Væntur hagnaður Vís 650 milljónum krónum hærri en spár gerðu ráð fyrir Birgir Olgeirsson skrifar 10. apríl 2018 21:09 Endurskoðuð áætlun félagsins gerir nú ráð fyrir að hagnaður ársins 2018 fyrir skatta verði 3.412 milljónir króna í stað 3.108 milljónir króna. Vísir/Anton Drög að árshlutauppgjöri fyrsta ársfjórðungs sýna að vænt afkoma Vátryggingafélags Íslands er hagstæðari en afkomuspá gerði ráð fyrir. Frávikið hefur verið tilkynnt sérstaklega til Kauphallarinnar þar sem það nemur meira en 10 prósentum af væntum hagnaði ársins fyrir skatta. Í tilkynningunni kemur fram að væntur hagnaður félagsins á fyrsta ársfjórðungi fyrir skatta sé um 930 milljónir króna en afkomuspá félagsins gerði ráð fyrir hagnaði upp á 276 milljónir króna á sama tímabili. Væntur hagnaður er því um 650 milljónum krónum hærri en afkomuspáin hafði gert ráð fyrir. Ástæðan fyrir þessu er sögð sú að ávöxtun skráðra fjárfestingaeigna félagsins reyndist hagstæðari um sem nemur 350 milljónum króna umfram afkomuspá fyrir fjórðunginn og þá reyndist afkoma af vátryggingarekstri einnig umfram væntingar um sem nemur 300 milljónum króna fyrir sama tímabil. Er góður árangur af vátryggingarekstri á fyrsta ársfjórðungi sagður gera það jafnframt að verkum að ekki gerist þörf á að uppfæra spá félagsins um samsett hlutfall fyrir árið þrátt fyrir tjón sem félagið ber vegna brunans sem varð í Miðhrauni 4 í síðustu viku. Endurskoðuð áætlun félagsins gerir nú ráð fyrir að hagnaður ársins 2018 fyrir skatta verði 3.412 milljónir króna í stað 3.108 milljónir króna. Þess er getið að þar sem eign VÍS í Kviku banka hf. sé umfram 20 prósent af útgefnu hlutafé Kviku reiknast sú eign samkvæmt hlutdeildaraðferð og hefur hækkun á markaðsvirði Kviku því ekki áhrif á þessa niðurstöðu. Munur á markaðsvirði Kviku og bókfærðu virði samkvæmt hlutdeildaraðferð er um 730 milljónir króna miðað við dagslokagengi þann 9. apríl. Í tilkynningunni kemur fram að uppfærð rekstrarspá verður birt samhliða birtingu árshlutauppgjörs fyrsta ársfjórðungs þann 2. maí næstkomandi. Mest lesið Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Alvotech Viðskipti innlent Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent „Svolítið blind á það hversu mikið forréttindafólk við erum“ Atvinnulíf Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Sjá meira
Drög að árshlutauppgjöri fyrsta ársfjórðungs sýna að vænt afkoma Vátryggingafélags Íslands er hagstæðari en afkomuspá gerði ráð fyrir. Frávikið hefur verið tilkynnt sérstaklega til Kauphallarinnar þar sem það nemur meira en 10 prósentum af væntum hagnaði ársins fyrir skatta. Í tilkynningunni kemur fram að væntur hagnaður félagsins á fyrsta ársfjórðungi fyrir skatta sé um 930 milljónir króna en afkomuspá félagsins gerði ráð fyrir hagnaði upp á 276 milljónir króna á sama tímabili. Væntur hagnaður er því um 650 milljónum krónum hærri en afkomuspáin hafði gert ráð fyrir. Ástæðan fyrir þessu er sögð sú að ávöxtun skráðra fjárfestingaeigna félagsins reyndist hagstæðari um sem nemur 350 milljónum króna umfram afkomuspá fyrir fjórðunginn og þá reyndist afkoma af vátryggingarekstri einnig umfram væntingar um sem nemur 300 milljónum króna fyrir sama tímabil. Er góður árangur af vátryggingarekstri á fyrsta ársfjórðungi sagður gera það jafnframt að verkum að ekki gerist þörf á að uppfæra spá félagsins um samsett hlutfall fyrir árið þrátt fyrir tjón sem félagið ber vegna brunans sem varð í Miðhrauni 4 í síðustu viku. Endurskoðuð áætlun félagsins gerir nú ráð fyrir að hagnaður ársins 2018 fyrir skatta verði 3.412 milljónir króna í stað 3.108 milljónir króna. Þess er getið að þar sem eign VÍS í Kviku banka hf. sé umfram 20 prósent af útgefnu hlutafé Kviku reiknast sú eign samkvæmt hlutdeildaraðferð og hefur hækkun á markaðsvirði Kviku því ekki áhrif á þessa niðurstöðu. Munur á markaðsvirði Kviku og bókfærðu virði samkvæmt hlutdeildaraðferð er um 730 milljónir króna miðað við dagslokagengi þann 9. apríl. Í tilkynningunni kemur fram að uppfærð rekstrarspá verður birt samhliða birtingu árshlutauppgjörs fyrsta ársfjórðungs þann 2. maí næstkomandi.
Mest lesið Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Alvotech Viðskipti innlent Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent „Svolítið blind á það hversu mikið forréttindafólk við erum“ Atvinnulíf Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Sjá meira