseti Roma gerði þetta Á kvöldi þegar flestir knattspyrnaáhugamenn voru að pæla í því hvort Manchester City tækist að vinna upp þriggja marka forskot Liverpool þá voru endurkomudísirnar að hjálpa öðru félagi að vinna upp þriggja marka forskot mun sunnar í álfunni. 11. apríl 2018 08:30