Segir ekkert lið nema Real Madrid geti stoppað Liverpool í Meistaradeildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. apríl 2018 09:00 Liðsmenn Liverpool fagna í gær. Vísir/Getty Chris Waddle, knattspyrnusérfræðingur á BBC Radio 5, segir að Liverpool komist í úrslitaleik Meistaradeildarinnar svo framarlega sem liðið sleppi við það að dragast á móti Real Madrid í undanúrslitunum. Real Madrid er reyndar ekki komið í undanúrslitin en eftir 3-0 útisigur á Juventus í fyrri leiknum þá eru allar líkur á því að spænska liðið fari áfram í kvöld. Sömu sögu er að segja að Bayern München sem vann 2-1 útisigur á Sevilla í fyrri leiknum. Bæjarar ættu því líka að tryggja sig áfram í kvöld en þar er þó mun meiri spenna. Chris Waddle segir í pistli sínum á BBC að Liverpool óttist ekkert lið í keppninni eftir þennan magnaða 5-1 sigur á verðandi Englandsmeisturum Manchester City.Liverpool will not be scared of any of the sides left in the Champions League but would prefer to avoid Real Madrid in the semi-finals, says BBC Radio 5 live's Chris Waddle. https://t.co/LrqultxXfD#Rugby#NFL#Cricketpic.twitter.com/4vyaATL8Co — E-Sport (@e_sportnet) April 11, 2018 „Ég held samt að þeir vildu helst forðast það að mæta Real Madrid. Að mínu mati, eftir þennan 5-1 sigur á Manchester City, þá held ég að Liverpool liðið sé nú næstsigurstranglegasta liðið í Meistaradeildinni,“ skrifaði Chris Waddle. „Real Madrid hefur gert þetta áður og vita hvað þarf til að vinna Meistaradeildina. Það mun gefa líka þeim eitthvað aukalega að sjá Barcelona detta úr keppni og vita það nú að líkurnar hafi aukist á því að þeim takist að vinna þriðja árið í röð,“ skrifaði Waddle. „Liverpool getur unnið Real Madrid í einum leik en það verður mun erfiðara fyrir Liverpool að klára þá í tveimur leikjum. Ég vona að Liverpool dragist á móti öðru af hinum liðunum,“ sagði Waddle. „Miðað við það sem ég hef séð af liðunum þá tel ég að það væri góður dráttur fyrir Liverpool að lenda á móti annaðhvort Roma eða Bayern München. Roma hefur komið mjög á óvart með því að slá út Barcelona en ef við hofum raunsætt á þetta þá eru þeir ekki frábært lið heldur aðeins gott lið sem er í frábæru formi,“ skrifaði Waddle.Who could #LFC face next? #UCL semi-final draw: All the details https://t.co/urHj7tdGTApic.twitter.com/RYK1auejDS — Liverpool FC (@LFC) April 10, 2018 „Bayern á enn eftir að vinna seinni leikinn á móti Sevilla og þetta er ekki í höfn hjá þeim. Sevilla fór illa með mörg færi í fyrri leiknum og Bæjarar refsuðu þeim. Bayern er samt ekki sama liðið og þeir voru fyrir tveimur til þremur árum,“ sagði Waddle. Það má lesa allan pistil hans og frekari greiningu á spilamennsku Liverpool liðsins með því að smella hér. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Fleiri fréttir Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Marseille - Liverpool | Salah er í byrjunarliðinu Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Sjá meira
Chris Waddle, knattspyrnusérfræðingur á BBC Radio 5, segir að Liverpool komist í úrslitaleik Meistaradeildarinnar svo framarlega sem liðið sleppi við það að dragast á móti Real Madrid í undanúrslitunum. Real Madrid er reyndar ekki komið í undanúrslitin en eftir 3-0 útisigur á Juventus í fyrri leiknum þá eru allar líkur á því að spænska liðið fari áfram í kvöld. Sömu sögu er að segja að Bayern München sem vann 2-1 útisigur á Sevilla í fyrri leiknum. Bæjarar ættu því líka að tryggja sig áfram í kvöld en þar er þó mun meiri spenna. Chris Waddle segir í pistli sínum á BBC að Liverpool óttist ekkert lið í keppninni eftir þennan magnaða 5-1 sigur á verðandi Englandsmeisturum Manchester City.Liverpool will not be scared of any of the sides left in the Champions League but would prefer to avoid Real Madrid in the semi-finals, says BBC Radio 5 live's Chris Waddle. https://t.co/LrqultxXfD#Rugby#NFL#Cricketpic.twitter.com/4vyaATL8Co — E-Sport (@e_sportnet) April 11, 2018 „Ég held samt að þeir vildu helst forðast það að mæta Real Madrid. Að mínu mati, eftir þennan 5-1 sigur á Manchester City, þá held ég að Liverpool liðið sé nú næstsigurstranglegasta liðið í Meistaradeildinni,“ skrifaði Chris Waddle. „Real Madrid hefur gert þetta áður og vita hvað þarf til að vinna Meistaradeildina. Það mun gefa líka þeim eitthvað aukalega að sjá Barcelona detta úr keppni og vita það nú að líkurnar hafi aukist á því að þeim takist að vinna þriðja árið í röð,“ skrifaði Waddle. „Liverpool getur unnið Real Madrid í einum leik en það verður mun erfiðara fyrir Liverpool að klára þá í tveimur leikjum. Ég vona að Liverpool dragist á móti öðru af hinum liðunum,“ sagði Waddle. „Miðað við það sem ég hef séð af liðunum þá tel ég að það væri góður dráttur fyrir Liverpool að lenda á móti annaðhvort Roma eða Bayern München. Roma hefur komið mjög á óvart með því að slá út Barcelona en ef við hofum raunsætt á þetta þá eru þeir ekki frábært lið heldur aðeins gott lið sem er í frábæru formi,“ skrifaði Waddle.Who could #LFC face next? #UCL semi-final draw: All the details https://t.co/urHj7tdGTApic.twitter.com/RYK1auejDS — Liverpool FC (@LFC) April 10, 2018 „Bayern á enn eftir að vinna seinni leikinn á móti Sevilla og þetta er ekki í höfn hjá þeim. Sevilla fór illa með mörg færi í fyrri leiknum og Bæjarar refsuðu þeim. Bayern er samt ekki sama liðið og þeir voru fyrir tveimur til þremur árum,“ sagði Waddle. Það má lesa allan pistil hans og frekari greiningu á spilamennsku Liverpool liðsins með því að smella hér.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Fleiri fréttir Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Marseille - Liverpool | Salah er í byrjunarliðinu Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Sjá meira